Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 23

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 23
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 409 Y F I R L I T um truflanir á vaxtarhormóns/IGF-1 öxlinum, súrefnisflutningi og starfsemi skjaldkirtils. Járnskortur getur einnig haft áhrif á frjósemi, geðheilsu og aðra heilsutengda þætti.58 Þó ekki sé algilt að járnskortur fari saman við RED-s undirstrikar þetta mikilvægi þess að viðunandi orku- og næringarefnabúskapur íþróttafólks sé tryggður. Ef um járnskort er að ræða geta bætiefni komið að gagni við að auka matarlyst og almenna líðan en þó þarf alltaf að ganga úr skugga um að tiltæk orka sé að fullu leiðrétt.12,58 Önnur áhrif RED-s á heilsufar Meðal annarra mögulegra áhrifa RED-s á heilsu eru skert starf- semi hjarta- og æðakerfis, og ónæmiskerfisins, og meltingartrufl- anir. Þessu eru gerð ítarlegri skil í greinum IOC um RED-s.7,12 Í alvarlegustu tilfellunum getur í reynd verið um lífshættulegt ástand að ræða. Áhrif á afkastagetu og íþróttaárangur Forsenda þess að íþróttafólk geti hámarkað afkastagetu og þjálf- fræðilega aðlögun er að það sé við sem besta heilsu og lífeðlis- fræðileg starfsemi virki sem skyldi. Minnkuð skilvirkni hjarta- og æðakerfis er dæmi um möguleg bein áhrif RED-s á afkastagetu, sem getur meðal annars komið fram í minnkuðu úthaldi. Þá get- ur ófullnægjandi andleg og líkamleg endurheimt haft neikvæð áhrif á vöðvamassa og virkni. Áhrif markvissrar þjálfunar eru að mörgu leyti háð eðli og sértækni þjálfunar sem geta meðal annars falist í aukinni hæfni líkamans til geymslu á glýkógeni og/eða til að hámarka nýmyndun vöðvapróteina, en skortur tiltækrar orku vinnur þvert gegn slíkum markmiðum.4,7,12 Loks má nefna að af- brigðileg hormónastarfsemi og minnkuð beinþéttni eykur líkur á veikari beinvef og álagsbrotum52 auk þess sem skert virkni ónæmiskerfis getur leitt til tíðari veikinda, svo sem sýkinga í efri hluta öndunarvega.59-61 Meltingareinkenni sem geta komið fram í RED-s eru meðal annars seinkuð magatæming og hægða- tregða62 sem getur haft verulega neikvæð áhrif á líðan og frammistöðu í æfingum og keppni. Meltingarónot og truflanir bitna meðal annars á afkastagetu og endurheimt, og óþægindi tengd meltingu eru algeng orsök þess að íþróttafólk nær ekki að ljúka keppni.63 Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á beinum áhrifum RED-s á árangur í tilteknum íþróttagreinum en fleiri byggja á niðurstöðum spurningakannana eða skoða tengsl RED-s við röðun einstaklinga á styrkleikalistum. Þær rannsóknir benda til víðtækra áhrifa á árangur.56,64-66 Verri taugavöðvavirkni (neuromuscular performance), mæld sem vöðvastyrkur og úthald kringum hné, hefur greinst hjá úthaldsíþróttakonum með tíðateppu samanborið við þær sem hafa eðlilegar tíðir. Verri taugavöðvavirkni var þar tengd minnkuðum fitufríum vöðvamassa í þeim fótlegg sem var prófaður, auk lægri styrks glúkósa, estrógens og T3 en hærri styrks kortisóls í blóði.67 Það er í nokkru samræmi við niðurstöður Vanheest og félaga65 sem gefa vísbendingar um slakari árangur íþróttakvenna með blæð- ingatruflanir en þeirra sem höfðu eðlilega virkni eggjastokka og tíðahrings. Þó ekki sé hægt að fullyrða um orsakasamhengi milli stúku-heiladinguls-kynkirtlaöxulinn gæti til að mynda verið háð magni tiltækrar orku og hvort um RED-s er að ræða.8,37 Þá er einnig þörf á frekari rannsóknum á sértækum hormónabreytingum hjá körlum sem geta tengst RED-s. Má þar nefna að rannsóknum á körlum með minnkaðan styrk testósteróns ber ekki saman um áhrif á tíðni og magn LH-framleiðslu og þar gæti eðli og tímalengd orkuskerðingar/RED-s haft sitt að segja.12,37 RED-s gæti einnig haft áhrif á frjósemi og kynhvöt.18,50 Öðrum hormónatengdum áhrifum RED-s sem geta komið fram hjá íþróttafólki af báðum kynjum, og innbyrðis tengslum þeirra, eru gerð góð skil í yfirlitsgrein Elliott-Sale og meðhöfunda.37 Til að mynda geta orðið breytingar á hormónum sem hafa með svengd- ar- og seddustjórnun að gera, svo sem lækkun á styrk leptíns og hækkun á styrk ghrelíns. Auk þess getur dregið úr losun insúlíns og mætti líta á það sem viðleitni líkamans til að auka hlut tiltækr- ar orku úr næringarefnum. Loks eru dæmi um minnkaðan styrk insúlín-líks vaxtarþáttar (Insulin-like growth factor 1, IGF-1), skjald- kirtilshormónsins þríjoðtýroníns (T3) og hækkaðan styrk streitu- hormónsins kortisóls. Þessar hormónabreytingar geta einnig valdið truflunum á tíðahring og virkni undirstúku-heila dinguls- kynkirtlaöxuls sem lýst er hér að ofan.18 Áhrif á beinheilsu Jákvæð áhrif reglubundinnar þjálfunar á beinheilsu eru vel þekkt. Það á sérstaklega við um fjölbreytta þjálfun sem felur í sér þunga- berandi álag en ekki þjálfun eins og hjólreiðar og sund sem skortir slíkt áreiti.51 Þessi jákvæðu áhrif þjálfunar á beinheilsu eru þó í flóknu samspili við tiltæka orku sem hefur bæði bein og óbein áhrif á styrk og viðhald beinvefs. Þekkt er að skortur ákveðinna næringarefna, svo sem D-vítamíns og kalks, og minnkaður styrk- ur leptíns, T3, IGF-1 og insúlíns getur haft neikvæð áhrif á bein. Þær breytingar geta einnig haft áhrif á losun og starfsemi kynhormóna.51-53 Estrógen og breytingar á styrk þess gegnum tíðahringinn gegn- ir veigamiklu hlutverki þegar kemur að beinheilsu kvenna.54 Tíðateppa og þar með viðvarandi lágur styrkur estrógens hefur því neikvæð áhrif á beinþéttni, og get- ur með tímanum leitt til álagsbrota og óafturkræfrar beinþynn- ingar.42 Áhrifa RED-s á beinheilsu gætir einnig hjá körlum, sem getur tengst minnkuðum styrk testósteróns og annarra hormóna. Tengsl tiltækrar orku við hormónatengd áhrif á bein hjá körlum eru þó ekki að fullu rannsökuð.16,37 Vísbendingar um þátt RED-s og lágs styrks testósteróns í minnkaðri beinþéttni í lendhrygg hjá úthaldsíþróttamönnum eru þó einkar áhugaverðar og gefa tilefni til frekari rannsókna.55,56 Möguleg skörun RED-s og járnskorts Járnskortur er tiltölulega algengt vandamál meðal íþróttafólks, einkum íþróttakvenna og úthaldsíþróttafólks.57 Þó tengsl járn- skorts og RED-s séu ekki að fullu þekkt eru vísbendingar um að járnskortur geti bæði verið orsök og afleiðing RED-s.12 Járnskortur getur til að mynda dregið úr matarlyst, haft áhrif á orkubúskap og efnaskipti. Þá getur járnskortur haft neikvæð áhrif á bein gegn- Áhrifa RED-s á beinheilsu gætir einnig hjá körlum, sem getur tengst minnkuðum styrk testó- steróns og annarra hormóna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.