Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 24
518 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106
Y F I R L I T
hormóns, styrkur þess hækkar þegar líður að svefntíma og nær
hámarki við innleiðingu svefns en lækkar svo aftur í djúpsvefni
og eftir því sem líður á svefntímann.17 Í djúpsvefni á sér stað losun
vaxtarhormóna sem eru mikilvæg fyrir endurnýjun vefja líkam-
ans og heilinn losar sig við úrgangsefni (b-amyloyid) sem safnast
upp í heila- og mænuvökva í vöku.18 Þeir sem fá ekki nægilegan
djúpsvefn eru útsettari fyrir að þróa með sér ýmsa sjúkdóma eins
og háþrýsting, sykursýki 2, hjarta- og æðasjúkdóma, offitu, kvíða,
þunglyndi og einkenni heilabilunar (alzheimer).19 Þessir einstak-
lingar eru einnig líklegri til að vakna þreyttir að morgni og eiga
oft erfitt með að einbeita sér.20
Helstu orsakir svefnkvartana
Algengt er að fólk leiti til heilsugæslu með svefnkvartanir og er
talið að um 30% fullorðinna hafi einkenni svefnleysis á hverjum
tíma.21,22 Ýmsar ástæður geta legið að baki því að svefn er ekki
nógu góður og má þar nefna slæmar svefnvenjur, svo sem þegar
einstaklingar forgangsraða öðrum þáttum daglegs lífs fram yfir
svefn eða trufla gæði hans til dæmis með neyslu koffíns eða áfeng-
is. Einnig getur geðræn og/eða líkamleg vanlíðan truflað og haft
neikvæð áhrif á reglu, lengd og gæði svefns, sem og ógreindir
svefnsjúkdómar.22 Hver svo sem ástæðan er geta afleiðingar af
óreglulegum og/eða stuttum svefni og lélegum svefngæðum kom-
ið fram í margvíslegum birtingarmyndum með neikvæðum áhrif-
um á heilsu, þar með talið á hjarta- og æðakerfið.2,3,6,9,23-32
Svefngæði
Svefngæði eru ýmist metin huglægt með spurningalistum33 eða
með hlutlægum svefnmælingum sem mæla þá hversu langan
tíma það tekur að sofna (sleep latency: SL), lengd svefntíma (sleep
duration: SD), svefnstig og vökur yfir svefntímann (wake after sleep
svefnsjúkdómar og áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma (tafla I sem
geymd er í greininni á heimasíðu Læknablaðsins).
Svefn
Mælt er með að fullorðið fólk sofi 7-9 klukkustundir á sólarhring.13
Þær ráðleggingar eru byggðar á rannsóknum sem sýnt hafa að
bæði of stuttur og of langur svefn geti haft neikvæð áhrif á heilsu
og að þeir sem reglulega sofa skemur eða lengur en núverandi
ráðleggingar mæla með séu líklegri til að þróa með sér langvinna
sjúkdóma.2,3,5-11 Hversu langur svefntíminn er segir samt ekki alla
söguna því jafnframt þarf að huga að reglu og gæðum svefns-
ins.14-16
Svefn er lífeðlisfræðilega flókið ferli sem meðal annars stjórn-
ast af áhrifum dægursveiflu ljóss á undirstúku heila og uppsöfn-
un á adenosíni í miðtaugakerfi sem veldur aukinni syfju eftir að
einstaklingur hefur verið vakandi í 12-16 klukkustundir. Til inn-
leiðingar á svefni þarf einnig að eiga sér stað ákveðin aðlögun
á líkamsstarfsemi; minnkað ljósmagn hefur áhrif á undirstúku-
heiladinguls-nýrnahettu-öxulinn sem eykur losun melantóníns
og magn kortisóls í blóði lækkar og nálgast lágmarksgildi um
miðnætti. Dægursveiflan hefur einnig áhrif á líkamshita sem
smám saman lækkar þegar svefntími nálgast. Við innleiðingu á
svefni lækkar líkamshitinn enn frekar, öndun og hjartsláttur verða
hægari og reglulegri, ásamt því að blóðþrýstingur lækkar.16,17
Svefntíminn skiptist í mismunandi svefnstig þar sem heil-
brigður svefn einkennist af um það bil 90-120 mínútna löngum
svefntímabilum sem innifela vöku, léttari svefnstig, djúpsvefn og
draumsvefn og er þetta ferli endurtekið nokkrum sinnum (fjórum
til sex sinnum) yfir svefntímann. Hvert svefnstig hefur sitt sér-
kenni og er djúpsvefn ríkjandi fyrri hluta svefntímans en seinni
hluta nætur verður svefninn léttari og draumsvefn meira áber-
andi. Bæði svefn og dægursveiflan hafa áhrif á losun skjaldkirtils-
Mynd 1. Skýringarmynd (Venn) sem sýnir á einfaldan hátt: (a) samspil hreyfingar, nær-
ingar, svefns og heilsu. (b) Samband svefntíma, svefngæða, svefnsjúkdóma og heilsu.
A B