Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - apr. 2020, Side 46

Læknablaðið - apr. 2020, Side 46
214 LÆKNAblaðið 2020/106 Gunnar Guðmundsson lungnalæknir1 Helgi Már Jónsson röntgenlæknir2 1Lungnadeild Landspítala og læknadeild Háskóla Íslands, 2röntgendeild Landspítala. ggudmund@landspitali.is Hnútar eru fyrirferðar- aukningar í vefjum líkamans. Í lungnavef eru þeir skilgreind- ir sem litlir, aðgreinanlegir vefjamassar sem eru ýmist eðlileg eða óvænt fyrirferð. Þeir eru ýmist kallaðir hnúðar eða hnútar á íslensku, nodule á ensku og nodus á latínu. Með vaxandi fjölda tölvu- sneiðmynda af brjóstholi er hjágreining slíkra hnúta orðin æ algengari. Hluti þeirra getur verið krabbamein sem geta verið upprunnin í lungum eða meinvörp frá öðrum líffærum. Vegna þessa hafa verið gefnar út klínískar leiðbein- ingar á vegum Fleichner Soci- ety sem eru alþjóðleg samtök sem vinna leiðbeiningar um málefni sem snúa að mynd- greiningu.1,2 Leiðbeiningarnar eru fyrir hnúta sem greinast óvænt. Þær eiga ekki við einstaklinga sem eru yngri en 35 ára, eru ónæmisbældir eða eru með krabbamein. Hnútar í lungnavef geta ver- ið þéttir eða grisjóttir og eru mismunandi leiðbeiningar fyr- ir þessar gerðir. Taka þarf tillit til áhættuþátta krabbameina við mat á hnútum. Þeir helstu eru stærð hnúta, því stærri því meiri áhætta, útlit (óreglulegar brúnir), staðsetning (algengari í efri hlutum lungna), fjöldi (áhætta eykst frá einum upp í fjóra hnúta en lækkar eftir það), og reykingar. Séu reyk- ingar meiri en 30 pakkaár og innan síðustu 15 ára eykur það enn áhættuna. Hnútar sem vaxa hratt eða sjást samfara lungnaþembu og/eða bandvef í lungum eru líklegri til að vera krabbamein. Hnútar sem liggja við fleiðru eða glufur ( fissures) lungnanna eru oft eitlastöðvar í lungum. Nýlega hafa rúmmálsmæl- ingar hnúta komið að nokkru í staðinn fyrir lengdarmælingar á þeim.2 Hér til hliðar eru töflur sem hjálpa læknum að ákveða eft- irfylgni hnúta útfrá stærð, gerð og fjölda þeirra ásamt áhættu- þáttum.1 Heimildir 1. MacMahon H, Naidich DP, Goo JM, Lee KS, Leung ANC, Mayo JR, et al. Guidelines for Management of Incidental Pulmonary Nodules Detected on CT Images: From the Fleischner Society 2017. Radiology 2017; 284: 228-43. 2. Bankier AA, MacMahon H, Goo JM, Rubin GD, Schaefer-Prokop CM, Naidich DP. Recommendations for Measuring Pulmonary Nodules at CT: A Statement from the Fleischner Society. Radiology 2017; 285: 584-600. Hnútar í lungum og eftirfylgd þeirra Leiðbeiningar frá Fleischner Society A. Þéttir hnútar Stærð Gerð hnúts <6 mm (<100 mm3) 6-8 mm (100-250 mm3) >8 mm (<250 mm3) Athugasemdir Stakur Lítil áhætta Engin eftirfylgni TS eftir 6-12 mánuði, má endurtaka eftir 18-24 mánuði Íhuga TS eftir þrjá mánuði, JES eða vefjagreiningu Hnútar undir 6 mm þurfa ekki frekari eftirfylgni Mikil áhætta Endurtaka TS eftir 12 mánuði TS eftir 6-12 mánuði, endurtaka eftir 18-24 mánuði Íhuga TS eftir þrjá mánuði, JES eða vefjagreiningu Ef margir áhættuþættir, má endurtaka TS eftir 12 mánuði Margir Lítil áhætta Engin eftirfylgni TS eftir 3-6 mánuði, má endurtaka eftir 18-24 mánuði TS eftir 3-6 mánuði, má endurtaka eftir 18-24 mánuði Fylgjast þarf með hnút sem er grunsamlegastur Mikil áhætta TS eftir 12 mánuði TS eftir 3-6 mánuði, endurtaka eftir 18-24 mánuði TS eftir 3-6 mánuði, endurtaka eftir 18-24 mánuði Fylgjast þarf með hnút sem er grunsamlegastur B. Grisjóttir hnútar Stærð Gerð hnúts <6 mm (<100 mm3) >6mm (>100 mm3) Athugasemdir Stakur Hélulíkur (ground glass) Þarfnast ekki eftirlits TS eftir 6-12 mánuði og eftirfylgni á tveggja ára fresti í 5 ár Ef sterkir áhættuþættir og hnútur <6 mm, má endurtaka eftir tvö og 4 ár Þéttur að hluta Þarfnast ekki eftirlits TS eftir 3-6 mánuði. Ef óbreytt og þéttir hlutar haldast <6mm, þá gera árlega TS í 5 ár Hnútar sem haldast óbreyttir >6 mm eru grunsamlegir Margir TS eftir 3-6 mánuði. Íhuga að endurtaka eftir tvö og 4 ár TS eftir 3-6 mánuði. Eftirfylgni ræðst af grunsamlegasta hnúti Margir hnútar <6 mm eru yfirleitt góðkynja en má fylgja eftir ef margir áhættuþættir Skammstafanir: TS: tölvusneiðmynd, JES: jáeindaskanni B R É F T I L B L A Ð S I N S

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.