Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 49

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 49
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 435 Á síðasta ári hef ég fylgst með erlend- um lækni sem hefur sótt um að komast á kandídatsár á Íslandi. Hún fékk þær upplýsingar áður en hún fluttist hingað að hún þyrfti að taka þrjú stig í íslensku við Málaskólann Mími til að komast að á kandídatsári við Landspítala en Landspít- ali sér um alla þjálfun kandídata núorðið þó hluti hennar fari fram á öðrum stofn- unum. Hún gerði það með glans en það reyndist ekki nóg svo henni var gert að taka fjórða stig. Það reyndist heldur ekki nóg. Nýlega var mér tjáð að kröfum um íslenskukunnáttu kandídata hafi verið breytt og farið hefur verið fram á C1 stig í málkunnáttu, lestri, skilningi og skrifum. Menntamálaráðuneytið hefur gefið út Evrópska tungumálamöppu þar sem sjálfsmatsstig A1-C2 er birt með lýsing- um. C1 málkunnátta (vefir.mms.is/pdf/ elp_upper_disa_3.pdf) þýðir að einstak- lingur þarf að geta skilið langt mál þar sem niðurstaða er gefin í skyn en ekki sögð beint út, geta lesið bókmenntaverk og greint stíla, notað málið á flókinn hátt í fé- lagslegum eða faglegum tilgangi og skilið skrifaðan texta eins og til dæmis lýsingar á lagatexta eða leiðbeiningar um notkun á nýjum tækjum, skrifað skýrslur og valið sér ritstíla, og fleira. Ég er furðu lostin yfir þessum kröfum á lækna sem sækjast eftir að komast á kandídatsár hér á landi. Mér er til efs að allir íslenskir kandídatar hafi málskilning á þessu stigi í íslensku. Samkvæmt skýrslu OECD frá 2018 úr Pisa-könnun eru 26% íslenskra nema við lok skólaskyldu ekki með grunnhæfni í lestri á íslensku. Textar í læknanámi eru að miklu leyti á ensku bæði nú og áður. Ég get til dæmis viður- kennt það að ég hef ekki C1 lesskilning á lagatexta né tæknileiðbeiningum. Mér virðist að C1 krafa í íslensku geri kröfu um að til að eiga möguleika á að taka kandídatsár hér á landi og mögu- lega sækja frekari þjálfun þurfi að hafa háskólamenntun í íslensku eða hafa búið hér um árabil og gengið í skóla hér. Það útilokar sjálfkrafa þá sem koma hingað fljótlega eftir læknanám erlendis. Evrópska tungumálamappan er ætluð til að hjálpa fólki að læra betur tungumál til að efla alþjóðlega samvinnu og flutn- ing fólks milli landa. Hún er ekki ætluð til þess að hindra fólk í að sækja nám og þjálfun milli landa eins og virðist vera markmið með þessum kröfum Landspít- ala. Mér finnst anda hér köldu til erlendra lækna, það er yfirbragð einangrunar og þjóðernishyggju sem hér ræður ríkjum. Viljum við það? Ég held að allir Íslendingar vilji gjarn- an geta tjáð sig á íslensku þegar þeir leita læknis. Eftir hrun, þegar íslenskir læknar fluttu gjarnan til útlanda, var leitað að læknum erlendis frá og kom hópur hingað sem ekki var talandi á íslensku en hefur spjarað sig vel. Spurningin er: Hversu mikla kunnáttu þurfa læknar að hafa á íslensku máli? Þótt íslenska sé vissulega opinbert mál á Íslandi og fólk eigi að geta notað hana á öllum sviðum, má ekki nota óraunhæfar kröfur um íslenskukunnáttu til að mismuna fólki af erlendum uppruna. Það verða að vera málefnalegar forsendur fyrir þeim kröfum sem eru gerðar. Tungumál læknisfræðinnar við töku á sjúkrasögu og lýsingu á líkamsskoðun er ekki svo flókið. Í grunninn eru til dæmis 10 spurningar um verki og má yfirfæra þær á flest einkenni önnur. Það þarf að þekkja orð yfir einkenni og líðan, líffæri, rannsóknir og geta sett upplýsingar í samhengi, og tjáð þær við sjúklinga, að- standendur og samstarfsfólk. Stundum þarf í samtali við sjúklinga að lesa milli línanna, átta sig á líkamstjáningu og túlka á dýpri hátt. Það er þó mjög misjafnt eftir sérgreinum og aðstæðum og má ætla að mikið af því sé einungis á færi reyndari lækna en kandídata. Við Íslendingar höfum gjarnan farið til útlanda að sækja nám og sérnám og verið missleip í tungumáli viðkomandi landa. Við höfum grætt mikið á þessu sem fagstétt og sem þjóð. Við höfum borið þekkingu utan úr hinum stóra heimi frá ýmsum stöðum og það hefur eflt okkar fag með umræðu, skoðanaskiptum og fram- förum. Ætlum við ekki að hleypa öðrum að? Ég þakka Eiríki Rögnvaldssyni prófess- or emeritus í íslensku við HÍ góð ráð og yfirlestur. Öldrunarlæknir helga.hansdottir@morkin.is Kandídatsár og íslenskt mál Helga Hansdóttir B R É F T I L B L A Ð S I N S Við þessa grein á heimasíðu Læknablaðsins er geymdur sjálfsmatsrammi á tungumálakunnáttu úr Evrópsku tungumálamöppunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.