Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 44
538 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106
R A D D I R L Æ K N A
Guðrún G. Björnsdóttir
bráðalæknir í Glasgow
Guðrún segir það vera skrýtið að vera
núna raunverulega fjarri öllum. „Áður var
svo stutt að skreppa til Íslands eða fyrir
fjölskyldu og vini að skella sér í heimsókn
í beinu flugi til Glasgow. Það er eins og að
við fjölskyldan höfum skyndilega flust til
útlanda og farið aftur til tíma skipaferða.“
COVID og „novid“
Guðrún vinnur núna á gjörgæslu á öðrum
af stóru spítölum borgarinnar Glasgow.
Í fyrri bylgjunni í vor þurfti að þrefalda
plássið fyrir gjörgæsluna og það var full-
nýtt. „Sögurnar af álagi eru ógnvekjandi.
Vaktalínur voru margfaldaðar og starfs-
fólk frá öðrum sviðum var þjálfað upp til
vinnu. Á sama tíma voru sumar lyflækn-
ingadeildir aðeins hálffullar vegna þess
að einangra þurfti sjúklinga og margar
skurðdeildir voru teknar undir lyflækn-
ingar. Nú er önnur bylgjan að byrja hér,
það er búið að skipta gjörgæslunni upp
í COVID og „novid“ eins og þau kalla
það. Tilfellum fer núna ört fjölgandi hér
og við erum líklegast hvergi nærri öðrum
toppi. Hér er búist við viðvarandi bylgju
allan veturinn. Það er ónotaleg tilhugsun.“
Fyrri hluta ársins starfaði Guðrún á
lyflækningasviði á öðrum spítala og segir
að þá hafi verið mjög mismunandi eftir
stökum deildum hversu vel fólk kunni
að búa sig og hvaða verkferlar hafi verið
í notkun. „Það var ruglingslegur tími og
allt einkenndist af óvissu en fólk var ótrú-
lega nægjusamt, staðfast og duglegt. Ís-
lendingurinn í mér hneykslaðist á aðbún-
aðinum og dugleysi stjórnenda, en fólk
hér hélt bara sínu striki.“ Hún bætir við
að hún heyri það á gjörgæslulæknunum á
sjúkrahúsinu í Glasgow, þótt viss uggur sé
í þeim, að þau búi að reynslunni úr fyrri
bylgjunni. „Þau vita að þetta hafðist. Svo
þekkja þau kvillann aðeins núna og vita
betur en áður við hverju er að búast. Ég
ætla því að vera vongóð um að þótt mikið
verði að gera, þá munum við gera okkar
vel.“
Skortur á hlífðarbúnaði olli smitum
Spurð um hverju hún taki helst eftir ólíku
með Bretlandi og Íslandi á tímum COVID,
segir Guðrún að munurinn sé næstum
farsakenndur. „Ekkert traustvekjandi
þríeyki er hér heldur sein og ómarkviss
viðbrögð ríkisstjórnar með þriggja orða
slagorð sem gera mismikið gagn. Þegar
skortur var á veiruprófum var ákveðið að
prófa fáa. Skortur á hlífðarbúnaði leiddi til
þess að gefnar voru út ráðleggingar um að
ekki þyrfti nema léttan maska, hanska og
ermalausa svuntu við almenna umönnun
og mat á hóstandi COVID-sjúklingum. Svo
er fullur hlífðarbúnaður ef sjúklingar eru
barkaþræddir eða annað loftúðaframleið-
andi (aerosol generating) á sér stað. Þetta
leiddi af sér að talsvert af starfsfólki á lyf-
lækningadeildum smitaðist af COVID en
afar fáir á gjörgæslum.“
Hvað hefði verið hægt að gera betur? „Í
Bretlandi var loksins sett á útgöngubann
þegar reynt var að stemma stigu við smit-
um. Við tóku 12 vikur án skóla eða sam-
Raddir lækna erlendis
Læknablaðið sendi línu til nokkurra íslenskra lækna sem eru við nám og störf
erlendis til að fá fréttir af líðan þeirra, daglega starfi og hvaða breytingar
COVID-19 hefur haft í för með sér
■ ■ ■ Olga Björt Þórðardóttir
„Ég fylltist hreinlega auðmýkt við að
sjá hvernig hægt er að vinna saman
að markmiðum ef vilji er fyrir því. Á
spítölum var öllu snúið við, verkferl-
um breytt, fólk tók að sér ný störf og
fólk leysti ágreiningsmál. Stórir spít-
alar og stórt heilbrigðiskerfi eins og
NHS (National Health Service) er æði
oft fast í hjólförum. Þetta var jú einu
sinni heimsveldi. Eftir þetta eigum við
öll þessa sameiginlegu reynslu.“