Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 18

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 18
512 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 Lifrarbólguveira E: Umræða um tvö íslensk tilfelli Á G R I P Lifrarbólga E er veirusjúkdómur sem berst yfirleitt með menguðu vatni og gengur oftast yfir án sértækra inngripa. Hann er algengur á Indlandi og hefur valdið faröldrum, til að mynda í Asíu, Afríku og Mexíkó, en er sjaldséður á Íslandi. Hér er lýst tveimur tilfellum lifrarbólgu E sem greindust á Íslandi á síðasta ári. Marta Ólafsdóttir1 læknir Arthur Löve2 læknir Jón Gunnlaugur Jónasson3 læknir Einar Stefán Björnsson4 læknir 1Lyflækningadeild, 2sýkla- og veirufræðideild, 3meinafræðideild, 4meltingarfæradeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Marta Ólafsdóttir martaolafs@gmail.com Inngangur Lifrarbólga E er smitsjúkdómur sem orsakaður er af lifrarbólgu- veiru E, einþátta RNA-veiru sem oftast veldur skammvinnum sjúkdómi sem gengur yfir án sértækra inngripa. Algengast er að sýkingin berist í saur frá sýktum einstaklingi og dreifist með menguðu vatni á svipaðan hátt og lifrarbólga A. Einnig getur veiran smitast frá dýrum, og einstaka tilfellum af smitum með blóðgjöf og frá móður til fósturs hefur verið lýst.1-3 Lifrarbólguveira E (HEV) var fyrst uppgötvuð árið 1983 þegar hafin var leit að orsakavaldi lifrarbólgufaraldurs hjá sovéskum hermönnum í Afganistan.4 Síðan hafa uppgötvast nokkrar mis- munandi arfgerðir veirunnar sem valdið geta lifrarbólgu í mönn- um, HEV1, HEV2, HEV3 og HEV4.5 HEV1 og HEV2 berast einkum með saur-munnsmiti í menguðu vatni þar sem hreinlæti er ábóta- vant, svo sem í mörgum löndum Afríku og Asíu. Þar geta þær valdið bæði afmörkuðum tilfellum og einnig faröldrum.1,5 HEV3 og HEV4 greindust fyrst í svínum en brátt kom í ljós að þær gátu einnig borist í menn, og þar eru svínabændur í aukinni áhættu. Þessar arfgerðir eru mun dreifðari og hafa greinst meðal annars í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Asíu og Afríku. Í þróuðum ríkjum valda þær oftast stökum einkennalitlum tilfellum sem talin eru dreifast með dýraafurðum í menn.1,3,6 Lifrarbólga E er mjög algeng orsök bráðrar lifrarbólgu á heims- vísu.1,3,6 Meðgöngutími veirunnar er um 3-8 vikur.1 Algeng ein- kenni eru hiti, ógleði, uppköst, kviðverkir, kláði, gula, dökkt þvag, ljósar hægðir og væg lifrarstækkun með lifrareymslum en einnig geta vissir stofnar HEV valdið tauga- og/eða vöðvaeinkennum.1,2 Sýkingin er oftast skammvinn en getur orðið langvinn í ónæmis- bældum einstaklingum. Lifrarbólga E leiðir sjaldan til lifrarbilun- ar en dánartíðnin er þó talin vera um 3-4% í almennu þýði og mun hærri hjá þunguðum konum, eða um 20%, en orsök þess er ekki að fullu ljós. Sýkingin getur einnig borist frá móður til barns og valdið fósturskaða og fósturláti auk þess sem rannsóknir benda til þess að veiran geti borist í brjóstamjólk.1,3,4,7 Sýking er oftast greind með mótefnamælingum IgG og IgM í blóði, en sumar rannsóknar- stofur leita að veiru-RNA (HEV RNA) í blóði eða hægðum. Næmi prófanna er mjög misgott sem gerir erfiðara fyrir að greina sjúk- dóminn og er hann talinn vera mjög vangreindur.3,8 Hann geng- ur yfirleitt yfir án inngripa eða sértækrar meðferðar en gæta þarf sérstakrar varúðar með þungaðar konur og ónæmisbælda einstak- linga.1,3 Sjúkdómurinn er talinn vera jafnvel fátíðari á Íslandi en í nágrannalöndum okkar.8 Samkvæmt upplýsingum úr tölulegum gögnum frá sýkla- og veirufræðideild Landspítala fyrir árið 2019 greindist aðeins einn sjúklingur með bráða lifrarbólgu E á Íslandi, Argentínumaður sem kom hingað til lands frá Indlandi. Hér verður lýst tveimur tilfellum sem greindust hér á landi á síðasta ári. Höfundar fengu samþykki sjúklinganna fyrir þessari umfjöllun og birtingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.