Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Apr 2020, Page 45

Læknablaðið - Apr 2020, Page 45
LÆKNAblaðið 2020/106 213 Dagur í lífi sérnámslæknis á svæfingu/gjörgæslu í byrjun COVID-19-faraldurs Sandra Gunnarsdóttir 6:30 Vekjaraklukkan hringir. „Snúsa“ einu sinni til tvisvar. Helli upp á kaffi og fæ mér bolla. Legg af stað í vinnuna úr Vestur- bænum um 7:10. Slepp blessunarlega við umferðina þar sem mæting í vinnuna er 7:30. 7:30 Morgunfundur gjörgæslu- og svæfingalækna. Hér fækkar fólki með hverjum deginum vegna einangrana og sóttkvíar sökum SARS-CoV-2. Venjulegum fræðslufundum deildarlækna hefur verið hætt tímabundið þar sem nauðsynlegt er að nýta morgunfundinn til þess endurskipuleggja skurðstofuprógram og vaktir. Förum yfir atburði næturinnar. 8:00 Spritta hendurnar líklega í fjórða skiptið frá því ég vaknaði. Mæti á skurðstofuna. Fyrsta aðgerð er enduraðgerð á mjöðm. Aðgerðin er gerð í mænudeyfingu og utanbastsdeyfingu. 9:30 Skoða listann yfir bráðaaðgerðir dagsins. Hringi í sjúklinga sem eru staðsettir heima og fer til þeirra sem eru innlagðir á spítalanum. Fer yfir heilsufar, fyrri svæfingar og önnur atriði sem varða fyrirhugaða svæfingu/aðgerð. Legg upp svæfing- aráætlun og útskýri fyrir viðkomandi hvernig hún muni fara fram. 10:30 Fer á bæklunardeild að meta sjúkling sem á að fara í aðgerð í kvöld vegna brots á mjöðm. Hann er aldraður og þarf að komast í aðgerð sem fyrst. Skoða rannsóknarniðurstöður og undirbý hann fyrir aðgerðina. Skrái svæfingaráætlun og skrái inn viðeigandi lyf sem hann þarf að fá fyrir aðgerðina. 11:00 Svæfingahjúkrunarfræðingur frá skurðstofu 1 hringir. Talsverð blæðing er í aðgerðinni og þörf á blóðgjöf. Sjúklingn- um líður vel, hann er vakandi og dofinn neðan mittis vegna mænudeyfingarinnar. Blóðgjöf er hafin. Lífsmörk eru stöðug með aðstoð blóðþrýstingshækkandi lyfja og blóðhlutagjafa. Aðgerðinni miðar vel. 12:00 Hádegismatur. Ég er ekki með nesti frekar en fyrri daginn. Áramótaheitið mitt er ekki alveg að ganga upp. Sæki mér mat í matsalinn og einn espressó á kaffibarnum. 13:00-15:00 Fer á milli stofa, svæfi og vek. Íhlaupaverkefni hér og þar. Við erum fáliðuð á skurðstofunni vegna starfsmanna í sóttkví. Það er því talsvert um hlaup. 15:00 Skoða skurðstofuprógramm morgundagsins, fer yfir svæf- ingaráætlanir fyrir hverja aðgerð og ber undir sérfræðing. 15:30 Vinnudegi lokið. Sendi línu á deildarlækna svæfingar- deildarinnar um nýjustu fréttir vegna COVID-19-faraldursins, vaktabreytingar og plan morgundagsins sem getur breyst ört. 16:30 Tók með mér íþróttaföt til þess að fara í hóptíma í Sport- húsinu. Er komin hálfa leið en sný við og tek heimaæfingu í staðinn. Ástæðan er hræðsla við að smitast og smita fleiri starfsmenn eða sjúklinga Landspítalans. Velti fyrir mér hvort ég sé með óþarfa áhyggjur. Ekki er komið samkomubann þegar þetta er ritað en samkvæmt yfirvöldum verður það lík- lega raunin á næstunni. 17:00 Tek 40 mínútna heimaæfingu í stofunni. Skelli mér í sturtu. Hringi í kærastann sem er staddur erlendis vegna vinnu. Hann getur ekki svarað þar sem hann er á bíða á línunni hjá Icelandair til þess að flýta fluginu sínu heim því vinnunni var frestað vegna COVID-19. Hann er númer 85 í röðinni. ... 18:30 Fæ mér afganga í kvöldmat. Tek Face-Time símtal við vin- konu sem er stödd í Víetnam. Hún spyr um ástandið heima og veltir fyrir sér að koma fyrr heim úr ferðalaginu. Hún kvíðir tilhugsuninni að fara í sóttkví þegar heim er komið. 19:00 Horfi á fréttirnar. COVID-19 í brennidepli eins og síðustu daga. Þórólfur sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir eru í Kastljósinu og standa sig með prýði sem og áður. Það er erfitt að ímynda sér álagið hjá þeim þessa dagana. 20:00 Ég hitti fjórar vinkonur í prjónaklúbbi sem allar eru læknar. Við sleppum því að faðmast sem við myndum vana- lega gera. Ég faðma í staðinn heimilishundinn Sölku sem er fimm mánaða risavaxinn bangsi og agalega ánægð með athyglina. Ég er ekki sérlega flink með prjónana. Hingað til hafa þó verið prjónaðar tvær afbragðs tuskur. 21:30 Fæ símtal frá sérnámslækni. Hann er að bætast í hóp deildarlækna sem eru í sóttkví og er skráður á næturvaktina daginn eftir. 22:00 Komin heim aftur. Les pistil frá gjörgæsluhjúkrunar- fræðingi og -lækni á Ítalíu um ástandið þar vegna COVID-19 og reyni síðan að sofna. 23:00 Er andvaka vegna ofangreindrar lesningar. Næturvakt næsta dags er ómönnuð svo kannski er ágætt að sofa lítið í nótt til þess að byrja að snúa sólarhringnum við. Stilli vekjaraklukkuna á 6:30 og slekk á lampanum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.