Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 53

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 53
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 547 Hvaða afleiðingar hefur það fyrir þjónustuna að samningur er ekki fyrir hendi? „Langvarandi samningsleysi skapar auðvitað ákveðið óöryggi í rekstri læknastofanna og ýmsir agnúar verða með tímanum ennþá verri. Við neyðumst til þess að leggja á aukagjöld til að mæta verðlagshækkunum, til dæmis vegna gengissigs krónunn- ar, launahækkana á vinnumarkaði og nú síðast COVID. Ekkert slíkt er uppfært í þeirri gjaldskrá og reglugerð ráðherra sem SÍ greiðir eftir um þessar mundir. Þannig eykst smátt og smátt bilið á milli raunkostnaðar og gjaldskrár ráðherra og þá er komin upp svipuð staða og margir muna eftir í tannlækningum barna og ellilífeyrisþega á árum áður. Staðan nú er snúin, Sjúkratryggingar Íslands hafa auglýst eftir aðilum til að sinna sérfræðiþjónustu en það á alveg eftir að sjá hvað kemur út úr því og auglýsingunni hefur verið breytt og frestir framlengdir vegna þess. LR hefur hins vegar fengið um- boð allra sérfræðilækna sem starfa á stofu með það að markmiði að ná heildarsamningi fyrir alla lækna. Og þar má segja að við stöndum í dag.“ Vilja breytingar í smærri skrefum Þórarinn segir þessa leið umbyltingu á meira en aldargömlu fyrirkomulagi sem verið hefur við lýði í einhverri mynd frá 1909 þegar Oddfellowar og LR stofnuðu fyrsta sjúkrasamlagið í Reykjavík. „Það hefur alla tíð reynst vel og um það hefur ríkt sátt og ánægja á meðal landsmanna. Til dæmis má nefna að 98% sjúk- linga okkar voru ánægðir eða mjög ánægðir með þjónustu einka- rekinna læknastofa í þjónustukönnun sem gerð var hjá stórum læknastofum fyrr á árinu. Svipað hlutfall sjúklinga ætlaði að leita aftur til sama læknis og sömu læknastöð ef á þyrfti að halda. Það er því vandséð að rök séu fyrir að bylta þessu kerfi, einkum þar sem það er alger óvissa um hvað á að taka við og hvernig það mun ganga. Við teljum það að minnsta kosti algjört lágmark að breytingar á kerfinu yrðu gerðar í smærri skrefum og árangurinn metinn jafnharðan mjög nákvæmlega, bæði í kostnaði og gæðum þjónustunnar.“ Skynsamlegt að áfrýja ekki dóminum Gísli Guðni Hall var lögmaður í málsókninni gegn ríkinu vegna höfnunar Sjúkratrygginga Íslands á aðild nýrra lækna að samn- ingnum og var hann meðal annars spurður hvort það hefði kom- ið á óvart að ríkið skyldi ekki áfrýja dóminum? „Þegar rætt er um þetta mál Ölmu Gunnarsdóttur er rétt að hafa í huga að hún var í hópi 8 sérfræðilækna sem höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu á sama grunni, það er vegna þess að þeim hafði verið neitað um aðild að rammasamningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands, en neitunin var byggð á tilskipun heilbrigðisráðherra til SÍ þess efnis að eftirleiðis skyldi ekki sam- þykkja neinar umsóknir um aðild á téðum samningi. Mál Ölmu var tekið út úr og flutt fyrst, eingöngu vegna þess að hún var fremst í stafrófinu af þessum 8 læknum og aðilar voru sammála um að niðurstaða í því máli gilti fyrir alla. Þú spyrð hvort það hafi komið á óvart að ríkið skyldi ekki áfrýja dómnum. Ég hugs- aði svo sem ekki mikið út í það á sínum tíma. Tilhneigingin hjá ríkinu er að áfrýja flestum málum, að minnsta kosti málum þar sem skýr fordæmi liggja ekki fyrir. Þetta mál var nýtt af nálinni ef svo má segja, ekki við skýr fordæmi að styðjast, og því hefði ekki komið á óvart að málinu hefði verið frýjað. Heilbrigðisráð- herra var hins vegar fljót til að lýsa yfir að dómurinn hefði verið vandlega rökstuddur og því ekki ástæða til að áfrýja. Ég var að sjálfsögðu sáttur við það fyrir hönd minna umbjóðenda og taldi þessa ákvörðun ráðherra skynsamlega.“ Hefur samningi SÍ og sérgreinalækna verið breytt eða bætt úr vinnubrögðum varðandi mat á aðild lækna að samningnum í kjölfar dómsins, til dæmis varðandi samstarfsnefnd LR og SÍ? „Það vill þannig til að gildistími rammasamningsins rann út nokkrum mánuðum eftir að dómurinn gekk, eða við lok árs 2018. Sá samningur hefur ekki verið endurnýjaður ennþá þrátt fyrir samningaviðræður. Eftir að samningurinn rann út setti ráð- herra reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga, sem segja má að hafi komið í stað rammasamningsins. Hún hefur almennt gildi. Aðstaðan sem sérgreinalæknarnir létu reyna á í dómsmál- inu, það er að þeir stæðu ekki jafnfætis kollegum sínum hvað varðar greiðsluþátttöku SÍ, á ekki að geta komið upp samkvæmt reglugerðinni. Það er það jákvæða við niðurstöðu dómsmálsins og síðan reglugerðina í kjölfarið.“ Dómurinn felldi ákvörðun SÍ úr gildi – sóttu læknarnir um að- ild að nýju þar sem SÍ skyldi meta faglega mögulega aðild þeirra að samningnum? „Mér er ekki nákvæmlega kunnugt um ferlið í framhaldi í til- viki hvers og eins. Eins og ég sagði tók reglugerðin við af samn- ingnum um næstu áramót og ég geri ráð fyrir að vandamálið sem þessi læknahópur stóð frammi fyrir hafi verið leystur, að minnsta kosti ekki síðar en með reglugerðinni. Með því hafi jafnframt ver- ið rudd brautin fyrir aðra sérgreinalækna sem stefndu eða stefna að sjálfstæðum stofurekstri.“ Þórarinn Guðnason, formaður LRGísli Guðni Hall, lögmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.