Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 41

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 41
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 535 V I Ð T A L hvað sárin hafa brugðist vel við.“ Jeffery er farinn aftur út og fylgir sjúklingunum eftir og þjálfar lækna á fleiri sjúkrahúsum. „Við höfum fengið Evrópustyrk fyrir stórar klínískar rannsóknir í Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi og á Ítalíu.“ Rannsóknin sé farin af stað í Frakklandi og stefnt að því einnig í hinum löndun- um fyrir áramót. Þá má nefna að Kerecis stendur einnig að þannig rannsókn hér á landi með COVID-göngudeildinni með nærri 130 þátttakendum. „Það vita allir orðið um Kerecis,“ segir hann og við snúum talinu aftur að sára- roðinu. „En það hefur kostað talsverðan tíma, þátttöku í ráðstefnum síðastliðinn áratug í Bandaríkjunum og birtingu fjöl- margra vísindagreina til að ná á þann stað.“ Vísindaleg gögn sýni að sáraroðið virki umfram viðlíka vörur. Þegar hafi 50 þúsund manns verið meðhöndluð í Bandaríkjum. „Ég hef hitt sjúklinga með þrálát sár Hilmar stundaði sérnám sitt í bráðalækningum á Nýja-Sjálandi árin 2004-2009 og var fyrstur íslenskra lækna til að fá þar lækn- ingaleyfi. Þar kynntist hann Guðmundi Fertram Sigurjónssyni, framkvæmdastjóra Kerecis, sem vantaði ráðgjafa með bakgrunn í læknisfræði, en Guðmundur vann þá hjá nýsjálensku fyrirtæki sem þróaði sáravörur úr keratíni úr ull, enda kindur ær og kýr þess lands. „Það voru fyrstu kynni mín af nýsköpun,“ segir Hilmar. Guð- mundur hafi svo aftur haft samband við hann fyrir rúmum áratug kominn heim með þá hugmynd að vinna með þorskroð og hann slegist í hópinn með þeim Baldri Tuma Baldurssyni húðlækni og Ernest Kenney, lögfræðingi í Bandaríkjunum, og þeir stofnað fyrir- tækið 2009. „Ég hef verið með í öllum rannsóknum sem við höfum gert, hvort sem það hafa verið frumurannsóknir eða dýratilraun- ir,“ segir Hilmar í sóttkvínni. Síðan hann kom heim frá Nýja-Sjálandi hafi hann farið þangað aftur út með sáraroðið. Hann fór þegar gaus á Whakaari-eyju sem er tæpum 50 kílómetrum norðnorðaustur af Norðurey lands- ins. Alls lést 21 í gosinu og meginþorri þeirra 26 sem voru á eyj- unni og lifðu brenndist illa. Hér má sjá hvernig roðgræðlingurinn er saumaður í sárið. Hilmar segir að framförin hafi verið mikil á aðeins einni viku. Jeffery með armenskum starfs- systkinum sínum sem þeir kenndu aðferðirnar við að meðhöndla sárin með vestfirska sáraroðinu. sem hafa fengið gróanda eftir stundum áralanga baráttu.“ Hann hafi hitt konu sem hafi eftir flókna mjaðmaaðgerð fengið fitutappa í fót og drep í kjölfarið. Þorskroðið hafi hjálpað henni til bata sem aftur hafi bægt frá henni sjálfsvígshugs- unum. „Þrálát sár eru faraldur sem liggur í leynum,“ segir Hilmar. „Þau eru skerðing á lífsgæðum og saga konunnar endur- speglar þessa miklu þörf til þess að finna lausnir á þessum vanda sem Kerecis vinn- ur að.“ En hvað verður svo um Armeníusam- starfið nú í framhaldinu? „Vonandi leysa þeir vandann og semja um frið í kringum Nagorno-Karabakh. Þá sé ég fyrir mér að þeir geti farið að meðhöndla sykur- sýkissár og áverka og sjúkdóma af eðlileg- um orsökum frekar en stríðsátökum. Við sjáum fyrir okkur að Armenía geti leitt okkur inn á nýja markaði.“ Ævintýrið hófst í Nýja-Sjálandi Myndir aðsendar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.