Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Apr 2020, Page 28

Læknablaðið - Apr 2020, Page 28
 196 LÆKNAblaðið 2020/106 Ertu með hugmynd að dagskrá fyrir Læknadaga 18.-22. janúar 2021? Þeir sem vilja leggja til efni í dagskrá Læknadaga eru beðnir að fylla út umsóknarblað á innra neti Læknafélagsins og senda til Margrétar Aðalsteinsdóttur margret@lis.is fyrir 11. maí næstkomandi. LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS - MAIN LOGO + 100 YEARS ANNIVERSARY LOGO LÆKNABLAÐIÐ KALLAR Læknablaðið kallar eftir efni um COVID-19 á Íslandi. Blaðið vill taka þátt í að útbúa og skrá upplýs- ingar, reynslusögur, sjúkratilfelli og rannsóknir um farald urinn sem nú stendur yfir. Vert er að benda á að þáttur lækna í skrásetningu sögunnar um spænsku veikina sem var birtur á sínum tíma í Læknablaðinu var lykilatriði í varðveislu þeirrar sögu og þeirra lærdóma sem af henni má draga. Í Læknablaðinu 1918 og 1919 birtu læknar allt það grundvallarefni um viðkomu heimsfaraldur- sins á Íslandi og hvaða áhrif hann hafði á íslenskt samfélag sem vitneskja okkar um spænsku veikina hvílir á. Ritstjórn skorar á lækna í öllum sérgreinum að senda blaðinu efni og rannsóknargreinar um faraldurinn hér heima. Fræðigreinar um COVID-19 munu verða ritrýndar og birtar svo hratt sem auðið er.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.