Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - apr. 2020, Side 4

Læknablaðið - apr. 2020, Side 4
179 G. Haukur Guðmundsson, Erlingur Jóhannsson Þrek, holdafar og heilsutengd lífsgæði eftir krabbameinsmeðferð Árlega greinast um 1600 einstaklingar á Íslandi með krabbamein. Fimm ára lifun þeirra hefur aukist undanfarna áratugi og voru 14.744 einstaklingar á lífi í árslok 2017 sem greinst höfðu með krabbamein einhverntíma á lífsleiðinni. Búist er við að sá hópur fólks sem lifir lengi eftir greiningu með krabbamein fari stækkandi. Það er vel þekkt að yfirþyngd og offita eru áhættuþættir fyrir því að greinast með krabba- mein. Jafnvel eru leiddar að því líkur að með minnkuðum reykingum almennings verði yfir- þyngd og offita algengasti áhættuþáttur krabbameina í þróuðum ríkjum. Holdafar fólks getur breyst við krabbameinsmeðferð, en það er algengast að fólk þyngist í meðferðinni og sumir tapa vöðvamassa samhliða því. Aukin líkamsfita virðist fylgja ýmsum gerðum krabbameinsmeðferða, sérstaklega andhormónalyfja vegna brjóstakrabbameina og testósterón-bælandi lyfjameðferðar vegna krabbameina í blöðruhálskirtli. 187 Elín Björk Tryggvadóttir, Sveinn Hákon Harðarson, María Soffía Gottfreðsdóttir Sjónsviðsskerðing við fyrstu hjáveituaðgerð (trabeculetomiu) við gláku Gláka er hrörnunarsjúkdómur í sjóntaug augans. Eina sannreynda meðferðin við gláku byggir á að lækka augnþrýsting og hægja þannig á hraða sjónsviðsskerðingar. Þegar lyfjameðferð dugir ekki eða gláka er langt gengin er skurðaðgerð beitt. Hjáveituaðgerð (trabeculectomy) er algengasta skurðaðgerðin við gláku. Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta alvarleika sjónsviðsskerðingar þegar sjúklingum er vísað í fyrstu hjáveituaðgerð en það hefur ekki verið rannsakað áður á Íslandi. Núgildandi evrópskar leiðbeiningar tilgreina að íhuga eigi skurðaðgerð eða lasermeðferð ef meðferð með tveimur lyfjum hefur ekki haft tilætluð áhrif. Þar sem meirihluti sjúkling- anna í okkar rannsókn var á þremur eða fleiri lyfjum má íhuga hvort þeir hefðu haft hag af því að undirgangast aðgerð fyrr. Rannsóknin sýndi þó ekki fylgni á milli alvarleika sjón- sviðsskerðingar og fjölda glákulyfja en það gæti skýrst af fáum sjúklinga. 172 LÆKNAblaðið 2020/106 F R Æ Ð I G R E I N A R 4. tölublað ● 106. árgangur ● 2020 175 Anna Margrét Halldórsdóttir Tímabundið átak eða framtíðar- lausn? Það má lyfta grettistaki í heilbrigðismálum þegar ógn steðjar og því hljótum við að hætta að sætta okkur við frétta- flutning af „fráflæði- vanda“ Landspítala. Sá vandi er mannanna verk og verkefni stjórnvalda að leysa þau. 177 Margrét Ólafía Tómasdóttir Í auga stormsins Hið fornkveðna: Heil- brigðiskerfið er eins og olíuskip, það tekur langan tíma að beygja út af fyrri stefnu. Ég held það hljóti hér með að vera afsannað. z L E I Ð A R A R COVID-19 Í HÖRPU Starfsfólk Heilsugæslunnar í Efra- Breiðholti var mætt í bílakjallarann í Hörpu sunnudaginn 22. mars til þess að taka sýni úr ökumönnum og far- þegum bíla sem áttu pantaðan tíma. Bílaröð hlykkjaðist hægt og varlega gegnum rýmið og undraverur í búning- um munduðu sótthreinsaða pinna til að fiska upp sýni úr koki og nefholi fólks- ins. - Fáheyrðar aðstæður og líktust helst kvikmyndatöku fyrir einhvern villt- an framtíðartrylli en var engu að síður ískaldur raunveruleikinn sjálfur. VS Ljósmynd/Anton Brink.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.