Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 15

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 15
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 401 R A N N S Ó K N má velta fyrir sér hvort erfðaráðgjöf og möguleiki á uppbyggingu brjósts eftir brottnám spili hlutverk í vali kvenna á aðgerð. Stórar rannsóknir hafa sýnt að fleygskurður og viðbótar geisla- meðferð (adjuvant radiation therapy) í kjölfarið er jafn góð meðferð og brottnámsaðgerðir fyrir minni æxli og jafnvel hefur verið sýnt fram á lengri lifun þeirra sem fóru í fleygskurð og viðbótar geisla- meðferð borið saman við brottnám.20 Í lýðgrundaðri rannsókn í Hollandi frá 2016 er sýnt fram á verndandi áhrif þess að konur með ífarandi brjóstakrabbamein undirgangist fleygskurð og í framhaldinu viðbótar geislameðferð borið saman við brottnáms- aðgerðir. Rannsóknin náði til allra kvenna sem greindust með ífar- andi krabbamein á TNM-stigum T1-2, N0-1, M0. Þar er þó einnig greint frá því að alvarleiki meinanna gæti verið ákvarðandi þáttur hvað varðar þau æxli sem valin eru fyrir fleygskurð og því ekki hægt að alhæfa svo að fleygskurður og geislameðferð í kjölfarið sé betri fyrir allar gerðir ífarandi meina borið saman við brottnáms- aðgerðir.21 Norsk rannsókn sýndi svipaðar niðurstöður þar sem konur sem fóru í brottnámsaðgerðir voru 70% líklegri til að deyja vegna brjóstakrabbameinsins heldur en þær sem fóru í fleygskurð. 22 Margir þættir geta haft áhrif á útkomu þeirra kvenna sem fara í fleygskurð miðað við brottnám. Hins vegar er ljóst að fleygskurð- ur er að minnsta kosti jafn góð aðgerð fyrir margar gerðir þeirra ífarandi meina sem greinast og ætti því að vera tekin til greina sem meðferðarúrræði í þeim tilvikum. Geislameðferð Í samræmi við evrópsku meðferðarleiðbeiningarnar er í Svíþjóð ráðlagt að að minnsta kosti 90% þeirra sem fara í fleygskurð fái geislameðferð eftir aðgerð til að minnka líkur á endurkomu. Jafnframt er ráðlagt að yfir 90% þeirra sjúklinga sem greindust með eitlameinvörp við aðgerð, fái geislameðferð eftir brottnám.8 Geislameðferð eftir fleygskurð var 7 prósentustigum fátíðari á Ís- landi miðað við Svíþjóð. Munurinn var í sömu átt en mun stærri varðandi hlutfall þeirra sem fóru í geislameðferð eftir brottnáms- aðgerðir þar sem eitlameinvörp greindust í aðgerðinni, en þar var hlutfallið 34 prósentustigum lægra á Íslandi en í Svíþjóð. Verðugt væri að athuga nánar hvaða ástæður liggja að baki þessum mikla mun. Ein möguleg skýring gæti legið í því að skurðaðgerðir í hol- hönd væru umfangsmeiri á Íslandi en í Svíþjóð, en þegar eitlar á anatómísku svæði III eru fjarlægðir er geislameðferð útilokuð í kjölfarið vegna aukinnar hættu á fylgikvillum. Í Svíþjóð er að jafn- aði ekki ráðlagt að gera eitlaaðgerð ofar en að anatómísku svæði II (level II) því ekki eru auknar líkur á endurkomu ef geislameðferð er gefin í staðinn og minni líkur eru á fylgikvillum, svo sem sog- æðabjúg, verkjum og doða. Ekki má þó gleyma því að geislameðferðin hefur líka sína síð- komnu fylgikvilla og má þá helst nefna hjartavandamál og geisla- tengd krabbamein í lunga, vélinda og brjóstavef. Með nútímageisl- unaraðferðum er þó talið að minni líkur séu á því en áður.23 Gæðaskráning brjóstakrabbameina á Íslandi Rannsóknin var lýðgrunduð og nær til allra kvenna sem greindust með ífarandi brjóstakrabbamein á Íslandi árin 2016-2017. Rann- sóknin var að hluta til (fyrir árið 2016) BS-verkefni fyrsta höf- undar við læknadeild Háskóla Íslands en var einnig styrkt af Krabbameins félagi Reykjavíkur sem gerði höfundi kleift að skrá eitt ár til viðbótar (2017) sumarið 2018. Rannsóknin var á sama tíma liður í innleiðingu gæðaskrán- ingar brjóstakrabbameina á Íslandi og leggur grunn að því að til verði stöðluð tölfræðileg gögn um greiningu, meðferð og eftir- fylgd þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein. Í Heilsugáttinni má nú finna þrjú skráningarblöð brjóstakrabba- meina, eitt fyrir allt sem viðkemur greiningu, annað fyrir meðferð og það þriðja fyrir eftirfylgd. Skráningarblöðin eru eins og áður kom fram byggð upp að fyrirmynd sænsku gæðaskráningarinn- ar. Eftir að skráningarblöðin voru notuð í þessari rannsókn, sem og áður til skráningar á in situ meinum í rannsókn Arnars Snæs Ágústssonar frá 2017, hafa blöðin tekið á sig góða mynd og verið uppfærð til að samræmast breytingum sem hafa orðið á sænsku skráningarblöðunum.24 Einnig hafa þau verið uppfærð til að auð- velda og flýta skráningu og jafnframt að laga hnökra sem fund- ust við úttekt gagnasetts úr Heilsugáttinni. Í framhaldi af þessari rannsókn var ráðinn hjúkrunarfræðingur í 20% starfshlutfall, fjár- magnað sameiginlega af Krabbameinsfélagi Íslands og Landspít- ala. Því er nú hafin rauntímagæðaskráning fyrir brjóstakrabba- mein á Íslandi. Með áframhaldandi gæðaskráningu verður til gagnagrunnur sem nota má til frekari rannsókna á brjóstakrabbameinum á Ís- landi og til samanburðar á þáttum sem við koma greiningu, með- ferð og eftirfylgd sjúklinga sem greinast með brjóstakrabbamein á Íslandi miðað við önnur lönd. Það mun gera okkur kleift að kafa dýpra í skilgreiningu ákveðinna þátta og hvaða ástæður liggja að baki tegund meðferðarvals. Þannig má tryggja bestu mögulegu meðferð og bæta enn lífslíkur og lífsgæði kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein á Íslandi. Þakkir Þakkir fá Óskar Jóhannsson krabbameinslæknir fyrir leiðsögn og uppsetningu á skráningareyðublöðum brjóstakrabbameina í Heilsugáttinni ásamt Halldóru Sigurgeirsdóttur ritara á krabba- meinsdeild. Birgir Örn Ólafsson hjúkrunarfræðingur og starfs- maður heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar Landspítala fær þakkir fyrir aðstoð við gagnaflutning. Starfsfólk Krabbameins- skrár Krabbameinsfélagsins, þau Elínborg J. Ólafsdóttir, Guðríð- ur H. Ólafsdóttir, Hrefna Stefánsdóttir, Kristín Alexíusardóttir, Olgeir Óskarson og Sigrún Stefánsdóttir veittu góða leiðsögn og hjálp við gagnaöflun og tölfræðiúrvinnslu. Yfirlæknir Leitarstöðv- ar Krabbameinsfélagsins, Ágúst Ingi Ágústsson, fær þakkir fyrir ábendingar varðandi umfjöllun um skimun fyrir brjóstakrabba- meini. Loks fær Krabbameinsfélag Reykjavíkur þakkir fyrir fjár- stuðning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.