Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - apr 2020, Qupperneq 17

Læknablaðið - apr 2020, Qupperneq 17
LÆKNAblaðið 2020/106 185 R A N N S Ó K N upp heilsu sína, umfram fólk sem hefur greinst með krabbamein og ekki nýtt sér endurhæfingu vegna krabbameinsgreiningar og -meðferðar. Því er frekari rannsókna þörf til að sýna fram á stöðu þreks, holdafars, heilsutengdra lífsgæða, persónueinkenna og fleiri þátta heilsufars hjá þessum vaxandi samfélagshópi, sé ætlunin að aðstoða hann betur við að byggja upp heilsu sína og veita þjónustu sem er sniðin að þörfum þeirra sem greinast með krabbamein. Loks er það veikleiki að við túlkun á niðurstöðum er fyrst og fremst notast við viðmið og viðmiðunarmörk en segja má að það hefði verið sterkara að bera saman þessar mælingar við mælingar gerðar á heilbrigðu fólki af sama kyni/á sama aldri og með svipað holdafar. Fyrst þetta var ekki gert verða mælingarnar eingöngu lýsandi fyrir viðkomandi rannsóknarhóp. Ályktun Holdafar þátttakendanna, sem allir höfðu lokið við krabba- meinsmeðferð, var almennt ekki innan viðmiðunarmarka og gæti leitt til kvilla og sjúkdóma sem að öllum líkindum mætti koma í veg fyrir. Þau viðmiðunarmörk sem hér um ræðir eru LÞS, um- mál mittis og fituprósenta samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Gott þrek þátttakenda sýndi jákvæð tengsl við holdafar og lífsgæði sem ótvírætt undirstrikar mikilvægi reglulegrar hreyfingar fyrir þátttakendur. Aðrir mældir þættir, eins og heilsutengd lífsgæði, voru innan viðmiðunarmarka fyrir heilbrigða einstaklinga og persónuleiki D var heldur lægri en gengur og gerist í öðrum rann- sóknum. Þakkir Þakkir fá allir þeir sem tóku þátt í rannsókninni, ásamt þeim sem sýndu þátttöku áhuga. Sérstakar þakkir fá Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þess, fyrir aðstoð við að fá þátttakendur; Styrk- ur – sjúkraþjálfun, fyrir að veita endurgjaldslaust aðgengi að hús- næði og búnaði til að framkvæma rannsóknina; Helgi Sigurðsson krabbameinslæknir, fyrir leiðsögn um uppsetningu, framkvæmd og úrvinnslu rannsóknarinnar og Erla Hlynsdóttir, blaðamað- ur, fyrir að vekja athygli á rannsókninni í blaðagrein. Einnig fá Svandís Sigurðardóttir sjúkraþjálfari og Þórarinn Sveinsson líf- eðlisfræðingur þakkir fyrir aðstoð við undirbúning á rannsókn- inni, sem og Alfons Ramel næringarfræðingur, Hans Haraldsson verkefnastjóri og Heiða María Sigurðardóttir vísindamaður, fyrir aðstoð við tölfræðiúrvinnslu, og Hólmfríður Hemmert Sigurðar- dóttir sjúkraþjálfari, fyrir upplýsingar, kennslu og aðstoð við framkvæmd á jafnvægisprófum. Introduction: Five-year survival of people diagnosed with cancer has increased in past decades. Knowledge of the long-term effects of cancer treatment on fitness, body composition and health related quality of life (HR-QoL) is important for cancer patients. The study aimed to evaluate body composition, HR-QoL and personality D of people post cancer treatment in the last 10 years; and to observe whether fitness was correlated with body composition and HR-QoL amongst them. Material and methods: Eighty participants 25 - 77 y/o of both genders in remission from cancer answered questionnaires on HR-QoL (SF-36v2 and EQ-5D-3L), personality D (DS14), general health, lifestyle and cancer treatment. Participants had their blood pressure measured, conducted the 6-minute walk test (6MWT) and had their body composition meas- ured: body mass index, body fat percentage, waist and hip circumfer- ences. SPSS was used for statistical analysis. Results: Approximately 2/3 of the participants had body composition over recommended values. Over half were overweight or obese. 66.3% had waist circumference over recommended values and 45.0% had waist/hip ratio over recommended values. 6MWT average distance was 634 m +/- 83 m. Significant correlation (p<0.05) was found between 6MWT and body composition and most categories of HR-QoL. Increased fitness correlated with better body composition and higher HR-QoL. Only 13.8% of participants showed personality D. Conclusion: Cancer survivor‘s body composition is generally not at its best. It is important that people diagnosed with cancer are informed on the importance of healthy body composition. Fitness is an indicator for HR-QoL and body composition of cancer survivors. Key words: Cancer, fitness, body composition, quality of life, persona- lity D. Fitness, body composition and quality of life following cancer treatment ENGLISH SUMMARY 1Center for Sport and Health Science, School of Education, University of Iceland, Reykjavik, Iceland, 2Ljósið - Cancer Rehabilitation and support centre for cancer patients and their families, 3Department of Sport and Physical Activity, Western Norway University of AppliedSciences, Bergen, Norway. Key words: Cancer, Fitness, Body Composition, Health Related Quality of Life, Type D Personality. Correspondence: Erlingur Jóhannsson, erljo@hi.is DOI: 10.17992/lbl.2020.04.575 G. Haukur Guðmundsson1,2 Erlingur Jóhannsson1,3

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.