Læknablaðið - apr. 2020, Side 27
LÆKNAblaðið 2020/106 195
F R É T T A S Í Ð A N
Bakvarðasveitin
vex og vex
Alls 680 mynduðu bakvarðasveit heilbrigðiskerfisins 25.
mars síðastliðinn. Lækna- og hjúkrunarfræðinemum var
þann dag boðið að taka þátt í bakvarðasveit heilbrigðis-
starfsfólks vegna COVID-19-faraldursins.
Alma Möller landlæknir sagði þau þurfa að skrá á
hvaða ári þau væru og hvaða reynslu þau hefðu. „Síð-
an er það stofnananna að úthluta þeim verkefnum við
hæfi,“ sagði hún. „Þar þarf að meta hvort eigi að sækja
um tímabundið lækningaleyfi fyrir læknanemana.“ Þetta
kom fram á daglegum fundi Almannavarna og Embættis
landlæknis.
Læknar afgreiði
ekki lyf umfram þörf
„Við hvetjum lækna og apótek að afgreiða ekki lyf umfram það sem
áður hefur verið gert,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri
Lyfja stofnunar, nú í uppgangi kórónufaraldursins COVID-19. Stofnunin
hafi tryggt samvinnu við dreifingaraðila á heildsölu- og smásölustigi til
að sporna við lyfjaskorti.
„Við fylgjumst mjög grannt með stöðu mála á hverjum degi,“ segir
hún og höfðar einnig til almennings að sýna samfélagslega ábyrgð og
hamstra ekki lyf. Hún segir það tilhneigingu hjá fólki að hamstra lyf
rétt eins og mat.
„Ef allir láta sem allt sé eðlilegt verða engin vandkvæði. Við erum
að fá lyf inn í landið og lyf fara ekki héðan út. En ef fólk hamstrar fjúka
allar áætlanir út um gluggann.“
Aðeins helmingur skurðstofa á Landspít-
ala við Hringbraut hafa verið í notkun
frá 17. mars og enn færri af skurðstofum
í Fossvogi. Lokun skurðstofa spítalans er
liður í að bregðast við óvissuástandinu
vegna COVID-19-faraldursins. Aðgerðir
hafa verið gerðar langt fram á kvöld og
um helgar til að stytta biðlista fyrir lokan-
irnar.
„Helsta ástæðan er sú að teymum
skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga
hefur verið skipt í tvennt þannig að hóp-
arnir vinna sinn daginn hvor. Með þessu
er verið að minnka líkur á því starfsemin
lamist, komi upp sýking hjá starfsfólki,“
segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og
lungnaskurðlæknir og prófessor, í samtali
við Læknablaðið. Afar brýnt sé að afstýra
því að vandinn verði eins og á sjúkrahús-
um á Norður-Ítalíu.
„Gjörgæslur á spítölum á Norður-Ítalíu
eru algjörlega sprungnar og pakkaðar af
sjúklingum með COVID-19-sýkingar sem
þurfa meðferð í öndunarvél. Þeir hafa
þurft að breyta skurðstofum og göngu-
deildum í gjörgæslurými og eru í miklum
vandræðum með bráðaaðgerðir á sjúkling-
um sem ekki eru COVID-19-smitaðir,“ seg-
ir hann. „Það viljum við ekki að gerist hér
og því mikilvægt að vera við öllu búinn.“
Hann bendir á að hugsanlega þurfi að
loka enn fleiri skurðstofum, leggist fleiri
sjúklingar smitaðir af COVID-19 inn á
spítalann. „Ástandið nú án frekari lokana
er svipað og við sumarlokanir skurðstofa,“
segir hann og tekur fram að allar bráða-
aðgerðir séu framkvæmdar sem og þær
sem þoli ekki mikla bið, eins og vegna
krabbameina.
„Þetta er mikið óvissuástand og enginn
veit hvernig málin þróast og hvar við
erum nákvæmlega á hverjum tíma í kúf
COVID-veirunnar, en mér finnst margt
hafa gengið vel hingað til hér á landi,“
sagði hann viku fyrir mánaðamót.
Tómas telur ekki enn ástæðu til þess
að færa skurðaðgerðir til nágranna-
sjúkrahúsa. „En slík staða gæti komið upp
síðar ef mikið berst af COVID-19-sjúkling-
um inn á Landspítala.“
Hann hefur áhyggjur af starfsfólki en
hátt í 200 þeirra séu í sóttkví. „Það er því
afar brýnt að lækna- og hjúkrunarnemar
séu áfram í klínísku námi á spítalanum,
því kraftar þeirra gætu nýst síðar í far-
aldrinum,“ segir hann og að sjónarmiðið
vegi þyngra en að af þeim stafi aukin
smithætta.
Skorið á laugardegi. Tómas Guðbjartsson, Kristín
Hlín Pétursdóttir, Ástríður Jóhannesdóttir, Arn-
fríður Gísladóttir, Elín Bergmundsdóttir, Tómas
Magnason, Jóhanna Jónsdóttir og Þórhildur Þór-
isdóttir. Mynd/aðsend
Skurðstofurnar
skornar niður um
meira en helming
Meira en helmingi skurðstofa á
Landspítala hefur verið lokað vegna
COVID-19-faraldursins. Tómas
Guðbjartsson skurðlæknir segir
að flestar valaðgerðir séu nú út af
borðinu