Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 22
408 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106
Y F I R L I T
að ná fram breytingu á holdafari og/eða útliti, sem leiðir til þrá-
hyggjukenndrar fæðu- og æfingahegðunar26 en slíkt kann að þró-
ast út í klínískar átraskanir. Til klínískra átraskana telst lystarstol
(anorexia nervosa), lotugræðgi (bulimia nervosa), ofátsröskun (binge
eating disorder) og átröskun ekki nánar skilgreind (eating disorders
not otherwise specified, EDNOS).27 Algengi átraskana og átrösk-
unarhegðunar er ívið hærra meðal íþróttafólks en almennings,28,29
eða 6-45% meðal kvenna og 0-19% meðal karla í íþróttum.26
Rannsóknum á algengi fylgja þó ákveðnar aðferðafræðilegar
takmarkanir. Má þar nefna mun á þeim rannsóknaraðferðum sem
eru notaðar í ólíkum rannsóknum. Ýmsir sjálfsmats-skimunarlist-
ar eru notaðir og breytileiki viðmiða fyrir skilgreiningar átraskana
getur haft áhrif á niðurstöður.26 Samkvæmt bestu núverandi þekk-
ingu er algengi og áhætta átraskana hvað mest í úthaldsíþróttum
og fagurfræðilegum greinum þar sem grannur líkamsvöxtur er
gjarnan talinn mikilvægur fyrir árangur. Auk þess gera sumar
íþróttagreinar kröfu um að einstaklingurinn sé í ákveðinni þyngd
til að öðlast og halda keppnisrétti í gefnum þyngdarflokki. Aðrir
mögulegir áhættuþættir átraskana eru fullkomnunarárátta, nei-
kvæð líkamsímynd, væntingar og útlitstengd skilaboð þjálfara,
áhrif samfélagsmiðla, íþrótta- og kynjasértækir þættir.26,30 Þá geta
einnig verið tengsl milli æfingaþráhyggju, átröskunarhegðunar,
fullkomnunaráttu og RED-s.31,32
Innkirtla- og hormónastarfsemi
Tiltæk orka gegnir lykilhlutverki í þróunarlegu samhengi við að
tryggja næga orku til lífs.
Skerðing á tiltækri orku leiðir til lífeðlisfræðilegrar aðlögunar
sem miðar að orkusparnaði og viðhaldi á lífsnauðsynlegri virkni.
Þetta kemur meðal annars fram í minnkuðum efnaskiptahraða í
hvíld (resting metabolic rate, RMR)33,34 og lágu hlutfalli milli mælds
og áætlaðs hvíldarefnaskiptahraða (RMR ratio) hjá íþróttafólki
með eða í hættu á RED-s.35
Þá er æxlun, vöxtur og þroski orkufrek starfsemi sem geld-
ur iðulega fyrir hlutfallslega orkuskerðingu. Í því samhengi eru
blæðingatruflanir oft með fyrstu einkennum orkuskerðingar
hjá íþróttakonum enda eru skilyrði til getnaðar óhagstæð í því
ástandi.36,37 Blæðingatruflanir geta spannað allt frá gulbússtigi
sem er of stutt (<10 dagar) og/eða einkennist af minnkuðum styrk
prógesteróns (luteal phase defects) til fátíða (oligomenorrhea), vöntun-
ar á egglosi (anovulation) og tíðateppu (amenorrhea).38 Slíkar truflan-
ir eru algengar meðal íþróttakvenna og getur tíðni þeirra verið allt
að 70% í hinum svokölluðu áhættugreinum, eins og til dæmis út-
haldsíþróttum, fimleikum, dansi og listdansi.39,40 RED-s er aðeins
ein mögulegra orsaka tíðateppu hjá íþróttakonum en mikilvægt er
að aðrar mögulegar orsakir séu útilokaðar við greiningu.41 Þegar
orsökin er rakin til RED-s á sér stað temprun á losunarhormóni
kynhormónavaka (gonadotropin releasing hormone, GnRH) í undir-
stúku-heiladinguls-eggjastokka öxlinum sem gerir það að verkum
að losun á eggbússtýrihormóni (Follicle stimulating hormone, FSH)
og gulbússtýrihormóni (Luteinizing hormone, LH) frá fremri heila-
dingli truflast. Það hefur temprandi áhrif á framleiðslu estrógens
og leiðir til röskunar á tíðahring.42
Algengt er að karlar í úthaldsíþróttum43-45 mælist með lágan
styrk testósteróns en einnig eru dæmi þess í þyngdarmiðuðum
greinum46 og liðsíþróttum.47,48 Þessi lækkun á styrk testósteróns
gæti stafað af truflunum á undirstúku-heiladinguls-kynkirtla-
öxlinum og hefur í því skyni verið talað um þjálfunartengda
vanseytingu kynkirtla (exercise-hypogonadal male condition,
EHMC).49,50 Því má líta á EHMC sem hliðstæðu undirstúku-tíða-
teppu hjá konum en fullur skilningur á ferlinu og ólíkum áhrifa-
þáttum krefst frekari rannsókna.50 Hversu mikil lækkun verður á
styrk testósteróns og hvort þær breytingar stafi af áhrifum á undir-
Mynd 2. Áhrif RED-s á A) heilsu og B) afkastagetu/íþróttaárangur.
*Þrenna íþróttakonunnar er felld inn í líkanið til að sýna hversu afmörkuð þrennan er í samanburði við RED-s.
**Áhrif á geðheilsu geta ýmist verið orsök eða afleiðing RED-s.
Þýtt og staðfært með leyfi Mountjoy og fleiri.7