Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 4
390 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106
397
Lilja Dögg Gísladóttir, Helgi Birgisson, Bjarni A. Agnarsson, Þorvaldur Jónsson,
Laufey Tryggvadóttir, Ásgerður Sverrisdóttir
Samanburður á greiningu og meðferð ífarandi brjóstakrabbameina
milli Íslands og Svíþjóðar
Þessi rannsókn sýnir athyglisverðan mun milli Íslands og Svíþjóðar á þáttum sem tengjast
greiningu og meðferð kvenna með ífarandi brjóstakrabbamein. Íslenskar konur voru yngri og
höfðu frekar fjarmeinvörp við greiningu samanborið við konur sem greindust í Svíþjóð. Þó sam-
eindafræðilegir undirflokkar væru svipaðir höfðu marktækt færri konur á Íslandi HER-2 jákvæð
æxli og fleiri höfðu þríneikvæð æxli.
403
María Soffía Gottfreðsdóttir
Snemmíhlutun í illvígri gláku með örígræði
– minnsta ígræði sem grætt hefur verið í mannslíkamann
Tilfelli mánaðarins
Glákusjúklingar eru misleitur hópur þar sem sjúkdómurinn greinist á misalvarlegu stigi, þróun
sjónsviðstaps er mishröð og svörun við meðferð einstaklingsbundin.
406
Birna Varðardóttir, Sigríður Lára Guðmundsdóttir, Anna Sigríður Ólafsdóttir
Þegar orkuna skortir
– áhrif hlutfallslegs orkuskorts í íþróttum (RED-s) á heilsu og árangur
Mikilvægt er að íþróttafólk á öllum aldri tileinki sér mataræði sem styður sem best við heilsu
og vellíðan, þjálffræðilega aðlögun, endurheimt og meiðslaforvarnir. Tiltæk orka vísar til þeirr-
ar orku sem stendur eftir fyrir grunnstarfsemi líkamans þegar búið er að draga þá orku sem
varið er við líkamlega þjálfun frá þeirri orku sem fæst úr þeirri fæðu sem neytt er dag hvern.
F R Æ Ð I G R E I N A R
9. tölublað · 106. árgangur · 2020
393
David R. Murdoch
Hefur Nýja-Sjáland
fundið réttu leiðina
gegn COVID-19?
Reynslan hefur sýnt mikil-
vægi þess að taka ákvarðanir
byggðar á vísindalegri þekk-
ingu, hafa trausta forystu og
vera skýr í miðlun upplýsinga.
Tíminn mun leiða í ljós hvort
lokunin var besta leiðin fyrir
landið.
395
Thor Aspelund
Það sem ég tala um
þegar ég tala um
COVID-19
Það gekk vel að spá um fram-
gang faraldursins á Íslandi af
því að gagnaflæði var gott og
mælingar sem Íslensk erfða-
greining gerði sýndu að ekki
var mikið um samfélagssmit
umfram það sem var greint hjá
fólki með einkenni á Landspít-
ala. Faraldurinn fylgdi kúrfu.
z
L E I Ð A R A R
414
Fréttir
Alsjáandi auga
Augað er tæknilega fullkomið,
ekkert í sköpunarverkinu slær því
við. Enda segir maður augastein-
inn minn við börnin sín og mesta
dýrmætis gætir maður einsog
sjáaldurs augna sinna. Ský getur
myndast á auga en glákusjúk-
lingum er hægt að hjálpa með
minnsta aukahlut sem settur er
í menn.
María Soffía Gottfreðsdóttir
augnskurðlæknir tók þessa mynd
af ígræði í auga.