Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - apr. 2020, Side 22

Læknablaðið - apr. 2020, Side 22
190 LÆKNAblaðið 2020/106 R A N N S Ó K N í okkar rannsókn. Í þeirri rannsókn voru sjúklingar með afleidda gláku, svo sem flögnunargláku, útilokaðir.16 Í okkar rannsókn reyndust sjúklingar með flögnunargláku hafa minni sjónsviðs- skerðingu en sjúklingar með frumgleiðhornagláku. Þannig hefði meðaltal sjónsviðsskerðingar verið hærra í okkar rannsókn ef sjúk- lingar með flögnunargláku hefðu verið útilokaðir eins og í bresku rannsókninni. Í þessum samanburðarrannsóknum var notast við Humphrey- sjónsviðsrannsókn en MD niðurstöður þeirrar rannsóknar eiga að vera samanburðarhæfar við Octopus-sjónsviðsrannsóknina sem notast var við í okkar rannsókn. Rannsóknir hafa þó sýnt að við meiri sjónsviðsskerðingu geti Octopus sýnt hærri MD og munur- inn á sjónsviðsskerðingu á milli okkar og ofangreindra rannsókna því hugsanlega ekki eins mikill og þessar tölur gefa til kynna.17 Rannsókn okkar náði einungis til sjúklinga sem undirgengust einangraða hjáveituaðgerð á rannsóknartímabilinu en sjúklingar sem undirgengust augasteinaskipti samtímis voru útilokaðir. Það var gert vegna þess að ský á augasteini getur aukið MD-gildi sjón- sviðsrannsóknarinnar og hefðu sjúklingar þá getað verið metnir með meiri sjónsviðsskerðingu en þá sem orsökuð var af gláku sjúklingsins.15,18 Ef þessi sjúklingahópur hefði verið tekinn með í rannsóknina hefði meðaltal mældrar sjónsviðsskerðingar því hugs- anlega verið hærra. Rannsókn Montolio15 og rannsókn Jiang16 sýna meðaltal sjónsviðsskerðingar fyrir sjúklinga sem undirgengust einangraða hjáveituaðgerð á meðan hluti sjúklingaþýðisins í öðr- um samanburðarrannsóknum undirgekkst samsetta aðgerð.11,14 Val á sjúklingaþýði hefur vafalaust áhrif á samanburð ransókn- anna en sjónsviðsskerðingin í okkar rannsókn er það mikið meiri en í erlendum samanburðarrannsóknum að val á þýði og tækja- búnaði skýrir naumast þennan mun. Sjúklingar með alvarlega sjónsviðsskerðingu voru marktækt eldri og höfðu lægri augnþrýsting samanborið við sjúklinga með miðlungsalvarlega og milda skerðingu. Munurinn á augn- þrýstingnum var ekki tölfræðilega marktækur en það gæti skýrst af of fáum sjúklingum í hópunum. Niðurstöðurnar geta bent til þess að mikil áhersla sé lögð á háan augnþrýsting sem ábendingu fyrir aðgerðarþörf en ef til vill of lítil áhersla á sjónsviðsskerðingu og þunna hornhimnu. Lágt hlutfall augna með lágþrýstingsgláku sem vísað er í aðgerð kann að benda til hins sama. Einungis 2% augna í rannsókninni höfðu greininguna lágþrýstingsgláku en í íslenskri faraldsfræðirannsókn (Reykjavíkurrannsóknin19) reynd- ust 31% augna með gleiðhornagláku hafa lágþrýstingsgláku. Niðurstöður Reykjavíkurrannsóknarinnar bentu einnig til þess að þrýstingsmælingar hafi haft meira vægi í meðferð gláku hér á landi en mat á ástandi sjóntaugar.20 Eins og klínískar leiðbeiningar leggja áherslu á er mikilvægt að glákusjúklingum sé fylgt eftir með sjónsviðsrannsókn og klínísku mati á sjóntaug til að hægt sé að greina þá sjúklinga betur og fyrr sem hafa hraða versnun þrátt fyr- ir meðferð.8,13 Flögnunargláka er afbrigði gláku þar sem trefjaagnir setjast inn í fremri hluta augans og stífla frárennsliskerfi augnvökvans og hækka þannig augnþrýsting.21 Flögnunarheilkenni er mjög algengt á Norðurlöndum22,23 og í okkar rannsókn var hlutfall þess hátt, eða 30%, samanborið við 6% í belgískri rannsókn.4 Rannsóknir hafa sýnt að flögnunarheilkenni er áhættuþáttur fyrir nýgengi og versn- un á gláku.24 Hér á landi er fyrr gripið inn í með skurðaðgerð hjá sjúklingum með flögnunargláku samanborið við sjúklinga með frumgleiðhornagláku en þeir fyrrnefndu höfðu marktækt minni sjónsviðsskerðingu við tilvísun í skurðaðgerð. Það stafar líklega af því að þessi tegund gláku veldur oft hærri augnþrýstingi líkt og rannsókn okkar sýndi, lyfjameðferð er oft ekki jafn áhrifarík og algengara er að sjúklingarnir þurfi skurðaðgerð.25,26 Meðferð gláku er framkvæmd í þrepum og er oftast hafin sem einlyfjameðferð í dropaformi og frekari meðferð bætt við þar til markþrýstingi er náð.8,13,27 Okkar rannsókn sýnir að augnlæknar hér á landi haga meðferð sinni samkvæmt slíku þrepakerfi þar sem 92% sjúklinganna voru á fjöllyfjameðferð. Sjúklingarnir notuðu að meðaltali 3,0 lyf sem er sambærilegt við niðurstöður Montolios og félaga (3,0)15 og niðurstöður Foulsham og félaga þar sem sjúklingar sem komu með tilvísun frá almennum augnlæknum notuðu að meðaltali 2,9 lyf.11 Sjúklingar sem sinnt var af glákusérfræðing- um voru hins vegar á færri lyfjum þegar þeim var vísað í aðgerð og sýndu minni versnun á endurteknum sjónsviðsprófum.11 Í belgískri rannsókn Bertrand og félaga tóku sjúklingarnir heldur færri lyf (2,1) við tilvísun í aðgerð.4 Núgildandi evrópskar leiðbein- ingar tilgreina að íhuga eigi skurðaðgerð eða lasermeðferð ef með- ferð með tveimur lyfjum hefur ekki haft tilætluð áhrif.8,13 Þar sem meirihluti sjúklinganna í okkar rannsókn var á þremur eða fleiri lyfjum má íhuga hvort þeir hefðu haft hag af því að undirgangast aðgerð fyrr. Rannsóknin sýndi þó ekki fylgni á milli alvarleika sjónsviðsskerðingar og fjölda glákulyfja en það gæti skýrst af of lágum fjölda sjúklinga. Í nýjustu útgáfu breskra leiðbeininga um meðferð gláku er mælst til þess að hjáveituaðgerð sé íhuguð sem fyrsta meðferð hjá sjúklingum með umtalsverðan sjónsviðsskaða við greiningu.8 Samkvæmt stórri samanburðarrannsókn vegnaði sjúklingum með umtalsverða sjónsviðsskerðingu við greiningu betur hvað varðar augnþrýsting og hraða sjónsviðsskerðingar ef þeir undirgengust hjáveituaðgerð samanborið við lyfjameðferð.10 Þar sem rúmlega helmingur sjúklinganna í okkar rannsókn hafði alvarlega sjón- sviðsskerðingu við tilvísun í aðgerð má íhuga hvort hluti þessara sjúklinga hefði haft hag af snemmíhlutun með skurðaðgerð. Þessi viðbót við leiðbeiningarnar er nýleg og var ekki í þeim leiðbein- ingum sem voru í gildi á rannsóknartímanum. Þetta er þó vert að hafa í huga við meðhöndlun glákusjúklinga í framtíðinni. Styrkur og veikleikar Styrkur þessarar rannsóknar er að hún nær til heillar þjóðar og tek- ur til allra sjúklinga á Íslandi sem gengust undir fyrstu hjáveitu- aðgerð á rannsóknartímabilinu. Veikleiki rannsóknarinnar er að hún er afturskyggn og byggir á skráningu í sjúkraskrá sem getur verið ábótavant. Aðalmarkmiðið var að skoða sjónsviðsskerðingu við tilvísun í aðgerð og fengust þær uppýsingar við yfirferð á niðurstöðum sjónsviðsrannsókna og því engin skráningarskekkja í þeim upplýsingum. Lokaorð Fjölbreyttur hópur sjúklinga með misalvarlega sjónsviðsskerðingu gekkst undir fyrstu hjáveituaðgerð vegna gláku á rannsóknar- tímabilinu. Eins og alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar mæla

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.