Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Apr 2020, Page 49

Læknablaðið - Apr 2020, Page 49
LÆKNAblaðið 2020/106 217 Aldursmörk leghálskrabbameinsleitar Aldursmörk leitar taka mið af nýgengi og dánartíðni sjúkdómsins auk tíðni alvarlegra forstigsbreytinga við þessi aldursmörk. Samkvæmt upplýsingum Krabbameinsskrár greindust 45 konur á aldrinum 20-29 ára með leghálskrabbamein á tímabilinu 1999-2018 og þar af 10 konur 20-24 ára. Af þessum 10 konum greindust 5 á tímabilinu 2014-2018. Fimm konur 20-29 ára dóu úr leghálskrabbameini á tímabilinu 1999-2018 og þar af voru tvær á aldrinum 20-24 ára. Önnur þeirra lést á tímabilinu 2014-2018. Hvað efri aldursmörkin varðar greindust 43 konur í aldurshópnum 65 ára og eldri á 20 ára tímabilinu 1999-2018 sem er 12% (43/356) allra þeirra kvenna sem greindust með leghálskrabbamein á þessum tíma. Á sama tímabili dóu 38 kon- ur á þessum aldri af völdum sjúkdómsins en það er helmingur (38/76) allra þeirra sem dóu af völdum leghálskrabbameins á tímabilinu. Þessar niðurstöður benda til að breytingar á aldursmörkum leitar í árs- byrjun 2014 hafi verið vanhugsaðar. Hvað neðri aldursmörkin varðar er þó ljóst að almenn HPV-bólusetning 12 ára stúlkna, sem hófst 2012, mun með tímanum fækka leghálskrabbameinum meðal yngri kvenna. Hafa þarf þó í huga að bóluefnið Cervarix® (virkt gegn HPV-stofnum 16/18), sem notað er hér á landi, hefur mun minni virkni en Gardasil9® (virkt gegn HPV- stofnum 16/18/31/33/45/52/58 auk 6/11) og því löngu tímabært að skipta um bóluefni eins og áður hefur komið fram.10 Ársskýrslugerð leitarsviðs Síðasta fræðilega úttektin á árangri leitar- innar birtist í Skýrslu Leitarstöðvar fyrir starfsárið 2012.2 Skyndiákvörðun stjórn- enda leitarsviðs um að hætta slíkri úttekt var óvænt og skapaði erfiðleika við endan- lega úrvinnslu þessarar greinar, þar sem upplýsingar eru ekki lengur aðgengilegar varðandi leitarsögu, stigaskiptingu og vefjagerð meinsemda hjá þeim konum sem hafa greinst með eða dáið af völdum leg- hálskrabbameins. Eftir tilkomu HPV-grein- ingar hér á landi ættu slíkar upplýsingar einnig að vera sjálfgefinn og aðgengilegur hluti árlegs uppgjörs svo unnt sé að meta áhrif HPV-bólusetningar til framtíðar litið. Það vekur því furðu ef ráðuneytið og land- læknir, sem eru eftirlitsaðilar leitarinnar, hafa samþykkt slíka stefnubreytingu. Tafla II. Árleg aldursstöðluð (ASR world) 5-ára hlaupandi meðaltöl af 100.000. Brjóstakrabbamein Leghálskrabbamein Dánartíðni Nýgengi Dánartíðni Nýgengi Fjöldi ASR (w) Fjöldi ASR (w) Fjöldi ASR (w) Fjöldi ASR (w) 1980-84 135 18,8 410 62,1 29 4,4 80 13,5 155 20,7 431 64,6 25 3,6 94 15,6 155 20,6 431 63,7 22 3,3 87 14,0 162 21,2 462 67,7 24 3,8 86 13,6 167 21,7 509 75,1 24 3,5 73 11,2 1985-89 164 21,2 540 78,3 14 2,0 69 10,2 172 22,5 555 78,5 16 2,2 63 8,7 186 24,1 549 76,0 20 2,6 63 8,7 186 23,4 541 74,3 24 2,8 60 8,4 198 25,0 522 69,4 19 2,2 67 9,1 1990-94 200 25,1 536 69,7 22 2,5 69 9,0 220 26,4 542 69,7 23 2,5 68 8,8 217 25,3 559 69,9 21 2,1 74 9,6 224 25,7 595 72,7 19 1,9 77 9,7 220 23,5 629 75,5 25 2,7 75 9,6 1995-99 220 22,3 645 76,8 26 2,8 75 9,5 187 17,8 700 81,8 26 2,9 72 9,1 182 17,0 751 86,2 24 2,6 70 8,7 174 15,5 758 84,7 22 2,4 74 9,2 165 14,8 775 85,1 19 2,0 76 8,9 2000-04 167 15,2 798 86,2 17 1,6 80 9,4 167 15,3 797 84,2 15 1,3 83 9,8 177 16,3 819 84,9 14 1,2 75 8,7 189 16,9 853 86,8 12 1,1 69 7,7 201 17,5 899 88,6 10 0,7 70 7,8 2005-09 197 16,4 937 89,6 9 0,7 71 7,9 190 15,4 973 90,1 11 0,9 75 8,1 186 14,3 1,017 92,2 14 1,2 84 8,9 177 13,4 1,049 93,4 16 1,4 86 9,2 183 12,9 1,048 91,2 19 1,7 85 9,0 2010-14 199 13,6 1,017 86,3 20 1,7 78 8,2 230 15,3 1,042 86,6 20 1,8 81 8,4 250 15,8 1,053 85,3 17 1,4 78 8,2 250 15,3 1,053 83,6 21 1,7 89 8,9 2014-18 245 15,1 1,098 85,0 23 1,9 86 8,6

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.