Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Apr 2020, Page 38

Læknablaðið - Apr 2020, Page 38
206 LÆKNAblaðið 2020/106 Jóhann Ingimarsson hefur ásamt fjöl- skyldu sinni komið sér vel fyrir í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. „Skemmtilegur staður,“ segir hann og gefur Læknablaðinu innsýn inn í störf sín og líf þar ytra. Hann er sérfræðingur í þvagfæraskurðlækning- um á Maine Medical Center og aðstoðar- prófessor við Tufts-læknaháskólann í Boston. Nýrnasteinar eru hans fag. Hann mylur steinana niður í smátt og togar eða skolar út. Hann heillaðist af faginu hér heima og ílendist í Bandaríkjunum eftir sérnámið. „Efnaskiptavilla, sykursýki, meiri matur, meiri kjötneysla og meira salt hafa til að mynda þessi áhrif. Þetta eru allt áhættuþættir fyrir nýrnasteina. Þess vegna vex þessi vandi stórum.“ Nýrna- steinaaðgerðir eru fjórðungur allra að- gerða á þvagfæraskurðlækningadeild Marine Medical Center og 75% þeirra sem hann geri í Bandaríkjunum. Jóhann segir mikilvægt að efla fólk til að lesa á innihaldslýsingar matvæla því það sem fái einu sinni nýrnasteina fái þá oft aftur. Vert sé að vita að bæði brauð og ostar geti innihaldið mikið salt. Þá sé ákjósanlegt fyrir þá sem hafi fengið nýrnasteina að láta af drykkju sykraðra gosdrykkja. „Brauð vex ekki á akri og ostur kemur ekki úr kúnni. Um leið og mannshöndin kemur að matvörunni eru góðar líkur á að hún hafi verið söltuð til að bragðbæta sem eykur líkur á nýrna- steinum.“ Sársaukafullt ástand Jóhann segir að rétt eins og nýrnasteinar valdi sársauka geri aðgerðirnar til að fjar- lægja steinana það einnig. Sérstaklega þær sem beita þurfi á stærri steina, en þekkt sé að þeir geti orðið yfir fjórir sentimetrar. „Þetta er efnaskiptasjúkdómur sem hefur eins og áður sagði mikið að gera með lífsstíl en þó hefur fjórðungur nýrna- steinasjúklinga sterkan erfðaþátt. Þá dugar mataræði eitt og sér ekki til þess að halda steinamyndun í skefjum. Þeir þurfa þá stundum lyf; þvagræsilyf og kaliumcitrat,“ segir hann. Langbesta inngripið er að drekka meiri vökva. „Vatn er grunnundirstaðan en allur vökvi telur svo lengi sem drykkirnir eru ekki sykraðir.“ Jóhann segir sterk tengsl milli kjötáts og steina. „Það er þó ekki þannig að fólk sem er vegan myndi ekki nýrnasteina en það framleiðir sannarlega færri nýrna- steina heldur en fólk sem borðar kjöt. Og meðal þeirra sem borða kjöt má sjá að eftir því sem það borðar meira af því eru lík- urnar meiri,“ segir hann. Hvetur til minna kjötáts „Þegar ég ráðlegg fólki hvað það getur gert segi ég því ekki að hætta að borða kjöt heldur að minnka magnið,“ segir hann. Hver og einn á helst ekki að borða meira kjöt en passi í lófann á þeim. „Kjöt er ekki bannað en við vitum að því minna sem hver neytir af því, því minni líkur eru á að fá nýrnasteina.“ En eru verkirnir vegna nýrnasteina svo þungbærir að fólki finnist það nauðbeygt til að breyta lífsstíl sínum? „Mér finnst stundum lítt hvetjandi að lesa rannsóknir sem sýna að um 30% fólks breyti lifn- aðarháttum sínum eftir að hafa fengið nýrnasteinakast. En þegar ég tala við lækna sem sinna öðru finnst þeim þetta hátt hlutfall,“ segir Jóhann. „Í mörgum öðrum lífsstílstengdum sjúkdómum er þetta hlutfall um 10%.“ Hann verði að vona að upplýsingarnar hreyfi við fólki. „Það er flóknara að breyta hreyfingu sinni og fæðuinntöku en að taka eina töflu og undirgangast skurðað- gerð, þannig að það er erfiðara að fram- fylgja slíkum breytingum fyrir sjúklinga.“ Í fótspor fyrirmynda Hann segir sérnám í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir valinu frekar en í Evrópu þar sem honum hafi fundist það formfastara þar. „Ég var einnig smitaður af því að Hvetur fólk til að breyta lífsstílnum og minnka líkurnar á nýrnasteinum Jóhann Ingimarsson festi rætur í Bandaríkjunum eftir sérnám í þvagfæraskur ð- lækningum. Ekki var fýsilegt að snúa til baka rétt undir fertugu eftir langt nám. Hann meðhöndlar nýrnasteina sem hann segir oftast myndast vegna lífsstíls. ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.