Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 38

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 38
532 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 V I Ð T A L Anna Björg Jónsdóttir öldrunarlæknir var ráðin yfirlæknir dag-, göngu- og sam- félagsdeildar á Landakoti fyrir tveimur árum. Hún er einnig kennslustjóri öldr- unarlækninga í hlutastarfi, en sérnám í öldrunarlækningum var nýlega sett á laggirnar. Hún hefur lagt áherslu á að auka tengsl deildarinnar við aðrar deildir Landspítala en ekki síður við heilsugæsl- una og einnig heimahjúkrun. Öldruðum fjölgar og sumir eru hissa ,,Það er ekkert óvænt við að fjölgað hafi í hópi aldraðra, það hefur lengi verið vitað hvert stefndi. Svolítið fyndið hvað það virðist koma sumum í opna skjöldu og því miður hafa margir sofið á verðinum.“ Anna Björg var áður kennslustjóri í almennum lyflækningum og undir þær féllu öldrunarlækningar þá. ,,Öldrunar- lækningar eru sérgrein sem sérhæfir sig í hrumum, fjölveikum öldruðum með færniskerðingu. Sú sérgreinaskipting sem varð til fyrir 50 árum hentaði þá en kerfið var ekki búið undir að fjöldi einstaklinga, einkum aldraðir, gæti verið með vandamál í fleiri en einu líffærakerfi. Öldrunarlæknar þurfa öðrum fremur að horfa á manneskjuna í heild, við getum ekki lokað okkur af í sílóum. Við þurfum að geta sinnt hrumu, fjölveiku fólki með bráð veikindi og getum ekki leyft okkur að horfa á það með sérgreinagleraugum. Það krefst teymisvinnu að finna bestu lausnina fyrir hvern einstakling. Þar þurfa læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar, sálfræðingar og fleiri heilbrigð- isstéttir að koma að.“ Við höfum lausnir ,,Okkar hlutverk á Landakoti er ekki síst að sjá til þess að aldraðir fái greiningu og benda á hvers konar þjónusta hentar best fyrir hvern og einn. Þar með er ekki sagt að fólk fái þá þjónustu. Verulegur skortur er til dæmis á plássum í almennri dag- þjálfun og hana vantar alveg í fjölmenn- um hverfum í austanverðri borginni og flestum nágrannasveitarfélögunum. Þetta er tiltölulega ódýr starfsemi sem gæti gagnast mjög mörgum sem nú fá enga eða ófullnægjandi úrlausn. Það skiptir svo miklu máli að fólk fái þjónustu í nærum- hverfinu. Víða út um land er unnt að veita fólki einstaklingsbundnari þjónustu en hér á höfuðborgarsvæðinu. Lengi hefur vantað að samræma margvíslega þjónustu og ákveðinn aðila til að kynna hana fyrir öldruðum og aðstandendum og það getur valdið pirringi. Fólk þyrfti að geta snúið sér til einnar manneskju sem setti saman samræmda þjónustu byggða á þeirri grein- ingu sem við leggjum til. Sem betur fer er verið að vinna að slíku verkefni nú innan heilsugæslunnar. Lausnirnar sem henta hverjum og einum eru margbreytilegri en þær sem nú eru í boði en sums staðar þarf fyrst og fremst að tryggja að fleiri komist að og ég tek ekki afstöðu til þess hverjir eigi að sjá um þjónustuna, opin- berir eða einkaaðilar. Það er sorglegt að vera búin að finna út hvaða einstaklings- áætlun hentar sjúklingi en sjá svo fólk bíða mánuðum saman á biðlista og hraka hratt á þeim tíma. Því getur hrakað svo að það þurfi á mun dýrari lausnum að halda, svo sem innlögn á bráðadeild með tilheyrandi útskriftarvanda og svo hjúkrunarheimili. Fyrst og fremst er þetta þó spurning um lífsgæði aldraðra. Ég fékk smá menningar- sjokk þegar ég kom úr sérnámi í Dan- mörku og fann hvað við stóðum Dönum langt að baki í mörgu. Svo vantar sárlega einhver millistig milli heimaþjónustu og hjúkrunarheimila, ný og betri búsetuúr- ræði. Stað þar sem fólk getur búið heima hjá sér í öruggu umhverfi með stuðningi, gjarnan í sambýli við fleira fólk.“ – rætt við Önnu Björgu Jónsdóttur yfirlækni á Landakoti og kennslustjóra í öldrunarlækningum við Háskóla Íslands ■ ■ ■ Anna Ólafsdóttir Björnsson Bent á úrræði – en hvað tekur við?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.