Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 46

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 46
540 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 um hægt og rólega á venjulegri skurðþjón- ustu og erum nú að reyna að halda henni áfram, þrátt fyrir byrjun bylgjunnar sem nú er. Það hafa ekki margir sjúklingar ver- ið lagðir inn hér í London ennþá, til dæm- is er bara einn í öndunarvél hjá okkur, en fleiri eru í Norður-Englandi. Ég er að vona að London sé komin með talsvert hjarð- ónæmi eftir bylgjuna í febrúar og mars, en við erum viðbúin að gera þetta allt aftur.“ Spurður um hvaða hug hann beri til þess tíma sem liðinn er af árinu 2020 og hvaða væntingar hann hafi til ársins 2021, segir Helgi að margt hafi gjörbreyst - og í raun margt til hins betra. „Fundahöld eru öll á stofunni minni. Það er auðvelt fyrir sjúklingana okkar að nálgast okkur og margar stofur eru núna „virtual“. Margar breytingar sem við bjuggumst við að myndu taka mörg ár voru samþykktar og gerðar virkar á nokkrum vikum.“ Hann segist sannarlega sakna þess að ferðast og ákvað að bóka viku í Suður-Afríku í febrúar 2021. „Hver veit hvort það gangi? Annars hef ég miklar áhyggjur af efna- haginum í þjóðfélaginu og sérstaklega unga fólkinu og sjúklingunum okkar sem hafa seinkað sjúkdómsgreiningu af ótta við COVID og munu koma með ólæknandi krabbamein frekar en að komast í aðgerð fyrr.“ Mesta afrekið að venjast nýjum aðstæðum Ef London og Ísland eru borin saman varðandi aðgerðir í heimsfaraldrinum segir Helgi líklega of snemmt að dæma, en hann telji Ísland hafa verið til fyrir- myndar í veröldinni með ráðstafanir gegn COVID; ekki bara með skimun, heldur líka skynsamlegum, rökréttum tilmæl- um sem almenningur getur skilið. Helgi segir að Bretar hefðu pottþétt getað staðið betur að málum. „Í mars var næstum ómögulegt að komast í sýnatöku fyrir COVID og við vorum mjög sein með allar reglubreytingar. Nýtt útivistarbann myndi skaða okkur of mikið, bæði efnahagslega og geðheilsu þjóðarinnar. Ég veit ekki hver besta lausnin er, en við getum ekki hætt allri starfsemi aftur, annars völdum við varanlegum skaða, sérstaklega fyrir unga fólkið okkar.“ Að þessu sögðu vill Helgi að lokum segja þetta um mesta lærdóminn af því að takast á við heimsfaraldurinn: „Ég held að mestu afrekin muni snúast um hvernig fólk getur aðlagast algjörlega nýj- um kringumstæðum, með samvinnu og sameiginlegri ástríðu til að gera það besta fyrir sjúklinga okkar og hvert annað.“ Jón Atli segist sem betur fer vera við góða heilsu og hafa sloppið við COVID og allar vægari pestir líka, enda hafi hann verið með skurðgrímu fyrir vitunum síðustu 6 mánuði. „Kunningjar mínir hafa veikst en hafa náð sér aftur. Sjúklingar mínir líka. Ég hef hins vegar áhyggjur af af- leiðingum faraldursins, bæði hvað varðar heilsu fólks, atvinnustarfsemi og efnahag. COVID hefur sett flest úr skorðum.“ Hann bætir við þetta að fólk sé einnig mun einangraðra en áður. Samskipti við fjölskyldu og vini séu minni og þau séu svo til öll án þess að fólk hittist. „Við ætluðum að vera talsvert á Íslandi í ár en þurftum að fresta því og höfum ekki hitt börnin okkar lengi, en hvorugt þeirra býr í Bandaríkjunum. Við höfum heldur ekkert ferðast hér innanlands, ekki farið á veitingastað, tónleika, leikhús eða söfn. Ég hef eiginlega ekki farið út fyrir Madi- son síðustu 6 mánuði nema í hjólatúra til heilsubótar.“ Alltaf með skurðgrímu og andlitshlíf Hann segir álagið í starfi sínu vera eins og áður, en það hafi breyst mikið hvern- ig hann vinni, bæði við lækningar og kennslu. „Ég vinn að mestu á göngudeild en sinni ráðgjöf á háskólasjúkrahúsinu. Í upphafi var flestum göngudeildum lokað og einungis bráðamóttökur voru opnar. Ég var þá heima og talaði við sjúklinga í síma eða á netinu. Við höfðum verið að undirbúa fjarlækningar um hríð, en þurft- um nú að setja þær í gang með nokkurra daga fyrirvara. Göngudeildin opnaði svo aftur í júní, en við sinnum samt enn um það bil helmingi sjúklinganna með fjar- lækningum. Á dæmigerðum degi er ég með 10-12 sjúklinga í fjarlækningum og tek á móti jafn mörgum í viðtal og skoðun, ómskoðanir og liðástungur. Þegar ég hitti sjúklinga er ég alltaf með skurðgrímu og andlitshlíf.“ R A D D I R L Æ K N A Jón Atli Árnason klínískur prófessor í gigtlækningum í Wisconsin-ríki „Fundahöld eru öll á stofunni minni. Það er auðvelt fyrir sjúklingana okkar að nálgast okkur og margar stofur eru núna „virtual“. Margar breytingar sem við bjuggumst við að myndu taka mörg ár voru samþykktar og gerðar virkar á nokkrum vikum.“ „Ég sagði vinnufélögum og vinum mínum stoltur frá því hvernig stjórn- málamenn hefðu stigið til hliðar og látið fagfólk um að taka allar helstu ákvarðanir um viðbrögð við faraldrinum. Auðvitað var ég þarna líka að vísa til þess hvernig heimskir stjórnmálamenn hér í Bandaríkjunum gerðu hið gagnstæða, hundsuðu góð ráð og vísindi og gerðu illt verra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.