Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 47

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 47
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 433 B R É F T I L B L A Ð S I N S eru upplýsingar um krabbameinssjúkdóma, meðferð, árangur meðferðar og afdrif sjúklinga. Heilbrigðisstofnanir og heilbrigðisstarfsmenn sem veita heil- brigðisþjónustu skulu veita skránni þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að halda heilbrigðisskrár. Árið 2008 var gerður samningur milli landlæknis og Krabbameinsfélagsins um rekstur, hýsingu, viðhald og vinnslu gagnagrunnsins Krabbameinsskrá Íslands. Í samningi þessum er vísað í starfsreglur Krabbameinsskrárinnar og er þar nánar tiltekið hvaða atriði skulu skráð í grunninn. Miðað er við að skrá ákveðnar grunnbreytur sem þarf til að sinna hlutverki Krabbameinsskrár samkvæmt ofannefndri reglugerð um heil- brigðisskrár, til dæmis æxlisgerð, forspárþætti, stigun, meðferð og endurkomu krabbameins (sbr. nýjar starfsreglur Krabba- meinsskrár Íslands, sem eru hluti af þjónustusamningi við Embætti landlæknis). Verið er að endurnýja samninginn milli Embættis landlæknis og Krabbameinsfélagsins með sérstöku tilliti til nýrra persónuverndarlaga. Íslenska krabbameinsáætlunin og markmið samkomulagsins Í tillögu að íslensku krabbameinsáætluninni til ársins 2020, sem samþykkt var af heilbrigðisráðherra með gildistíma til 2030, segir að „einstaklingum með krabbamein og aðstandendum þeirra skuli standa til boða árangursmetin þjónusta sem byggist á almennri notkun gæðaskráningar og gæðastjórnunar“. Samræmist það því markmiðum samstarfs Krabbameinsfé- lagsins, Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri um að koma á gæðaskráningu fyrir krabbamein, það er lýðgrundaðri, staðlaðri skráningu krabbameina á Íslandi til að nota við gæðaeftirlit og samanburð við önnur lönd. Áformað er að árlega verði settar fram skýrar og vel uppsettar niðurstöður sem nýtast læknum og öðrum sem bera ábyrgð á greiningu og meðferð krabba- meina. Þetta er gert til að samræma og tryggja gæði í meðferð krabbameinssjúklinga. Hlutverk Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri og Krabbameinsskrár Stjórn og fagteymi Í stjórn gæðaskrárinnar hefur framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala skipað þau Agnesi Smáradóttur krabbameinslækni, Eirík Jónsson þvagfæraskurðlækni og Jón Gunnlaug Jónasson meinafræðing. Framkvæmdastjórn Sjúkrahússins á Akureyri hefur skipað Jón Örn Friðriksson þvagfæraskurðlækni og fyrir hönd Krabbameinsfélagsins situr Helgi Birgisson yfirlæknir Krabbameinsskrár og sérfræðingur í ristil- og endaþarmsskurð- lækningum í stjórninni. Stjórnin skal hafa yfirsýn yfir skrán- ingarferlið og stuðla að samræmdri skráningu. Fyrir hvern skráningarflokk krabbameina starfar fagteymi sem í eiga sæti þrír til fjórir aðilar frá Landspítala (til dæmis krabbameinslæknir/skurðlæknir/meinafræðingur/myndgrein- ingarlæknir) ásamt fulltrúa Krabbameinsskrár Krabbameinsfé- lagsins og frá Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem við á. Fagteym- in eru tengiliðir starfsmanna við stjórn gæðaskrárinnar og taka Tafla I. Staða gæðaskráningar fyrir krabbamein á Íslandi árið 2020. Staða gæðaskráningar Krabbamein Virk rauntímaskráning Blöðruhálskirtill Brjóst Eggjastokkar, eggjaleiðarar og lífhimna Leg Legháls og leggöng Nýru Sarkmein Skráning hafin með hjálp BS-verkefna Höfuð og háls Lifur og gallvegir Magi og vélinda Ristill og endaþarmur Skjaldkirtill Skráning í burðarliðnum Briskirtill Lungu Þvagblaðra og þvagvegir Undirbúningur hafinn Eistnakrabbamein Reður Sortuæxli Ytri kynfæri kvenna afstöðu til eyðublaða, gæðavísa, afhendingar gagna til rannsókna og annarra þátta sem tengjast gæðaskráningu viðkomandi skrán- ingarflokks. Vísir að slíkum fagteymum er kominn fyrir nokkrar gerðir krabbameina og miðar gæðaskráningunni vel þar sem hún er komin í framkvæmd. Gagnasöfnun Skráningareyðublöð gæðaskrárinnar eru aðgengileg í Heilsu- gátt og eru hluti af sjúkraskrá. Á eyðublöðin eru skráð atriði sem máli skipta við greiningu, meðferð og eftirlit sjúklinga með krabbamein. Meðhöndlandi læknar og annað sérþjálfað starfsfólk Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri skráir upplýsingar á eyðublöð gæðaskrárinnar. Markmiðið er að í framtíðinni verði skráning að mestu leyti í rauntíma og að sjúkraskrárnótur, að- gerðalýsingar, myndgreiningar og meinafræðisvör verði stöðluð til að auðvelda skráningu og auka möguleika á sjálfvirkni. Starfs- fólk Krabbameinsskrár sér um að tryggja samræmi í breytulýs- ingum og öðru er lýtur að gerð eyðublaða í samráði við stjórn og fagteymi. Vinnsla, varðveisla og flutningur gagna Gögn um sjúklinga sem meðhöndlaðir eru á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri eru hluti af sjúkraskrá viðkomandi sjúklings á sjúkrahúsinu. Ákveðnar grunnbreytur úr gæðaskrán- ingunni verða fluttar með öruggum hætti frá Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri til Krabbameinsskrár. Gögnin eru persónugreinanleg og verða vistuð í Krabbameinsskrá Íslands og varðveitt þar með öruggum hætti. Krabbameinsskrá mun einnig fá til sín aðrar þær breytur úr gæðaskráningunni sem fagteymin óska eftir að Krabbameinsskráin taki að sér að gera skýrslu um, en í þeim tilvikum fylgja engin persónuauðkenni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.