Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 9

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 9
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 503 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Sigurður Ólafsson læknir Sérfræðingur í meltingar- og lifrarsjúkdómum á Landspítala og klínískur dósent við læknadeild Háskóla Íslands sigurdol@landspitali.is Nóbelsverðlaun í læknisfræði fyrir uppgötvun lifrarbólguveiru C Sigurður Ólafsson MD, FACP Consultant, Division of Gastroenterology and Hepatology, Department of Medicine, Landspitali – The National University Hospital of Iceland Associate Professor of Medicine, University of Iceland Faculty of Medicine Uppgötvanir þessara vísindamanna og rannsóknarteyma þeirra hafa haft gríðarlega þýðingu. Í kjölfarið var unnt að þróa mótefnapróf til greiningar á veirunni. Nú var unnt að skima blóð í blóðbönkum og lifrarbólga eftir blóðgjöf heyrir sögunni til í flestum heimshlutum. doi 10.17992/lbl.2020.11.604 Sænska Nóbelsnefndin tilkynnti þann 5. október um verðlaunahafa í lífeðlis- eða læknisfræði árið 2020. Að þessu sinni fengu þrír vísindamenn verð- launin, Bandaríkjamennirnir Harvey J. Alter við National Institutes of Health og Charles Rice við Rockefeller-háskólann í New York og Bretinn Mich- ael Houghton við Alberta-háskólann í Edmonton í Kanada, fyrir að uppgötva lifrarbólguveiru C. Á heimsvísu eru um 70 milljónir manna smitað- ir af lifrarbólgu C veirunni sem veldur langvinnri lifrarbólgu, skorpulifur og lifrarkrabbameini. Talið er að um 400.000 einstaklingar deyi árlega úr þess- um sjúkdómi. Lengi var vitað að til væru tvær megingerðir af smitandi lifrarbólgu. Sú fyrri, sem fékk nafnið lifrar- bólga A, veldur bráðri lifrarbólgu en leiðir yfirleitt ekki til varanlegs skaða. Hin gerðin, sem smitast aðallega með blóði og líkamsvessum, getur valdið, gjarnan á löngum tíma, skorpulifur og lifrarkrabba- meini. Rannsóknir Baruch Blumberg á 7. áratugn- um leiddu til uppgötvunar lifrarbólguveiru B og í kjölfarið varð unnt að skima blóðgjafa fyrir þessari veiru. Fyrir uppgötvun sína fékk Blumberg Nóbels- verðlaunin árið 1976. Þótt umtalsvert drægi úr al- gengi lifrarbólgu í tengslum við blóðgjafir eftir upp- götvun lifrarbólguveiru B varð fljótt ljóst að áfram var stór hópur blóðþega að veikjast af langvinnri lifrarbólgu. Á þessum árum beindust rannsóknir Harvey Al- ters að lifrarbólgu hjá sjúklingum sem höfðu fengið blóð og voru hvorki smitaðir af lifrarbólguveiru A né B. Harvey og félagar gátu sýnt fram á að blóð úr þessum sjúklingum gat borið lifrarbólgu í simpansa. Í kjölfarið sýndu rannsóknir þeirra að þessi óþekkti sýkill bar öll merki þess að vera veira. Niðurstöðurn- ar voru birtar árið 1975.1 Þessi dularfulli sjúkdómur fékk svo nafnið „ekki A, ekki B lifrarbólga“ til að- greiningar frá lifrarbólgu A og B. Langur tími leið svo frá uppgötvunum Harveys og félaga þar til veiran sjálf var einangruð en þar kemur Michael Houghton við sögu. Á þeim tíma starfaði hann hjá lyfjafyrirtækinu Chiron í Kali- forníu. Michael og rannsóknarteymi hans beittu nýj- um aðferðum til að einangra genamengi veirunnar. Eftir þrotlausa vinnu fundu þeir áður óþekkta RNA flavi-veiru sem hlaut nafngiftina lifrarbólguveira C. Tilvist mótefna sem fundust í blóði sýktra benti eindregið til að hér væri fundin veiran sem orsakar „ekki A, ekki B“ lifrarbólgu. Niðurstöður sínar birtu þeir í tímaritinu Science árið 1989.2,3 Enn var eftir að sanna að þessi nýuppgötvaða veira gæti orsakað lifrarbólgu. Þar kom til kasta Charles M. Rice og félaga sem beittu erfðatækni til að fjarlægja hluta erfðamengis veirunnar sem þá grunaði að hindraði veiruskiptingu. Þegar þessu nýja RNA-afbrigði var sprautað í lifur simpansa fengu þeir langvinna lifrarbólgu svipaða þeirri sem þekkt var í mönnum eftir blóðgjöf.4 Þetta var lokasönnun þess að hin nýuppgötvaða veira væri orsök óútskýrðrar lifrarbólgu hjá blóðþegum. Uppgötvanir þessara þriggja vísindamanna og rannsóknarteyma þeirra hafa haft gríðarlega þýð- ingu. Í kjölfarið var unnt að þróa mótefnapróf til greiningar á veirunni. Nú var unnt að skima blóð í blóðbönkum og lifrarbólga eftir blóðgjöf heyrir sögunni til í flestum heimshlutum. Þessar uppgötv- anir voru líka forsenda þess að unnt væri að þróa lyf gegn veirunni. Þau lyf sem nú eru á markaði hafa valdið byltingu í baráttunni við lifrarbólgu C. Með einfaldri töflumeðferð er nú hægt að lækna nánast alla sem smitaðir eru af veirunni. Þessar framfarir í greiningu og meðferð voru svo forsenda þess að árið 2016 setti Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin þjóðum heims það takmark að útrýma lifrarbólgu C sem meiriháttar heilbrigðisvá fyrir árið 2030. Í því felst að greina 90% og meðhöndla 80% smitaðra með það að markmiði að lækka dánartíðni um 65% og ný- gengi um 80%. Veiting þessara verðlauna er sérstaklega ánægjuleg fyrir okkur hér á Íslandi. Í ársbyrjun 2016 var hrundið af stað meðferðarátaki gegn lifrarbólgu C hér á landi með það að markmiði að bjóða öllum smituðum lyfjameðferð og lækn- ingu og útrýma lifrarbólgu C sem meiriháttar heilbrigðisvá.5 Á fyrstu þremur árum átaksins tókst að meðhöndla meira en 95% allra greindra einstaklinga og stórlækka algengi lifrar- bólgu C í helsta áhættuhópnum, sem er fólk sem sprautar sig með vímuefnum í æð. Árangurinn hér á landi og sú nálgun sem við höfum beitt hefur vakið athygli erlendis og skipað Íslandi í sveit forystuþjóða í baráttunni við þennan skæða sjúkdóm. Heimildir 1. Feinstone SM, Kapikian AZ, Purcell RH, et al. Transfusion-associated hepatitis not due to viral hepatitis type A or B. N Engl J Med 1975; 292: 767-70. 2. Choo QL, Kuo G, Weiner AJ, et al. Isolation of a cDNA clone derived from a blood-borne non-A, non-B viral hepatitis genome. Science 1989; 244: 359-62. 3. Kuo G, Choo QL, Alter HJ, et al. An assay for circulating antibodies to amajor etiologic virus of human non-A, non-B hepatitis. Science 1989; 244: 362-4. 4. Kolykhalov AA, Agapov EV, Blight KJ, et al. Transmission of hepatitis C by intrahepatic inoculation with transcribed RNA. Science 1997; 277: 570-4. 5. Olafsson S, Tyrfingsson T, Runarsdottir V, et al. Treatment as Prevention for Hepatitis C (TraP Hep C) - a nationwide elimination programme in Iceland using direct-acting antiviral agents. J Intern Med 2018; 283: 500-7. The 2020 Nobel Prize in Physiology or Medicine awarded for the discovery of Hepatitis C virus DREGUR ÚR HÆTTU Á KRANSÆÐASJÚKDÓMUM1 HANN LIFÐI AF HJARTAÁFALL — PRALUENT DREGUR ÚR HÆTTU Á NÝJU2,3* Praluent minnkar hættuna á alvarlegum kransæðatilfellum OG ER EINI PCSK9-HEMILLINN SEM SÝNT HEFUR LÆKKUN Í DÁNARTÍÐNI AF HVAÐA ORSÖK SEM ER† í endapunktarannsókn á kransæðasjúkdómum2,4,5 ÁBENDING STAÐFESTUR KRANSÆÐASJÚKDÓMUR* ALVARLEG ÆTTGENG BLÓÐFITUHÆKKUN* Skilyrði Krafa um fyrri meðferð Meðferð með a.m.k. tveimur hagkvæmustu lyfjunum hafa reynst ófullnægjandi eða aukaverkanir leiði til þess að stöðva þurfi notkun þeirra, nema sérstök rök mæli með öðru. Tilgreina skal hvaða lyf hafa verið reynd og í hve langan tíma. Sérkröfur Gildistími umsóknar Fyrirbyggjandi meðferð eftir hjartaáfall fyrir einstakling með LDL-kólesteról ≥2,5 mmól/l* Fyrsta umsókn skal gerð af sérfræðingi með sérþekkingu í hjarta- og æðasjúkdómum. 5 ár Praluent 75 mg og 150 mg stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna Heiti virkra efna: Alirocumab. Ábendingar: Frumkomin kólesterólhækkun í blóði og blönduð blóðfituröskun: Praluent er ætlað, til viðbótar við ákveðið mataræði, til notkunar hjá fullorðnum með frumkomna kólesterólhækkun í blóði (arfblendna ættgenga kólesterólhækkun og kólesterólhækkun sem ekki er arfgeng) eða blandaða blóðfituröskun: í samhliðameðferð með statíni eða statíni með öðrum blóðfitulækkandi meðferðum hjá sjúklingum sem ná ekki viðmiðunarmörkum LDL-kólesteróls með hámarks þolanlegum skammti af statíni eða; í einlyfjameðferð eða samhliða öðrum blóðfitulækkandi meðferðum hjá sjúklingum sem ekki þola statín eða mega ekki nota statín. Staðfestur kransæðasjúkdómur: Praluent er ætlað fullorðnum með staðfestan kransæðasjúkdóm til að draga úr hættu á hjarta og æðasjúkdómum með því að lækka gildi LDL kólesteróls, sem viðbótarmeðferð við leiðréttingu á öðrum áhættuþáttum: í samsetningu með hámarksskammti af statíni sem þolist, með eða án annarri fitulækkandi meðferð, eða; eitt og sér eða í samsetningu með annarri fitulækkandi meðferð hjá sjúkingum sem ekki þola statín eða þegar frábending er fyrir notkun statíns. Sjá SmPC vegna niðurstaðna rannsókna á áhrifum á LDL kólesteról, hjarta og æðatilvik og þýði sem var rannsakað. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Markaðsleyfishafi: sanofi-aventis groupe. Nálgast má upplýsingar um lyfið, fylgiseðil þess og gildandi samantekt á eiginleikum lyfs á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is. Sjá verð á heimasíðu lyfjagreiðslunefndar www.lgn.is. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: 0. Sjá skilyrði til greiðsluþátttöku hér fyrir ofan. Fékk hjartaáfall og fær hámarksskamm t sem þolist af statín i og ezetroli 1,2 Heimildir 1. Samantekt á eiginleikum Praluent frá 05.12.2019, kafli 4.1. 2. Samantekt á eiginleikum Praluent frá 05.12.2019, kafli 5.1. 3. Schwartz GG, Steg PG, Szarek M et al. Alirocumab and Cardiovascular Outcomes after Acute Coronary Syndrome. N Engl J Med. 2018 Nov 29;379(22):2097-2107. 4. Steg PG, Szarek M, Bhatt DL et al. Effect of Alirocumab on Mortality After Acute Coronary Syndromes: An Analysis of the ODYSSEY OUTCOMES Randomized Clinical Trial. Circulation. 2019 Jul 9; 140(2):103-112. 5. Samantekt á eiginleikum Repatha frá 19.11.2019, kafli 5.1. 6. https://www.sjukra.is/media/ vinnnureglur-lyfjaskirteina/Blodfitulaekkandi-lyf_feb-2020.pdf. * Sjá ábendingar á næstu síðu og á www.serlyfjaskra.is, samantekt á eiginleikum lyfs Praluent, kafli 4.1. † Nafngildi var tölfræðilega marktækt eftir stigveldisprófun (hættuhlutfall= 0,85, 95% öryggisbil: 0,73–0,98). Sjá leyfilegt hámarksverð í smásölu, greiðsluþátttöku sjúkratrygginga sem og ávísunarheimildir og afgreiðsluflokk á www.lgn.is. SA IS .A LI .2 0 .0 9. 0 0 0 1 Hörgatúni 2 · 210 Garðabæ · sími 535 7000 · sanofi@vistor.is Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.