Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Apr 2020, Page 48

Læknablaðið - Apr 2020, Page 48
216 LÆKNAblaðið 2020/106 Í ársbyrjun 2014 voru legháls- og brjósta- krabbameinsleitir Leitarstöðvar Krabba- meinsfélags Íslands (KÍ) aðskildar og eftirfarandi breytingar gerðar á skipulagi leghálskrabbameinsleitar: (a) boðunar- aldri var breytt úr 20-69 ára aldri í 23-65 ára aldur, (b) millibili boðana var breytt úr tveggja til fjögurra ára millibili í fast þriggja ára millibil og (c) taka frumustroka var færð frá læknum til ljósmæðra.1 Auk þess var fræðilegu uppgjöri leitarinnar hætt.2 Með hliðsjón af nýlegri ákvörðun ráðherra um flutning framkvæmdar leitarstarfsins frá KÍ til Landspítala og heilsugæslunnar telja greinarhöfundar tímabært að fylgja eftir fyrri skrifum um ofangreindar breytingar.1,3,4 Aðskilnaður legháls- og brjóstakrabbameinsleitar Það var hugsun mammografíunefndar Ólafs Ólafssonar landlæknis,5 sem stóð að innleiðingu brjóstakrabbameinsleitar með röntgenmyndatöku, að samkeyrsla leg- háls- og brjóstakrabbameinsleitar væri til hagræðis fyrir konur, sem þá gætu mætt samtímis til beggja skoðana ef þeim svo hugnaðist. Það var hugsun þessara frum- kvöðla að leitin færi fram í fullri sátt við heilsugæslulækna og sérfræðilækna. Þrátt fyrir gagnrýni á gagnsemi brjóstakrabbameinsleitar, sem hafði áhrif á mætingu,2 gekk samkeyrslan með ágæt- um þegar frá byrjun, í nóvember 1987. Ákvörðun um aðskilnað leitarþáttanna í árslok 2013 kom því á óvart. Þetta stuðlaði hins vegar að fyrirliggjandi ákvörðun heil- brigðisyfirvalda um að flytja framkvæmd leitarinnar frá KÍ eins og greint hefur verið frá.6 Mætingartíðni Upplýsingar um mætingu til krabba- meinsleitar (tafla I) eru sóttar í ársskýrslur KÍ 2017-2018.7 Þar er að finna mætingar- tölur til leghálskrabbameinsleitar sem taka mið af 3,5-árs mætingartíðni í aldurs- hópnum 23-65 ára allt frá árinu 2007. Á tímabilinu 2007-2013 mældist 3,5-árs mætingartíðnin 72% en lækkaði í 69% árin 2014-2018. Mæting til brjóstakrabbameinsleitar tók áfram mið af tveggja ára mætingu í aldurshópnum 40-69 ára og var 60% á tímabilinu 2007-2013 en lækkaði í 57% árin 2014-2018.7 Mætingin dalaði því um 3% milli þessara tímabila sem gæti bent til að breytingar á skipulagi leitarinnar hafi ekki verið konum til hagræðis. Nýgengi og dánartíðni Upplýsingar um heimsaldursstaðlaðar 5-ára hlaupandi meðaltalstölur fyrir leg- háls- og brjóstakrabbamein eru sóttar til Krabbameinsskrár (tafla II). Brjóstakrabbameinsleitin hefur aðallega áhrif til greiningar sjúkdómsins á byrj- unarstigi og í minna mæli til greiningar setkrabbameins (DCIS). Eftir upphaf leitar 1987 er árangurinn því aðallega metinn út frá breytingum á dánartíðni frekar en breytingum á nýgengi sjúkdómsins. Tölur Krabbameinsskrár sýna að dánartíðn- in hefur lækkað marktækt um 45%, úr 26,4/100.000 (1991-1995) í 14,5/100.000 (2005- 2013).8 Á tímabilinu 2014-2018 var dánar- tíðnin að meðaltali 15,1/100.000. Leghálskrabbameinsleitin hefur að- allega áhrif til greiningar sjúkdómsins á forstigi. Eftir upphaf leitar 1964 er árangur leitarinnar því metinn bæði út frá breytingum á nýgengi og dánartíðni. Vegna greiningar sjúkdómsins á forstigi hefur nýgengið fallið marktækt um 69%, úr 27,3/100.000 á tímabilinu 1964-1968 í 8,6/100.000 á árunum 2014-2018. Dánartíðnin hefur fallið marktækt um 88%, úr 9,6/100.000 á tímabilinu 1967-1971 í 1,2 /100.000 á árabilinu 2000-2013.9 Árin 2014-2018 var dánartíðnin 1,9/100.000 mið- að við 0,7/100.000 á árabilinu 2004-2008 (p=0,05). Breytt skipulag krabbameinsleitar – Stöðumat á tímum nýrra áskoranna Kristján Sigurðsson prófessor emeritus, fyrrverandi yfirlæknir og sviðsstjóri Leitarsviðs Krabbameinsfélagsins 1982-2013 Reynir Tómas Geirsson prófessor emeritus, fyrrverandi forstöðulæknir, kvennadeild, kvenna- og barnasviði Landspítala B R É F T I L B L A Ð S I N S Tafla I. Mæting til krabbameinsleitar 2007-2018. Brjóst 2-ára 40-69 ára Legháls 3,5-ára 23-65 ára 2007 62 75 2008 62 75 2009 61 74 2010 59 72 2011 58 69 2012 59 69 2013 59 72 2014 59 73 2015 58 71 2016 55 68 2017 57 66 2018 57 66

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.