Læknablaðið - Apr 2020, Page 12
180 LÆKNAblaðið 2020/106
R A N N S Ó K N
aðarhætti.5,25,26 Það getur verið flókið að leggja mat á hreyfivenjur
fólks svo vel sé og því er oft nákvæmara að mæla þrek til að meta
þann þátt heilsu.27 Sex mínútna gönguprófið (6MWT) hefur verið
gagnreynt til að meta þrek án hámarksákefðar fyrir heilbrigða28 og
fólk með krabbamein.29
Persónuleiki D er samansafn persónueinkenna sem skiptast í
tvo undirflokka, annars vegar tilhneigingar til neikvæðrar líðan-
ar og hins vegar félagslegar hömlur.30 Rannsóknir á persónuleika
D hafa sýnt fram á verri upplifun á heilsu og lakari horfur fólks
sem greinist með ýmsa sjúkdóma.30,31 Þar á meðal hefur fólk með
krabbamein og persónuleika D reynst vera við verri heilsu32 og
lifa við skertari lífsgæði33 en þeir sem mælast ekki með þennan
persónuleika, en greinast með sama sjúkdóm.
Rannsóknarspurningar eru tvær: Í fyrsta lagi að mæla þrek,
holdafar og heilsutengd lífsgæði hjá fólki sem hefur lokið við
læknismeðferð vegna krabbameina undanfarin 10 ár, og í öðru
lagi að athuga hvort þrek hafi fylgni við holdafar og heilsutengd
lífsgæði einnig hjá fólki sem hefur lokið við læknismeðferð vegna
krabbameina. Fyrri rannsóknartilgáta okkar var að heilsufars-
þættir eins og þrek, holdafar, og heilsutengd lífsgæði hjá fólki sem
hefur gengið í gegnum og lokið við krabbameinsmeðferð séu ekki
í aðalatriðum frábrugðnir því sem gengur og gerist hjá almenn-
ingi. Seinni rannsóknartilgátan okkar var að þrek hafi marktæka
fylgni við heilsufarsþætti eins og holdafar og heilsutengd lífsgæði
hjá einstaklingum sem hafa lokið við krabbameinsmeðferð.
Efniviður og aðferðir
Þátttakendur
Óskað var eftir sjálfboðaliðum til þátttöku í gegnum póstlista
Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar fyrir fólk sem greinst hefur
með krabbamein og aðstandendur þess. Fjöldapóstur var send-
ur út og fólk gat boðið sig fram til þátttöku. Eins var fjallað um
rannsóknina í blaðagrein og buðu nokkrir sjálfboðaliðar sig fram
í kjölfar þeirrar umfjöllunar.
Skilyrði fyrir þátttöku: Þátttakendur máttu vera af báðum kynj-
um, 18 ára eða eldri. Þeir þurftu að hafa lokið við læknismeðferð
vegna krabbameins minnst einum mánuði og mest 10 árum fyr-
ir þátttöku. Mikilvægt var að allir þátttakendur þurftu einnig að
vera álitnir læknaðir af krabbameininu eða í sjúkdómshléi frá því
og því ekki með virkan sjúkdóm svo vitað væri. Konur sem voru
enn í andhormónameðferð vegna brjóstakrabbameina máttu taka
þátt, ef allri annarri meðferð var lokið. Fólki sem hafði lokið við
læknismeðferð sem var upprunalega ætluð gegn krabbameinum
en er einnig notuð gegn öðrum sjúkdómum, til dæmis lifrarbólgu
eða gigtarsjúkdómum, var ekki boðin þátttaka ef það hafði ekki
greinst með krabbamein og fengið meðferðina vegna þess. Vís-
indasiðanefnd samþykkti framkvæmd rannsóknarinnar (VSN
13-090) og rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar (tilvísun
S6316/2013).
Framkvæmd
Mælingar fóru fram 2013 í húsnæði Styrks – sjúkraþjálfunar. Sjálf-
boðaliðar höfðu samband við rannsakanda til að skrá sig til þátt-
töku. Fyrir komu voru þátttakendur hvattir til að borða hvorki mat
né neyta koffíns í að minnsta kosti eina klukkustund fyrir rann-
sóknina. Þeir voru einnig hvattir til að mæta í léttum fatnaði, til
dæmis íþróttafötum og íþróttaskóm. Þátttakendur byrjuðu á því
að lesa upplýsingar um rannsóknina og þátttöku í henni. Hvort
þeir tóku þátt eða hættu við þátttöku, hafði á engan hátt áhrif á
þá þjónustu eða þær upplýsingar sem þeir áttu rétt á. Enginn þátt-
takandi hætti við þátttöku eftir skráningu. Eftir að hafa skrifað
undir upplýst samþykki svöruðu þátttakendur spurningalistum
um heilsutengd lífsgæði (SF-36v2 og EQ-5D-3L), ásamt spurninga-
lista um persónueinkenni (DS14). Eftir að þátttakendur höfðu setið
í að minnsta kosti 10 mínútur við að svara spurningum var blóð-
þrýstingur mældur tvisvar til þrisvar sinnum. Næst var fyrri um-
ferðin af þrekmælingu með 6MWT framkvæmd án upphitunar.
Þar á eftir voru hæð og þyngd skráð og LÞS reiknaður. Svo voru
framkvæmd jafnvægispróf og spurt spurninga sem tengdust jafn-
vægi, en ekki verður fjallað um hér. Síðan var gerð fjögurra punkta
fitumæling með húðfellingaklípu og ummál mittis og mjaðma
mælt. Eftir það svöruðu þátttakendur spurningum um lífsstíl,
heilsufar, krabbameinsgreiningu sína og meðferð vegna hennar.
Hvorki verður fjallað um lífsstíl né sjúkdóma aðra en krabbamein
sem þátttakendur voru að kljást við í þessari grein þrátt fyrir að
það hafi verið hluti af heildarrannsókninni. Að lokum var seinni
umferðin af 6MWT framkvæmd, um 45-60 mínútum eftir að fyrri
umferðinni hafði verið lokið. Að þátttöku lokinni gátu þeir sem
óskuðu þess fengið niðurstöður úr holdafars- og þrekmælingum.
Spurningalistar
Heilsutengd lífsgæði: Notaðir voru spurningalistarnir SF-36v2
og EQ-5D-3L til að meta heilsutengd lífsgæði. Þeir spurningalist-
ar hafa verið þýddir og staðfærðir fyrir íslenskt þýði og notaðir
af heilbrigðisstofnunum hér á landi. SF-36v2 gefur tvo lífsgæða-
stuðla, annan fyrir líkamleg lífsgæði (PCS) og hinn fyrir geðræn
lífsgæði (MCS), ásamt 8 undirflokkum. EQ-5D-3L metur 5 þætti
líkamlegra og geðrænna lífsgæða, ásamt því að notast við sjón-
rænan kvarða sem gefur alhliða mat á eigin heilsu.
Persónuleiki D: Spurningalistinn DS14 metur hvort viðkom-
andi sé með persónuleika D með því að mæla tilhneigingu til
neikvæðrar líðanar og félagslegar hömlur. Til þess að teljast vera
með persónuleika D, þarf þátttakandi að skora 10 stig eða hærra í
báðum undirflokkunum. DS14 spurningalistinn hefur verið þýdd-
ur og staðfærður fyrir íslenskt þýði og notaður við rannsóknir hér
á landi.
Hreyfivenjur: Einnig var spurt um hreyfivenjur, þar var byggt
á íslenskri útgáfu af Nordic monitoring of diet, physical activity
and overweight frá árinu 2011, menntun, atvinnu; krabbamein,
krabbameinsmeðferð; aðra sjúkdóma og að lokum voru gerðar
mælingar á líkamlegu jafnvægi og skynjun. Ekki verður farið yfir
niðurstöður úr þeim spurningum og mælingum í þessari grein.
Mælingar
Blóðþrýstingur var mældur með OMRON M2 blóðþrýstingsmæli.
Hver einstaklingur var mældur tvisvar til þrisvar sinnum. Ef blóð-
þrýstingur mældist ítrekað yfir 145 mmHg í systólískum þrýstingi
og/eða yfir 95 mmHg í díastólískum þrýstingi, var það frábending
fyrir þátttöku, eða ef hjartsláttartíðni í hvíld mældist ítrekað yfir
100 slögum á mínútu, að því undanskildu að samþykki fengist frá
lækni til að ljúka þátttöku annan dag.
Þrek var metið með 6MWT sem var framkvæmt á 30 m löng-
um gangi merktum með eins metra millibili og farið að ráðum
American Thoracic Society.28 Þátttakendur áttu að ganga eins hratt