Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 12
398 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106
R A N N S Ó K N
verið tekin upp gæðaskráning fyrir krabbamein á spítölunum á
Íslandi eins og í nágrannalöndunum fyrr en nýlega, hefur skort
staðlaðar, nákvæmar upplýsingar um greiningu og meðferð og
því ekki verið mögulegt að gera samanburð hvað það varðar við
nágrannalöndin.
Brjóstakrabbamein eru almennt flokkuð í þrjá undirflokka
byggða á vefjagerð æxlanna og þá sér í lagi tjáningu á þremur vel
þekktum viðtökum í vefjunum sem eru estrógen-, prógesterón- og
HER-2-viðtakar. Æxlin kallast þá Luminal, HER-2 eða þríneikvæð
æxli. Luminal-æxli flokkast svo enn frekar í Luminal A og Luminal
B. Luminal A-æxli tjá estrógen- og prógesterón-viðtaka, tjá ekki
HER-2-viðtaka og hafa lágt Ki-67-gildi en Ki-67 gefur til kynna hve
hratt frumur æxlisins skipta sér. Luminal B-æxli tjá estrógen-við-
taka og/eða prógesterón-viðtaka. Einnig geta Luminal B-æxli verið
HER-2 jákvæð eða neikvæð og Ki-67-gildi er hátt. Luminal B-æxli
vaxa almennt hraðar en Luminal A-æxli og horfur þeirra eru ör-
lítið verri. HER-2-æxli tjá ekki estrógen- eða prógesterón-viðtaka
en eru jákvæð fyrir HER-2-viðtakanum. Þríneikvæðu æxlin eru
eins og nafnið gefur til kynna ekki með tjáningu á neinum af fyrr-
greindum viðtökum, það er þau tjá ekki estrógen-, prógesterón-
eða HER-2-viðtaka. Æxlin eru svo einnig flokkuð eftir TNM-stig-
un, T eftir stærð, N eftir æxlisdreifingu til eitla og M eftir því hvort
fjarmeinvörp eru til staðar við greiningu.8,9
Ýmsar breytingar hafa orðið á greiningu og meðferð síðustu
ár og má til að mynda nefna innleiðingu samráðsfunda sem hófst
árið 2005. Samráðsfundir eru þverfaglegir fundir sem haldn-
ir eru annars vegar við ákvörðun fyrstu meðferðar sjúklings og
hins vegar eftir aðgerð til ákvörðunar á áframhaldandi meðferð.
Í tillögu að íslensku krabbameinsáætluninni til ársins 2020, sem
var samþykkt af velferðarráðuneytinu og gildir til 2030, er sett ár-
angursviðmið þar sem stefnt er að því að meðferð allra sjúklinga
með krabbamein skuli vera ákveðin af þverfaglegu teymi sem
ræðir ákvörðun meðferðar á sameiginlegum samráðsfundi.10,11
Gæðaskráning er stöðluð skráning á sjúkraskrárgögnum sem
gerir kleift að taka saman upplýsingar úr sjúkraskrám og skoða á
tölfræðilegu formi. Slík skráning tíðkast á hinum Norðurlöndun-
um og byrjaði á landsvísu árið 1976 í Danmörku, 2008 í Svíþjóð
og 2009 í Noregi, en Finnar hafa ekki náð að koma á lýðgrundaðri
gæðaskráningu brjóstakrabbameina. Með staðlaðri skráningu er
hægt að skoða ýmsa þætti greiningar og meðferðar og bera saman
við önnur lönd. Þessi rannsókn er liður í innleiðingu gæðaskrán-
ingar krabbameina á Íslandi þar sem greining og meðferð kvenna
með ífarandi brjóstakrabbamein er skráð að sænskri fyrirmynd.
Markmið rannsóknarinnar var að bera saman greiningu og
meðferð kvenna með ífarandi brjóstakrabbamein milli Íslands og
Svíþjóðar.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknarþýðið var allar konur sem greindust með ífarandi
brjóstakrabbamein á Íslandi frá 1. janúar 2016 til 31. desember
árið 2017. Krabbameinsskrá Íslands var notuð til að finna tilfell-
in en upplýsingar um greiningu og meðferð fengust úr sjúkra-
skrám Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri (SAk). Notuð
voru skráningarblöð brjóstakrabbameina í Heilsugáttinni til
að fylla inn breytur um greiningu og meðferð. Skráningarblöð-
in voru byggð upp að fyrirmynd sænska „Information Network
for Cancer“ (INCA) gæðaskráningarkerfisins en sjá má sænsku
skráningarblöðin á heimasíðu krabbameinsmiðstöðvar Svíþjóðar
cancercentrum.se/samverkan/.12-15
Í Heilsugáttinni voru fyllt út tvö mismunandi skráningarblöð
fyrir alla sem greindust með ífarandi brjóstakrabbamein 2016-2017.
Árin 2016-2017 höfðu 10 konur greinst með tvö ífarandi mein og
ein hafði greinst með þrjú ífarandi mein. Til samræmis við reglur
sænsku gæðaskráningarinnar var aðeins gert skráningarblað fyrir
eitt mein í hvoru brjósti. Ef fleiri en eitt mein var í sama brjósti var
skráningarblaðið fyllt út fyrir stærsta meinið.
Í fyrra skráningarblaðið var fyllt út allt sem viðkom greiningu
meinsins og ákvörðun meðferðar auk upplýsinga úr vefjameina-
fræðisvörum og aðgerðarlýsingum. Seinna blaðið sneri að undir-
búningsmeðferð (neoadjuvant) og viðbótarmeðferð (adjuvant). Ef
konan fékk meðferð bæði fyrir og eftir aðgerð voru fyllt út tvö
skráningarblöð, eitt fyrir undirbúningsmeðferð og annað fyrir
viðbótarmeðferðina. Skráð var hvort sjúklingurinn hefði fengið
lyfja-, geisla-, hormóna- og/eða líftæknilyfjameðferð og hvort hann
hefði verið þátttakandi í lyfjarannsókn.
Íslensku skráningarblöðin má sjá í heild í Heilsugátt.
Úr upplýsingunum sem skráðar voru á skráningarblöðin fékkst
gagnasett sem fært var úr Heilsugáttinni í Excel skjal. Niðurstöður
úr því voru svo bornar saman við niðurstöður frá sænsku gæða-
skráningunni um greiningu og meðferð ífarandi brjóstakrabba-
meina í Svíþjóð árin 2016-2017, en þau gögn eru aðgengileg á
heimasíðu sænsku gæðaskrárinnar undir slóðinni statistik.
incanet.se/brostcancer/.
Lýsandi tölfræði var unnin í Microsoft Excel og STATA/IC
14.1 fyrir Windows. Notað var tvíhliða kí-kvaðrat-próf til að bera
saman hlutföll og marktækni miðaðist við p-gildi <0,05. Vísinda-
siðanefnd gaf leyfi fyrir rannsókninni (17-003-V2 og 17-003-V3).
Niðurstöður
Alls greindust 486 ífarandi brjóstakrabbamein í 478 konum á Ís-
landi og 15.325 ífarandi brjóstakrabbamein í sænskum konum árin
2016-2017. Miðgildi greiningaraldurs var 63 ár á Íslandi en 66 ár í
Svíþjóð.
Mynd I sýnir samanburð milli Íslands og Svíþjóðar varðandi
forspárþætti meðal kvenna með ífarandi brjóstakrabbamein.
Hærra hlutfall sænskra kvenna (14%) en íslenskra (9%) hafði HER-
2 jákvæð æxli (p=0,01) og marktækt fleiri íslenskar konur (11%) en
sænskar (9%) höfðu þríneikvæð æxli (p=0,04). Tíðni fjarmeinvarpa
var hærri við greiningu á Íslandi (5%) miðað við í Svíþjóð (3%)
(p<0,01).
Hlutfallslega færri konur með ífarandi brjóstakrabbamein á
Tafla I. Hlutfall kvenna með ífarandi brjóstakrabbamein á aldrinum 40-69 ára sem
greindust við skimun á Íslandi og í Svíþjóð árin 2016-2017. Fjöldi (%)
Ísland Svíþjóð p-gildi
Greind við skimun
Já 136 (46) 5393 (60)
<0,01
Nei 159 (54) 3568 (40)