Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 51
LÆKNAblaðið 2020/106 219
1
Eliquis (apixaban) 2,5 mg og 5 mg filmuhúðaðar töflur.
Ábendingar: Eliquis 2,5 mg: Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist
undir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti. Eliquis 2,5 mg og 5 mg: Forvörn gegn heilaslagi og segareki í
slagæð hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum (non-valvular atrial
fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, svo sem sögu um heilaslag eða tímabundna blóðþurrð
í heila (transient ischaemic attack, TIA), aldur ≥ 75 ára, háþrýstingi, sykursýki eða hjartabilun með einkennum
(NYHA flokkur ≥ II). Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum (DVT) og lungnasegareki (PE), og forvörn
gegn endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og lungnasegareki hjá fullorðnum. Frábendingar:
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Virk blæðing sem hefur klíníska þýðingu.
Lifrarsjúkdómar sem fylgir blóðstorkukvilli og blæðingarhætta sem hefur klíníska þýðingu. Vefjaskemmdir eða
kvillar ef það er talið vera áhættuþáttur fyrir verulegri blæðingarhættu. Þar með talið nýlegur eða virkur
sárasjúkdómur í meltingarvegi, illkynja æxli með mikilli blæðingarhættu, nýlegir áverkar á heila eða mænu,
nýleg skurðaðgerð á heila, mænu eða auga, nýleg innankúpublæðing, æðahnútar í vélinda eða grunur um slíkt,
slagæða- og bláæðatenging, æðagúlar eða meiriháttar óeðlilegar æðar í mænu eða heila. Samhliða meðferð
með öðru segavarnarlyfi, t.d. ósundurgreint (unfractionated) heparín, létt (low molecular weight) heparín
(enoxaparin, dalteparin, o.s.frv.), heparín afleiður (fondaparinux, o.s.frv.), segavarnarlyf til inntöku (warfarín,
rivaroxaban, dabigatran, o.s.frv.), nema í þeim sérstöku tilvikum þegar skipt er um meðferð með
segavarnarlyfjum, ef ósundurgreint heparín er gefið í skömmtum sem duga til að viðhalda opnum æðalegg í
miðlægri bláæð eða slagæð eða þegar ósundurgreint heparín er gefið meðan á brennsluaðgerð með
hjartaþræðingu vegna gáttatifs stendur.
Nálgast má upplýsingar um lyfið og samantekt á eiginleikum þess, fylgiseðil, verð og greiðsluþátttöku á vef
Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is.
Markaðsleyfishafi: Bristol-Myers Squibb/Pfizer EEIG.
Samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) dags. 17. febrúar 2020.
Sá sem ávísar lyfinu þarf að hafa kynnt sér fræðsluefni (RMP) fyrir lyfið og tiltekið fræðsluefni ætlað sjúklingum
(öryggisspjald fyrir sjúklinga) áður en notkun lyfsins hefst. Ef óskað er eftir fræðsluefni eða frekari upplýsingum
má hafa samband við umboðsaðila: Icepharma hf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík, sími 540 8000.
Vísindasjóður Félags íslenskra heimilislækna (FÍH) úthlutar styrkjum til
vísinda- og þróunarverkefna á sviði heilsugæslu tvisvar sinnum á ári.
Lögð er áhersla á að styrkja rannsóknir í heimilislækningum, um heimilis-
lækningar og á forsendum heimilislækninganna sjálfra.
Sjóðurinn veitir einnig sérstaka starfsstyrki til slíkrar vinnu.
Umsóknir um vorúthlutun fyrir styrkárið 2020 þurfa að berast sjóðnum
fyrir 20. apríl næstkomandi. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða
ekki teknar til greina.
Umsóknum ber að skila rafrænt til Margrétar Aðalsteinsdóttur (margret@
lis.is), Læknafélagi Íslands, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi, ásamt rann-
sóknar- og fjárhagsáætlunum eða framgangsskýrslu ef um endurumsókn
sama verkefnis er að ræða.
Umsóknareyðublað er að finna á innra neti heimasíðu Læknafélagsins,
lis.is, á heimasvæði FÍH.
Starfsstyrkir geta verið allt frá einum til 12 mánaða í senn. Upphæð
starfsstyrks miðast við fasta upphæð sem svarar til dagvinnulauna styrk-
þega og er tekið mið af menntun og starfsaldri, þó aldrei hærri en sem
svarar dagvinnulaunum yfirlæknis í heilsugæslu. Sé styrkþegi starfandi
á heilbrigðisstofnun innan heilsugæslunnar leggur stjórn Vísindasjóðsins
til að styrkurinn verði greiddur beint til þeirrar stofnunar. Á móti komi að
forsvarsmenn stofnunarinnar sjái til þess að styrkþegi haldi áfram starfi
sínu, óbreyttum launum og réttindum, en fái jafnframt tíma til að sinna
rannsóknarstörfum á dagvinnutíma. Sjóðurinn veitir að jafnaði starfsstyrki
til verkefna sem krefjast minnst tveggja mánaða vinnu eða meir.
Við mat á umsóknum er lögð áhersla á að rannsóknarverkefnið sé á
forsendum heilsugæslunnar. Sé um vísindaverkefni að ræða er einnig
lögð áhersla á tengsl rannsakenda við heimilislæknisfræði Háskóla
Íslands eða aðra akademíska háskólastofnun í heimilislækningum.
Vísinda- og þróunarstyrkir
Vorúthlutun 2020
Nánari upplýsingar veitir Emil L. Sigurðsson (emilsig@hi.is)
Stjórn Vísindasjóðs FÍH