Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 31
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 417
Haustið 1952 varð móðir mín 17 ára. Hún
var efnilegur píanónemandi og var að búa
sig undir lokapróf frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík þegar hún mætti manni í strætó
sem heilsaði henni með handabandi og
spurði frétta af hennar fólki. Hún talaði
við hann kurteislega og kvaddi þegar hún
fór úr vagninum. Nokkrum dögum seinna
fréttist að maður þessi hefði lagst veikur
með mænusótt. Unga stúlkan hafði smit-
ast, hún veiktist, lamaðist og lá heima þar
sem amma mín, sem var hjúkrunarkona
og hafði lifað af spönsku veikina á sínum
unglingsárum, annaðist hana í heilt ár.
Ekkert varð af framhaldsnámi í útlöndum.
Hún var heppin, gekk staflaus eftir mikla
sjúkraþjálfun, þó vinstri fóturinn væri
alltaf lakari en sá hægri.
Þessi sóttarsaga er ein af mörgum í
minni fjölskyldu og líklega eiga allar
fjölskyldur sínar sögur af smitsjúkdómum
sem breyttu gangi sögu þeirra. Síðar tók
við langt farsóttahlé en nú höfum við
aftur fengið heimsókn smitsjúkdóms, sjúk-
dóms sem við kunnum ekkert á í byrjun
árs, en erum hægt og rólega að kynnast.
Þessi nýja sótt býr til sínar sögur, hún
breytir lífi einstaklinga og fjölskyldna. Á
stofum heimilislækna um allt land er rými
fyrir þessar sögur og allar aðrar. Þar kem-
ur fólk með opið leyfi til að ræða hvað sem
það lystir. Það er ekki fyrirfram ákveðið
að sagan sem sögð er þurfi að fjalla um
vandamál, sálarójafnvægi eða líkamleg
óþægindi.
Þegar samband læknis og skjólstæðings
þróast myndast rými fyrir sögurnar sem
breyttu lífinu og tækifæri gefast jafnvel
til að velta fyrir sér sambandi líkama og
sálar. Í lífi fólks verður heimilislæknir
og starfsfólk á heilsugæslunum oft fólkið
sem má hafa samband við þegar á þarf að
halda.
Þegar kórónuveiran kom í vor breyttist
vinna allra í heilbrigðiskerfinu. Við
umturnuðum öllu á nokkrum dögum.
Heimilislæknar þurftu að rifja upp hvern-
ig maður umgengst smitvarnarbúninga,
breyta samtölum á stofu í símtöl, bílastæð-
um í sýnatökusvæði, biðstofum í hrein
og óhrein svæði, vitjanabílum í búnings-
herbergi áður en farið var inn til smitaðra
einstaklinga. Við snerum öllu á hvolf á
nokkrum dögum.
Í mars COVID-göngu deildin opnuð og
í maí heyrði ég smitsjúkdómalækni segja
frá þeirri uppgötvun að merkilegasta
meðferðin hafi verið persónuleg þjónusta
á göngudeild sem fylgdist með veikum og
mat ástand þeirra eins oft og þurfa þótti.
Persónuleg þjónusta sem minnkaði kvíða
og angist, stoppaði flæði fárveikra inn á
sjúkrahús og í júlí birti Journal of Internal
Medicine grein um árangur COVID-göngu-
deildarinnar.
Aðgengi og umhyggja er eitt grund-
vallarhlutverk allrar góðrar heilbrigðis-
þjónustu, auk þess að veita viðeigandi
meðferð og eftirlit. Vel rekin og vel
fjármögnuð heilsugæsla virkar einmitt
þannig, persónuleg þjónusta opin fyrir
hverskonar heilsuvanda. Það er líka löngu
vitað að heilsugæslan fyrirbyggir veikindi
og dauða á sama hátt og sýnt var fram á
að COVID-göngudeildin gerði.
Saga móður sem rifjar upp þegar
hún hljóp með barnið sitt blánandi af
barnaveiki upp á Landakot þar sem lífi
þess var bjargað með barkaskurði, sorg
móður sem missti barnið sitt í ævilangt
fóstur til góðs fólks vegna hennar eigin
berklaveiki eru kunnuglegar farsóttar-
sögur. Nú bætast við sögur af COVID,
ættmóður sem dó ein, eldri hjón sem
veiktust en vissu það ekki fyrr en síðar
því mjaðmabrotið var mikilvægara, kon-
unni sem ekki batnaði þó fjölskyldan
sem veiktist með henni væri löngu orðin
frísk. Sögunum fjölgar enn, því miður.
Afleiðingarnar sjáum við ekki enn fyrir en
þökkum fyrir að vera minnt á áhrifamátt
aðgengis, umhyggju og hlustunar.
Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A
FAL
Guðrún Ása Björnsdóttir
Ýmir Óskarsson
FÍH
Salóme Ásta Arnardóttir
Jörundur Kristinsson
FSL
María I.
Gunnbjörnsdóttir
Gunnar Mýrdal
LR
Þórarinn Guðnason
Alma Gunnarsdóttir
Stjórn Læknafélags Íslands
Formaður Félags íslenskra heimilislæknar
salome@hglagmuli.is
LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS - MAIN LOGO + 100 YEARS ANNIVERSARY LOGO
Sóttarsögur
Salóme Ásta Arnardóttir
Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta
þeir eigin skoðanir en ekki félagsins.
Reynir Arngrímsson formaður