Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 40

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 40
208 LÆKNAblaðið 2020/106 þarf að skera. Þessi aðferð er ekki fylgi- kvillalaus en hún er fylgikvillaminnst,“ segir hann en einnig að aðgerðin sé áhrifa- minnst. „Því við höfum aðeins ákveðinn fjölda höggbylgja. Þær verða að nægja til að brjóta steininn í nægilega smáar agnir til að þær skolist út.“ Þá þurfi steininum að skola út sem gerist ekki alltaf. Þvagleiðaraspeglun sé því algengari hjá þeim. „Við svæfum sjúklinginn og förum með speglunaráhald upp þvagrásina, upp blöðruna, upp þvagleiðarana að steinin- um. Við setjum leiser-þráð að steininum og myljum í smátt, svo komum við með nýrnasteinakörfu sem grípur steininn og togum hann út.“ Hann segir fylgikvilla tíða og fólk verkjað. Stent-leggur sé settur frá nýranu í blöðru, til að tryggja að ekki verði bólgur eftir aðgerðina og þvagið komist út. Sjúk- lingar séu verkjaðir, sérstaklega karlar. Menningarmunurinn milli Evrópu og Ameríku sé hins vegar slíkur að fólk þar ytra kjósi þessa aðgerð frekar en aðrar til að komast fyrr til vinnu. Hann segir að stundum virki hvor- ug aðgerðin, séu steinarnir það margir. „Þvagleiðarinn er ekki nema nokkrir milli- metrar í þvermál og stundum kemur fólk með steina sem eru tveir, fjórir sentimetrar eða þaðan af stærri.“ Þá sé ráðist í aðgerð þar sem sett sé nál í gegnum skinn og vöðva, inn í nýrnaþvagvegina. Settur sé upp vír og gert gat sem sé um 8 millimetr- ar í þvermál. „Svo er sett slíður yfir það inn í nýra og svo eru stórvirkir borar notaðir til að brjóta grjótið og fiska út.“ Aðgerðin bjóði upp á fleiri fylgikvilla þar sem stungið sé í „saklaust líffæri“ sem valdi blæðingu. „Það er alltaf eitthvert blóðtap og hætta á að það blæði mikið.“ Líkurnar séu 2-3% á að gefa þurfi sjúklingnum blóð eftir aðgerðina. Auk þess sé aukin hætta á sýk- ingu. Aðgerðin sé þó sú sem evrópsk og amerísk þvagfæraskurðlæknasamtök mæli með fyrir svo stóra steina. Hann segir framfarir í tækni við að ná steinum þó nokkra. „Lögð er mikil áhersla á þá þróun en í raun þarf að vekja stjórn- völd bæði hérlendis og erlendis og þá sem stjórna rannsóknarsjóðum til vitundar um forvarnir,“ segir hann. „Þetta er svakalega algengt, heldur fólki frá vinnu, veldur sársauka og þján- ingu en er að stórum hluta fyrirbyggj- anlegt. Ef við getum rannsakað frekari inngrip til að koma í veg fyrir þetta ættum við að gera það.“ Gott að stutt er heim Hann er ánægður hve stutt er heim. „Maine er einungis tvo tíma frá Boston. Þannig að það er auðvelt að keyra til Boston og fljúga heim,“ segir hann. Álf- heiður konan hans, sem er hjúkrunar- fræðingur og varði í febrúar doktorsrit- gerð sína í lýðheilsu við Háskóla Íslands, vinni fjarvinnu. „Ég tel að á endanum sé markmiðið að koma heim, en það er að sjá hvenær,“ segir hann. Spurður um áætlanir næstu ára seg- ir hann að hann brenni fyrir steinunum og forvörnum gegn þeim. „Þótt það sé frábært að vera ytra, togar alltaf að koma heim. Ef tækifæri gefst er það klárlega eitthvað sem ég myndi íhuga.“ Mynd/Védís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.