Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - apr 2020, Qupperneq 44

Læknablaðið - apr 2020, Qupperneq 44
212 LÆKNAblaðið 2020/106 Þegar ég byrjaði sérnám í Bandaríkjunum var margt sem kom mér á óvart þótt það ætti svo að heita að ég hefði staðist „ameríska prófið“. Eitt af því var lögmál Suttons. Það fólst í því að finna rannsókn sem greindi sjúkdóm alveg örugglega. Hluti af lögmálinu var að forðast aðrar rannsóknir sem tóku ekki af öll tvímæli en kostuðu oft mikla peninga. Ég man ég spurði hvaða læknir hefði fundið upp þetta frábæra lögmál. Spurningin vakti kátínu. Það kom í ljós að lögmálið var kennt við frægan bankaræn- ingja, Willie Sutton. Sutton fæddist 1901. Skólagangan var stutt og hann lauk ekki grunnskóla. Venjuleg vinna hentaði honum ekki og það var talið að hann hefði unnið fyrir launum í samtals 18 mánuði á ævinni. Hann byrjaði að brjótast inn 9 ára gamall og á fullorðinsárum stundaði hann eingöngu bankarán. Í starfi sínu notaði hann byssur af ýmsu tagi enda lét hann þess getið að í bankaráni dygði ekki bara persónuleiki eða persónutöfrar. Hann gætti þess þó vandlega að hafa byssurnar ekki hlaðnar. Það var til þess tekið hvað Sutton var prúður og kurteis við iðju sína. Jafnvel sagt að hann ætti til að hætta við ránið ef kona hljóðaði upp yfir sig eða barn færi að gráta. Hann var fyrst fangelsaður árið 1926 og talið að hann hefði eytt 33 árum bak við lás og slá. Hann keðjureykti og var kominn með svæsna lungnaþembu og æðakölkun í fótum þegar honum var loks sleppt úr fangelsi aðfangadag jóla 1969. Seinustu árin bjó Sutton hjá systur sinni á Flórída og lét lítið fyrir sér fara og dauðdagi hans þegar hann var 79 ára gamall var friðsæll. Talið var að hann hefði stolið um tveimur millj- ónum dollara á 40 ára ferli. Það er dálagleg upp- hæð sem ég treysti mér ekki að meta á núvirði. En hvernig í ósköpunum tengist þessi ræn- ingi Suttons-lögmálinu? Sagt var að blaðamaður hefði eitt sinn spurt hann af hverju hann rændi bara banka. Willie svaraði að bragði: „That ś where the money is.“ Bandarískur hjartalæknir, William Dock (1898-1990), sá samlíkinguna í þessu og að leita svars við sjúkdómsgreiningu þar sem það væri örugglega að finna.1 Willie gaf út ævisögu sína á efri árum2 og neitar þar að hafa sagt þetta, en lögmálið var svo tengt honum að það breytti engu og það heldur ennþá nafni hans á lofti. 1. Ryland D. Sutton´s or Dock´s law? NEJM 1980; 302: 972. 2. Sutton W, Linn E. Where the money was: the memoirs of a bank robber. Viking Press 1976. Lögmál Suttons Stjórn Öldungadeildar Kristófer Þorleifsson formaður Jóhannes M. Gunnarsson ritari Guðmundur Viggósson gjaldkeri Halldóra Ólafsdóttir Margrét Georgsdóttir Öldungaráð Hörður Alfreðsson Magnús B. Einarson Reynir Þorsteinsson Snorri Ingimarsson Þórarinn E. Sveinsson Umsjón síðu Magnús Jóhannsson Willie Sutton. William Dock. Ö L D U N G A D E I L D Tryggvi Ásmundsson tryggvi.asmundsson@gmail.com

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.