Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - apr 2020, Qupperneq 30

Læknablaðið - apr 2020, Qupperneq 30
198 LÆKNAblaðið 2020/106 21. mars Ari Jóhannesson Á DEGI LJÓÐSINS Dagurinn í dag er helgaður ljóðinu. Í dag er líka útsynningur með tilheyrandi éljagangi. Og áfram heldur baráttan við veirufaraldurinn. En það styttist í vorið þrátt fyrir allt. Mér finnst ég verða að undirstrika það í stuttu ljóði sem ég var að ljúka við: VORBOÐAR Hópur fugla flýgur lágt yfir sjó á leið til landsins, vængjaslátturinn dregur vorið á eftir sér sunnan úr álfu. Óþreyjufullt flugið styttist uns eygja þeir kunnugleg fjöll í norðri. Örþreyttir rjúfa fuglarnir lofthelgi Íslands. Brátt leggja þeir græn teppi yfir öll tún og lýsa upp nóttina með sólbjörtum söngvum. 19. mars Hjalti Már Björnsson Samkvæmt þessu súluriti erum við í öðru sæti meðal þjóða jarðar hvað varðar fjölda rannsakaðra COVID-sýna. Miðað við upplýsingasíðu Landlæknis erum við þó með um 20.000 sýni per millj- ón og því að rannsaka fleiri sýni en nokk- ur önnur þjóð og fjórum sinnum fleiri en S-Kórea, sem er þó almennt talin hafa verið til fyrirmyndar í viðbrögðum. Höfum þetta í huga þegar horft er til fjölda greindra COVID-sjúklinga á Íslandi. Við erum sennilega ekki með fleiri smit, bara duglegri að finna þau. Nú þegar öll þjóðin virðist vera að fylgja ráðleggingum sóttvarnarlæknis hef ég fulla trú á að við náum tökum á far- aldrinum hér á landi. Ef ekki, er Landspít- ali orðinn vel undirbúinn til að veita þeim þjónustu sem þurfa. Takk, þið sem starfið á veirudeild Landspítala og í heilsugæslunni og hafið borið þungann af því að finna og greina þessi tilfelli hér á landi. Þið sem eruð að halda ykkur heima, ekki gleyma að fara út í góða veðrið í dag. 19. mars Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir ..kæra starfsfólk KORE, TAKK! fyrir að halda okkur gangandi í dag með hollum og næringarríkum hádegismat! Baráttukveðjur, starfsfólkið á heilsugæslunni í Miðbæ. 🙏🏻❤ RADDIR LÆKNA Á TÍMUM COVID-19 Brot af færslum nokkurra lækna á facebook frá síðustu vikum

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.