Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 41

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 41
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 427 aðgerðir þarf til að taka stærri æxli,“ segir hún og hvetur konur til að mæta í skimanir. Hún vonar að breytingarnar framundan á skimunarferlinu verði til bóta, en stefnt er að því að Landspítali taki við þeim. Svanheiður segir erfitt að vera krabbameinssjúklingur í heims- faraldri. „Það hefur verið áskorun að endurskipuleggja greiningar, meðferðir og eftirlitsferla sjúklingahóps okkar með það í huga að verja bæði starfsfólk og sjúklinga gegn smiti,“ segir hún, og að þau fylgist náið með þróuninni erlendis. Krabbamein í skugganum „Við höfum setið fjarfundi til að fylgjast með breytingum á al- þjóðlegum klínískum leiðbeiningum nú þegar meðferðarröðun brjóstakrabbameins hefur raskast vegna COVID-19,“ segir hún. Tímarnir taka á sjúklingana. „Mér finnst hafa gleymst að tala um það hvernig er að vera krabbameinssjúklingur á COVID-19 tím- um,“ segir hún og fer yfir stöðuna. „Einangrunin er sjúklingunum erfið og einnig að takmarkað sé hve margir aðstandendur mega vera með þeim í ferlinu.“ Þá hafi aðgangur að göngudeildinni verið takmarkaður sem og stuðnings- net við sjúklinga. „Loka þurfti tímabundið fyrir sálfræðiaðstoð, sjúkraþjálfun og flestalla aðra stuðningsmeðferð,“ segir hún. „Þetta hefur verið áskorun en gengið vel.“ Svanheiður segir að þurft hafi að forgangsraða á deildinni. Engar valaðgerðir eða flóknari uppbyggingaraðgerðir, sem krefjast lengri aðgerðartíma og sjúkrahúslegu, hafi verið gerðar. „Síðbúnar Svanheiður hvetur konur hér á landi til að mæta í brjóstaskimun. Hjá íslenskum konum finnast stærri æxli en í Svíþjóð því þau uppgötvast seinna en ef þær kæmu reglulegar í skimun. Hér er Svanheiður með dóttur sína Önnu Júlíönu. Mynd/gag brjóstauppbyggingar voru settar á ís. Einnig áhættuminnkandi aðgerðir,“ segir hún og vísar þar til aðgerða vegna BRCA- gensins og þess sem hún nefnir önnur áhættustökkbreytinga- brjóstakrabbamein. „Öll starfsemin er þó sem betur fer orðin nokkuð eðlileg. Við höfum náð að vinna upp aðgerðarbiðlista og gerum í dag allar gerðir af brjóstaaðgerðum,“ segir hún. Málþing á Læknadögun Svanheiður segir framþróunina í meðhöndlun brjóstakrabba- meins hafa verið mikla síðustu ár. Lögð sé áhersla á þverfaglega nálgun og heildstæð meðferðarúrræði. Umfang brjóstaskurð- lækninga hafi verið í stöðugri þróun. „Allt frá ofurróttæku brjóst- og eitlanámi til hlutabrottnáms og uppbyggingaraðgerða.“ Áhersla sé einnig lögð á að halda lífsgæðum sem mestum eftir krabbameinsskurðaðgerðir en 60% kvenna gangist undir hlutabrottnám brjósts með eða án hlutauppbyggingar en 40% upplifi brjóstnám. „Hjá brjóstnámshópnum er unnið samhliða að uppbyggingu brjóstsins í krabbameinsaðgerðinni hjá 60% þeirra eða samhæfingu á hinu brjóstinu,“ segir hún og stefnir á að stýra málþingi um brjóstakrabbamein á Læknadögum í janúar. Svanheiður fer aftur að vinna þegar hún fær pláss á leik- skóla fyrir litlu dótturina. „Ég ætla ekki að drífa mig heldur njóta þess að vera með henni. Verð þó að segja að það togar í mig að fara aftur að vinna,“ segir hún hressilega að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.