Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 46
432 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106
Tilgangur þessa bréfs er að kynna samkomulag Land spítala,
Sjúkrahússins á Akureyri og Krabbameinsfélagsins um samstarf
varðandi staðlaða skráningu á greiningu og meðferð krabba-
meina.
Gæðaskráning (quality registration) sem felst í söfnun og skrán-
ingu klínískra gagna á samræmdan rafrænan hátt hefur í vaxandi
mæli verið notuð á Norðurlöndunum til að fylgjast með grein-
ingu og meðferð krabbameina.
Með gæðaskráningu fæst yfirlit yfir greiningar- og með-
ferðarferli krabbameinssjúklinga frá aðdraganda greiningar til
loka fyrstu meðferðar. Einnig er fylgst með sjúklingum að með-
ferð lokinni fram að endurkomu sjúkdóms.
Vísir að gæðaskráningu hófst árið 1998 hjá Krabbameinsskrá
Krabbameinsfélagsins með söfnun upplýsinga um forspárþætti
og meðferð krabbameins í blöðruhálskirtli, í samvinnu við þvag-
færaskurðlækna. Árið 2010 efldi Krabbameinsskráin þessa starf-
semi sem náði nú til fleiri krabbameina og um leið tók samvinnan
til fleiri íslenskra skurðlækna, krabbameinslækna og meina-
fræðinga auk forsvarsmanna sænsku gæðaskráningarinnar.
Hér á landi hefur verið valið að nota þær breytur sem
skráðar eru í gagnagrunn sænsku gæðaskráningarinnar (In-
formationsnätverk för Cancervården; INCA). Þar er gæðaskráning
fyrir krabbamein vel þróuð og gott aðgengi að breytulýsingum og
niðurstöðum og skýr vilji um samstarf við Íslendinga. Æskilegt
er að velja gæðavísa sem varða greiningu, meðferð og eftirfylgd
krabbameina svo hægt sé að bera þessa þætti á Íslandi saman við
sambærilega þætti í nágrannalöndum og stuðla þannig að þjón-
ustu í hæsta gæðaflokki.
Undanfarin ár hafa læknanemar unnið að BS-verkefnum sem
byggja á gæðaskráningu fyrir krabbamein í samvinnu við lækna
Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri og starfsfólk Krabba-
meinsskrár Krabbameinsfélagsins. Notaðar eru breytulýsingar úr
sænsku gæðaskránni sem læknar og nemar þýða og staðfæra fyr-
ir tiltekin krabbamein og setja inn í skráningareyðublöð Heilsu-
gáttar, sjúkraskrárkerfis Landspítala. Fyrirliggjandi upplýsingar
úr sjúkraskýrslum eru skráðar á eyðublöðin á staðlaðan hátt.
Með samanburði við niðurstöður sænsku gæðaskrárinnar fást
gagnlegar upplýsingar um muninn á greiningu og meðferð milli
Íslands og Svíþjóðar og hafa niðurstöður verið kynntar meðal
annars á skurðlæknaþingum. Gott dæmi um afrakstur slíks ver-
kefnis er grein í þessu tölublaði Læknablaðsins um samanburð á
greiningu og meðferð ífarandi brjóstakrabbameina milli Íslands
og Svíþjóðar.
Síðustu tvö ár hafa tveir starfsmenn, þvagfæraskurðlæknir
og hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, unnið í hlutastarfi við
gæðaskráningu fyrir krabbamein og hafa störf þeirra verið fjár-
mögnuð sameiginlega af Krabbameinsfélaginu og Landspítala.
Einnig hefur læknanemi hjálpað til við samræmingu skrán-
ingarinnar milli ólíkra meina. Rauntímaskráning hófst árið 2015
fyrir nýrnakrabbamein, 2018 fyrir krabbamein í blöðruhálskirtli,
2019 fyrir krabbamein í brjóstum, eggjastokkum, eggjaleiðurum,
legbol, leghálsi og lífhimnu og árið 2020 fyrir sarkmein. Í töflu I
má sjá hve langt gæðaskráning fyrir mismunandi krabbamein er
komin.
Lagalegt umhverfi og samningar um krabbameinsskráningu
Samkvæmt Lögum um landlækni og lýðheilsu 2007/41 skal landlækn-
ir halda skrá á landsvísu, meðal annars um krabbamein, og getur
landlæknir falið öðrum að reka skrárnar.
Í Reglugerð um heilbrigðisskrár frá 2008 er lýst þeim tilgangi
Krabbameinsskrár að skrá og hafa eftirlit með greiningu og með-
ferð allra krabbameina sem greinast í sjúklingum á Íslandi og
jafnframt að tryggja gæði og meta árangur þjónustunnar. Skráðar
Gæðaskráning fyrir krabbamein
Samkomulag Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri og Krabbameinsfélags Íslands
um staðlaða skráningu á greiningu og meðferð krabbameina
Helgi Birgisson yfirlæknir Krabbameinsskrár
Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala
Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins
Sigurður E. Sigurðsson framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviðs á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Torfi Magnússon ráðgjafi framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala
Laufey Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár
B R É F T I L B L A Ð S I N S