Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 26

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 26
412 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 Y F I R L I T aðarvörn og skyldi það haft í huga ef markmiðið er að fyrirbyggja þungun.12,85 Lokaorð Eitt af meginmarkmiðum íþróttahreyfingarinnar er að styðja við og efla heilsu og velferð einstaklingsins. Góð heilsa er auk þess forsenda íþróttaárangurs til skemmri og lengri tíma. Þess vegna er mikilvægt að beina sjónum að mögulegum heilsufarslegum áskorunum íþróttafólks á öllum aldri og getustigum. Síðustu ár hefur rannsóknaráhugi á RED-s aukist erlendis og er hagnýtingar- gildi þeirra rannsókna verulegt. Þar reynir vissulega á markvisst samtal vísindamanna við bæði íþróttahreyfinguna og heilbrigðis- starfsfólk til að auka meðvitund um áhættuþætti, birtingarmynd- ir, forvarnir og meðferð. Hafa ber í huga að RED-s getur haft víð- tæk áhrif á heilsu og árangur, óháð kyni og getustigi í tiltekinni íþrótt. Ólíkt því sem margir gætu haldið á RED-s ekki alltaf skylt við átraskanir og/eða verulega undirþyngd og því þurfa þjálfarar, sjúkraþjálfarar og aðrir fagaðilar að þekkja til annarra mögulegra orsaka. Stundum er einfaldlega um að ræða einstaklinga með háleit markmið í æfingum sem gera sér ekki grein fyrir eigin orkuþörf eða eiga í erfiðleikum með að uppfylla hana. Andleg og líkamleg vanlíðan, álagsbrot og/eða önnur meiðsli gefa fullt tilefni til frekari skoðunar á næringarástandi. Einnig er áríðandi að íþróttafólk fái faglega fræðslu og næringarráðgjöf sérfræðinga með þar til bæra þekkingu á íþróttanæringarfræði til að styðja við heilsu og árang- ur.88 Það er reynsla höfunda að kappsamir iðkendur horfi gjarnan frekar til íþróttaárangurs í núi en lífsgæða og heilsufars síðar á lífsleiðinni. Þegar umræðan um RED-s er opnuð getur því reynst gagnlegt að sjónum sé fyrst beint sérstaklega að árangurstengdum afleiðingum en aðrir þættir skoðaðir í framhaldinu. RED-s er tiltölulega nýtt hugtak en áður en það var sett fram árið 2014 hafði lengi verið talað um þrennu íþróttakonunnar. Þau kynjasértæku áhrif sem þrennan lýsti eru því best þekkt. Síðast- liðin ár hefur rannsóknum á áhrifum RED-s á heilsu og árangur karla fjölgað þó enn sé mörgum spurningum ósvarað. Jafnframt er þörf á fleiri rannsóknum á RED-s í öðrum greinum en þeim sem taldar hafa verið með aukna áhættu. Loks er vert að gefa sérstakan gaum að RED-s meðal fatlaðs íþróttafólks. Erlendis hafa spurningalistar komið að gagni við skimun, áhættumat og greiningu RED-s. Mat tiltækrar orku er vandasamt verkefni og þörf er á alþjóðlega viðurkenndri aðferð fyrir slíkt mat til að tryggja sem best réttmæti og auðvelda samanburð milli ólíkra rannsókna. Spurninga- og skimunarlistar hafa því töluvert upplýsingagildi í rannsóknum samhliða klínískum mælingum og mati á tiltækri orku. Hérlendis skortir rannsóknir á tiltækri orku, algengi og áhættuþáttum RED-s meðal íslensks íþróttafólks. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar á líkamsímynd og átröskunar- einkennum meðal íslensks íþróttafólks89 gefa þó fullt tilefni til frekari rannsókna á næringartengdum áskorunum meðal þessa hóps. Þróun íslenskra skimunartækja og ráðlegginga þarf að byggja á frekari rannsóknum, sem jafnframt myndi efla forvarnir og meðferð. Greinin barst til blaðsins 29. maí 2020, samþykkt til birtingar 10. ágúst 2020. 1Faculty of Health promotion, Sport and Leisure Studies, University of Iceland. 10.17992/lbl.2020.09.596 Birna Varðardóttir1 Sigríður Lára Guðmundsdóttir1 Anna Sigríður Ólafsdóttir1 Key words: sport, nutrition, health, performance, energy availability, relative energy deficiency Correspondence: Birna Varðardóttir, biv8@hi.is E N G L I S H S U M M A R Y Health and performance consequences of Relative Energy Deficiency in Sport (RED-s) Fulfilling individual energy and nutrient requirements is of great importance for athletes to support overall health and well-being, training adaptation, recovery and injury prevention. Energy availability is the amount of energy left over and available for bodily functions after the energy expended for training is subtracted from the energy taken in from food. The syndrome of Relative Energy Deficiency in Sport (RED-s) refers to the multifactorial health and performance consequences of low energy availability. Potential physiological implications of RED-s include impaired metabolic rate, hormonal disruptions, menstrual dysfunction, reduced bone health, immunity, protein synthesis, and cardiovascular health. These can have short and long term consequences on health and sport performance. Causes of RED-s range from unintentional (e.g. lack of awareness or difficulties with meeting high energy requirements) to more intentional behaviors and further to clinical eating disorders. RED-s prevalence appears to differ between sports and sport disciplines, with highest risk in endurance, aesthetic and weight-class sports. This article summarizes current knowledge of RED-s implications for health and performance, and highlights the importance of early diagnosis and screening. Research on RED-s in Icelandic athletes is warranted as it could support development of national guidelines, prevention and treat- ment protocols.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.