Læknablaðið - apr 2020, Qupperneq 14
182 LÆKNAblaðið 2020/106
R A N N S Ó K N
Heilsufarsmælingar og persónuleiki D
Tafla II sýnir meðaltal og staðalfrávik á aldri, holdafari, þreki og
samfelldum niðurstöðum úr spurningalistum um heilsutengd
lífsgæði. Þrátt fyrir mun á fjölda kvenna og karla var marktækur
munur á þeim breytum sem þykja eðlilegar á milli kynja, það er
þyngd, mittismáli og fituprósentu.
Tafla III sýnir fjölda þátttakenda innan og utan æskilegra við-
miða um holdafar. Tafla III sýnir einnig hversu margir þátttak-
endur skoruðu yfir 10 í öðrum hvorum undirþætti persónuleika
D og hversu margir voru með persónuleika D. Enginn þátttakandi
var undir kjörþyngd (LÞS <18,5 kg/m2) og því er ekki gert ráð fyr-
ir þeim möguleika í töflunni. Meðaltal LÞS þátttakenda var yfir
kjörþyngd (LÞS >25,0 kg/m2) hjá báðum kynjum. Yfir 70% kvenna
var með mittisummál yfir viðmiðunarmörkum og rúmlega helm-
ingur karla var með hlutfall milli ummáls mittis og mjaðma yfir
viðmiðunarmörkum. Um helmingur þátttakenda var með hlut-
fall líkamsfitu af heildarþyngd yfir viðmiðunarmörkum. Tæp-
lega 14% þátttakenda mældust með persónuleika D, þrátt fyrir að
27,5% og 35,0% mældust með 10 stig í öðrum hvorum undirflokki
persónuleika D.
Tengsl þreks, holdafars og heilsutengdra lífsgæða
Töflur IV, V og VI sýna fylgnistuðla milli þreks, holdafars og
heilsutengdra lífsgæða. Tafla IV sýnir að marktæk fylgni fannst á
niðurstöðum úr 6MWT við alla þætti holdafars, ásamt marktækri
fylgni milli allra mælinga á holdafari innbyrðis sín á milli. Tafla V
sýnir að 6MWT og holdafar hafa marktæka fylgni við ýmsa þætti
heilsutengdra lífsgæða karla. Tafla VI sýnir að 6MWT hefur mark-
tæka fylgni við alla þætti heilsutengdra lífsgæða kvenna, nema
getu til sjálfsumönnunar og athafnir daglegs lífs (ADL)við kvíða. Í
töflu VI sést einnig að holdafar hefur fylgni við ýmsa þætti heilsu-
tengdra lífsgæða kvenna. Í öllum tilfellum hefur 6MWT hærri
fylgni við þá þætti en holdafarsmælingarnar, nema í ADL, þar sem
LÞS hefur meiri fylgni við þann þátt en 6MWT hefur. Í öllum til-
fellum þar sem marktæk fylgni (p<0,05) fannst við 6MWT, var það
á þann veg að hátt skor í 6MWT tengdist hagstæðari eða heilsu-
samlegri niðurstöðum annarra mælinga. Útreikningar sýndu
einnig að 6MWT hafði fylgni við öll áðurnefnd atriði óháð aldri og
að gengin vegalengd í 6MWT sagði meira til um það hvernig fólk
skoraði í heilsutengdum lífsgæðum heldur en aldur viðkomandi
einn og sér, eða þegar fylgni var reiknuð milli 6MWT og heilsu-
tengdra lífsgæða, með tilliti til aldurs.
Umræða
Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu fylgni þreks við bæði
heilsutengd lífsgæði og holdafar. Rúmlega tveir af hverjum þrem-
ur þátttakendum mældust með einhvern þátt holdafars yfir við-
miðunarmörkum.12 Heilsutengd lífsgæði þátttakenda voru al-
mennt í meðallagi.37 Einungis um 14% þátttakenda mældust með
persónuleika D. Þegar allt kemur til alls sýndi þessi rannsókn að
í flestum tilfellum virðist gengin vegalengd í 6MWT hafa hærri
fylgnistuðul við heilsutengd lífsgæði heldur en holdafar fólks,
með áðurnefndri undantekningu á fylgni milli LÞS og getu til
að sinna ADL. Af holdafarsmælingum virðist almennt vera meiri
fylgni á milli mittisummáls eða hlutfalls milli ummáls mittis og
mjaðma og heilsutengdra lífsgæða, en LÞS eða fituprósentu við
heilsutengd lífsgæði. Það kemur ekki á óvart að mikil fylgni finnst
á milli ólíkra þátta holdafars, því að sumu leyti er verið að mæla
mjög skyld, eða jafnvel sömu atriði á ólíka vegu. Til dæmis eru
líkur á að manneskja með háan LÞS sé einnig með háa fitupró-
sentu, eða að manneskja með háa fituprósentu sé einnig með auk-
ið mittisummál.
Holdafar
Hátt í þrjár af hverjum fjórum konum voru með mittisummál
yfir viðmiðunarmörkum WHO.34 Um tveir af hverjum þremur
körlum voru yfir kjörþyngd38 og um helmingur þátttakenda var
með fituprósentu hærri en viðmiðunarmörk fyrir hvort kyn um
sig.36,39 Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt hvað getur legið að baki
þessu, þar á meðal þyngd yfir kjörþyngd fyrir greiningu með
krabbamein;5 þyngdaraukning samhliða krabbameinsmeðferð3,4,6
og þyngdaraukning eftir meðferðarlok.4,9 Vísbendingar eru um
að líðan og heilsa fólks sem greinst hefur með krabbamein, verði
fyrir meiri neikvæðum áhrifum af völdum yfirþyngdar og offitu,
heldur en líðan og heilsa fólks sem ekki hefur greinst með krabba-
mein.12-14 Því er mikilvægt að rannsaka enn frekar hvað veldur og
hvað hægt sé að gera til að sporna gegn því að fólk sé yfir við-
miðunarmörkum um holdafar eftir greiningu með krabbamein.
Slík þekking gæti bætt heilsufar og horfur fólks á víðtækan hátt,
væri hægt að grípa inn í þegar við á til að sporna gegn neikvæðum
breytingum á holdafari.
Heilsutengd lífsgæði
Heilsutengd lífsgæði þátttakenda voru innan viðmiðunarmarka
fyrir fríska einstaklinga, sem eru 50 stig ± 10 stig fyrir PCS og MCS
hvort um sig í SF-36v2 spurningalistanum.37 Þátttakendur gáfu al-
mennri heilsu sinni að meðaltali 7,7 stig af 10 mögulegum í EQ-
Tafla III. Fjöldi þátttakenda innan viðmiðunarmarka holdafarsmælinga og DS14
Konur
n (%)
Karlar✦
n (%)
Alls
n (%)
Kjörþyngd 32 (49,2) 5 (35,7) 37 (46,8)
Yfirþyngd 26 (40,0) 7 (50,0) 33 (41,8)
Offita 7 (10,8) 2 (14,3) 9 (11,4)
Mitti innan marka 18 (27,7) 9 (60,0) 27 (22,8)
Mitti yfir mörkum 47 (72,3) 6 (30,0) 53 (66,3)
Hlutfall mittis og mjaðma innan
marka 37 (56,9) 7 (46,7) 44 (55,0)
Hlutfall mittis og mjaðma yfir
mörkum 28 (43,1) 8 (53,3) 36 (45,0)
Fituhlutfall innan marka 31 (47,7) 8 (53,3) 39 (48,8)
Fituhlutfall yfir mörkum 34 (52,3) 7 (46,7) 41 (51,2)
DS14 NA <10 48 (73,8) 10 (66,7) 58 (72,5)
DS14 NA >9 17 (26,2) 5 (33,3) 22 (27,5)
DS14 SI <10 44 (67,7) 8 (53,3) 52 (65,0)
DS14 SI >9 21 (32,3) 7 (46,7) 28 (35,0)
Ekki með persónuleika D 57 (87,7) 12 (80,0) 69 (86,3)
Með persónuleika D 8 (12,3) 3 (20,0) 11 (13,8)
✦skráning á þyngd eins þátttakanda var ófullnægjandi og því ekki notuð við útreikninga
sem hafa með þyngd að gera.
Skammstafanir og útskýringar: DS14 (spurningalisti sem metur persónuleika D), NA
(tilhneiging til neikvæðrar líðanar), SI (félagslegar hömlur).