Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 24

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 24
410 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 Y F I R L I T lífmerkja (biomarker) RED-s og áhrifa á íþróttaárangur út frá slík- um niðurstöðum gefa þær engu að síður vísbendingar um mögu- legar líffræðilegar skýringar. Íþróttafólk með fatlanir Lítið er vitað um algengi, áhættuþætti og birtingarmyndir RED-s meðal fatlaðs íþróttafólks, og hvort lífeðlisfræðilegar orsakir séu að einhverju leyti frábrugðnar því sem sést hjá öðru íþróttafólki. Þar gæti tegund og alvarleiki fötlunar, sem getur til að mynda haft áhrif á orkuþörf og lífeðlisfræðilega virkni, ráðið því hvort við- komandi sé í aukinni hættu á RED-s.68 Til dæmis er orkuþörf þeirra sem nota hjólastól við daglegar athafnir oft minni en meðalþörf69,70 á meðan orkuþörf einstaklinga með skaða á miðtaugakerfi, svosem CP-hreyfihömlun (cerebral palsy), getur verið umfram meðalþörf.71 Rann- sóknir á íþróttafólki með mænuskaða gefa til kynna að orkuþörf þess hóps sé undir meðalþörf68 en bent hefur verið á að skerði þeir einstaklingar orkuinntöku um of til að viðhalda eða ná ákveðinni líkamsþyngd geti það leitt til skorts á mikilvægum nær- ingarefnum.68,72 Í nýlegri rannsókn sem mat algengi áhættuþátta RED-s meðal fatlaðs afreksíþróttafólks út frá rafrænum spurningalistum kom meðal annars fram að stór hluti þátttakenda hefði það að markmiði að breyta líkamsþyngd- og/ eða samsetningu fyrir árangur í sinni grein. Þá var algengi blæð- ingatruflana 44% meðal íþróttakvenna í rannsókninni.73 Vert er að hafa í huga að blæðingatruflanir meðal fatlaðra íþróttakvenna gætu stafað af truflunum á taugastarfsemi sem getur haft áhrif á undirstúku-heiladinguls-eggjastokka öxulinn, óháð tiltækri orku.74,75 Loks getur hreyfihömlun haft neikvæð áhrif á beinheilsu fatlaðs íþróttafólks. Fyrir því eru ýmsar mögulegar ástæður, svo sem lömun og skortur á þungaberandi áreiti sökum fötlunarinn- ar.68 Það má því ljóst vera að fatlað íþróttafólk býr margt við ýmsar heilsutengdar áskoranir sem RED-s gæti aukið enn frekar á. Þess vegna skiptir máli að orku- og næringarefnaþarfir þess hóps fái sérstaka athygli í rannsóknum, fræðslu og forvarnarstarfi. Áhættumat og skimun Snemmbær greining íþróttafólks með RED-s skiptir miklu máli þar sem neikvæðar afleiðingar eru í flestum tilfellum afturkræf- ar ef inngrip er hafið nógu snemma.7 Beinar mælingar á tiltækri orku eru þó tímafrekt og vandasamt verkefni sem verður ekki alltaf komið við í íþróttastarfi. Hjá íþróttakonum hefur <30 kkal/ kg FFM/dag verið notað sem viðmið fyrir skerta tiltæka orku, 30- 45 kkal/kg FFM/dag sem miðlungs tiltæk orka en ≥45 kkal/kg FFM/ dag talin ákjósanleg tiltæk orka.5 Þessi viðmið byggja að mestu á upphaflegum íhlutandi skammtímarannsóknum Loucks og fé- laga76,77 sem fundu truflanir á tíðnimynstri LH og bælingu efna- skiptahormóna þegar tiltæk orka fór undir 30 kkal/kg FFM/dag í hópi óþjálfaðra kvenna. Engin slík viðmið hafa verið sett fram fyrir karla en vísbendingar eru um að þau væru lægri (skert tiltæk orka ~20-25 kkal/kg FFM/dag) sökum þess lífeðlisfræðilega munar sem er á kynjunum.18,78,79 Þá hafa þessi viðmið verið nokkuð um- deild síðastliðin ár. Má þar fyrst nefna nýlegar rannsóknir sem gefa vísbendingar um að tiltæk orka við eða undir 30 kkal/kg FFM/ dag viðmiðinu spái ekki fyrir um blæðingatruflanir í öllum til- fellum.80,81 Það gæti meðal annars skýrst af einstaklingsbundinni lífeðlisfræðilegri svörun við gefnu magni tiltækrar orku.80 Viðmið tiltækrar orku gætu því betur átt við til áhættumats og flokkun- ar fyrir stærri hópa og rannsóknir.18,80 Einnig eru ýmsar aðferða- fræðilegar áskoranir við mat á tiltækri orku utan stýrðra aðstæðna tilraunastofa og þörf á alþjóðlega viðurkenndri og staðlaðri aðferð til mats á tiltækri orku.82 Þar sem mæling tiltækrar orku er svo flókið og tímafrekt verk- efni hefur erlendis verið mælt með því að fyrst sé notaður einfaldur sannprófað- ur spurningalisti og skimunartæki, svo sem Relative Energy Deficiency in Sport Clinical Assessment Tool (RED-s CAT),83 samhliða klínískri skoðun. Slíkir listar eru enn ekki til í íslenskri þýðingu. Niðurstaða skimunar gæti þá gefið tilefni til frekara mats á þáttum eins og næringarástandi og beinþéttni.82 RED-s CAT er klínískt matstæki fyrir fagfólk til skimunar, grein- ingar og eftirfylgni íþróttafólks með RED-s. Í því skyni hefur til að mynda verið mælt með að stuðst sé við RED-s CAT í árlegri læknisskoðun og/eða ef grunur leikur á RED-s, svo sem ef einstaklingur sýnir einkenni átraskana, léttist hratt, tekur ekki út eðlilegan vöxt og þroska á kynþroskatímabil- inu, truflun verður á innkirtla- og hormónastarfsemi, meiðsli og/ eða veikindi eru tíð, skaplyndi breytist eða árangur í íþróttinni fer dvínandi. Út frá sögu og skoðun einstaklingsins má nota RED-s CAT til að flokka einstaklinga eftir áhættu í rauðan flokk (mik- il áhætta), gulan (miðlungs áhætta) eða grænan (lítil eða engin áhætta), líkt og sýnt er í töflu II. Erlendis hefur RED-s CAT verið notað til að meta áhættu af þátttöku í æfingum og keppni, sem og til að auðvelda ákvarðanir um hvort einstaklingar geti hafið æfingar aftur eða án takmarkana í kjölfar meðferðar eða inngrips. Er þar ráðlagt að þeim sem falla undir rauðan flokk sé ekki heim- iluð þátttaka í æfingum og keppni meðan ástandið er svo alvar- legt enda gæti slíkt haft alvarlegar afleiðingar á heilsu og tafið bataferli og meðferð. Þeir sem falla undir gulan áhættuflokk geta samkvæmt því haldið þátttöku áfram svo fremi að eftirlit sé með þeim, þeir framfylgi meðferðaráætlun og staðan sé endurmetin á eins til þriggja mánaða fresti.7,83 Leiðbeinandi áhættumat hef- ur einnig verið sett fram fyrir þrennu íþróttakonunnar15 en ekki verður fjallað nánar um það hér. Þá hefur Low Energy Availabil- ity in Females Questionnaire (LEAF-Q) skimunarlistinn reynst vel við að meta tíðni og áhættu kvenna á RED-s. LEAF-Q tekur til lífeðlisfræðilegra einkenna skertrar orkuinntöku; meiðsla og meltingareinkenna, reglu tíðahrings, blæðingasögu og notkunar getnaðarvarna. Áreiðanleiki og réttmæti LEAF-Q var upphaflega metið meðal úthaldsíþróttakvenna og dansara62 og er LEAF-Q sá listi sem hefur verið mest notaður í rannsóknum á íþróttakonum síðastliðin ár.8 Í nýlegri rannsókn á breskum karlkyns hjólreiða- mönnum55 var notaður spurningalisti sem var sérhannaður fyrir þá íþróttagrein samhliða klínísku viðtali (Sport-specific Energy Forsenda þess að íþróttafólk geti hámarkað afkastagetu og þjálffræðilega aðlögun er að það sé við sem besta heilsu og lífeðlisfræðileg starfsemi virki sem skyldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.