Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Apr 2020, Page 31

Læknablaðið - Apr 2020, Page 31
LÆKNAblaðið 2020/106 199 Kærar þakkir til Ölgerðarinnar fyrir höfðinglega gjöf til okkar sem stöndum vakt- ina á Heilsugæslunni Miðbæ – hér verður enginn þyrstur næstu daga! 💦 Ölgerðin Egill Skallagrímsson 11. mars Arna Guðmundsdóttir Að gefnu tilefni hef ég gert stuttar leið- beiningar fyrir minn sjúklingahóp. Vel- komið að deila. COVID-19 OG SYKURSÝKI Sykursýki hefur letjandi áhrif á ónæm- iskerfi fólks sem veldur því að fólk er lengur að ráða niðurlögum sýkinga og er lengur að jafna sig. Það er líka mögulegt að veiran lifi lengur í umhverfi þar sem sykurinn er hár. Þegar fólk með sykursýki fær veirusýkingu þá getur orðið erfiðara að meðhöndla veikindin vegna hækkunar á blóðsykri. Það getur líka flækt málið ef viðkomandi hefur þekkta fylgikvilla af sinni sykursýki (t.d.hjartasjúkdóm,skerta nýrnastarfsemi, háþrýsting eða annað). Þess vegna hefur fólk með sykursýki verið skilgreint sem sérstakur áhættuhóp- ur vegna COVID-19-sýkinga. Hvað er hægt að gera til að milda áhrif sýkingar? Í fyrsta lagi er mikilvægt að forðast sýkingu með öllum ráðum og fara enn varlegar en aðrir. Það gildir eins og fyrir aðra að: þvo hendur oft og vel; forðast að snerta andlitið áður en maður þvær og þurrkar sér um hendurnar; sótthreinsa yfirborð sem maður snertir oft; ekki deila með öðrum mat, gleraugum, handklæð- um, áhöldum og fleiru; hósta í olnboga- bótina eða í klút; forðast alla sem eru með einkenni um öndunarfærasýkingu; forðast fjölmenna staði (ferðalög, tónleika, bíó, almenningssamgöngur) og loks ef þú ert lasinn ... vertu þá heima! Lyfjastofnun hefur biðlað til fólks að hamstra ekki lyf. Birgðastaða í landinu er góð og því engin ástæða til að hamstra – lyfin geta líka runnið út og eyðilagst ef maður kaupir of mikið í einu.😊 20. mars Engilbert Sigurðsson Takið COVID alvarlega, það sem hér er að gerast hefur haft ótrúlega mikil áhrif á starfsemi Landspítala og heilsugæslunn- ar á aðeins rúmri viku - og það í aðeins þriðju viku faraldurs sem á eftir að færast hratt í aukana á næstu vikum! Á sama tíma er manni ofarlega í huga hve mjög allt starfsfólk þar hefur lagt sig fram við að takast á við gerbreyttar forsendur fyrir daglegri starfsemi. Ég var á fundi í Kaupmannahöfn með öðrum forsetum læknadeilda á Norð- urlöndum fyrir réttum þremur vikum, 28/2, þegar fyrstu smitin voru að greinast í heimalöndum okkar. Þar voru einnig vísindamenn og embættismenn á sviði heilbrigðisvísinda. Sjálfur er ég með meistaragráðu í faraldsfræði auk þess að vera geðlæknir og með 30 ára reynslu af rannsóknum. Ég get hins vegar fullyrt að þótt við gerðum okkur þar öll grein fyrir því að efnahagsleg áhrif þessa faraldurs yrðu mikil, reiknaði ekkert okkar með þeirri gífurlega hröðu útbreiðslu sem kór- ónaveiran SARS-CoV-2 hefur náð í Evrópu Þorkell Þorkelsson tók þessa mynd af starfsfólki Landspítala sem var í óða önn að vígbúast gegn COVID-19.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.