Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 25

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 25
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 411 Y F I R L I T getnaðarvarnarpilla til að koma blæðingum af stað og/eða auka beinþéttni enda leiðrétta þær ekki hina undirliggjandi orsök. Þá kemur fram í klínískum leiðbeiningum fyrir undirstúku-tíða- teppu, sem alþjóðasamtök innkirtlasérfræðinga (The Endocrine Society)85 gefa út, að verndandi áhrif getnaðarvarnarpilla á bein séu mjög takmörkuð. Án aukningar á tiltækri orku er beinheilsu því ógnað áfram. Þá er mikilvægt að íþróttakonur sem nota slík- ar pillur sem getnaðarvörn séu meðvitaðar um að blæðingar sem getnaðarvarnarpillur framkalla eru frábrugðnar náttúrulegum blæðingum og eru einar og sér ekki til marks um eðlilegan tíða- hring. Í reynd getur undirstúku-tíðateppa verið falið vandamál þar til notkun slíkra lausna er hætt og náttúrulegar blæðingar hefjast ekki aftur innan fárra mánaða. Takist ekki að koma blæð- ingum í eðlilegt horf með markvissum breytingum á mataræði og/ eða æfingum mæla alþjóðasamtök innkirtlasérfræðinga með notk- un estradiols um húð (transdermal E2 therapy) samhliða notkun prógestíns til skamms tíma.85 Ólíkt getnaðarvarnarpillum bælir E2 um húð ekki losun og virkni IGF-1 en IGF-1 er eitt þeirra hormóna sem skiptir máli fyrir styrk og viðhald beina. Rannsóknir benda til að E2 um húð geti gagnast til aukningar á beinþéttni í tilfellum átraskana86 og blæðingatruflana87 en er þó ekki áreiðanleg getn- Availability Questionnaire and Interview, SEAQ-I). Þó er brýn þörf á þróun og sannprófun lista sem er sambærilegur LEAF-Q fyrir karla en sú vinna er komin af stað erlendis og má samkvæmt heimildum vænta LEAM-Q (Low Energy Availability in Males Questionnaire) í náinni framtíð.8,12 Meðferð við RED-s Meðferð íþróttafólks með RED-s byggist á að leiðrétta undirliggj- andi orsök, það er þann skort sem er á tiltækri orku. Til að ná því markmiði þarf iðulega að koma til aukning á orku- og næringar- efnainntöku úr fæðu og/eða minnkað æfingaálag. Í sumum tilfell- um getur þurft að gera hlé á æfingum og keppni þar til telst öruggt að hefja æfingar að nýju án þess að það komi niður á heilsu. Sé um að ræða alvarleg tilvik, svo sem undirliggjandi átröskun, er að- koma þverfaglegs teymis lækna, sálfræðinga og næringarfræðinga oft nauðsynleg.12,84 Verði truflun eða stöðvun á blæðingum íþróttakvenna sökum RED-S ætti að leitast við að leiðrétta það ástand með áðurnefndum breytingum á æfingum og/eða mataræði. Í greinum IOC um RED-s7,12 segir að ekki sé mælt með notkun Tafla II. Hlutfallslegur orkuskortur í íþróttum (RED-s) – áhættumat vegna þátttöku í íþróttum (RED-s CAT), þýtt og staðfært frá Mountjoy og fleirum.83 Erlendis er RED-s CAT ætlað sem skimunartæki fyrir fagfólk samhliða almennri heilsufarsskoðun íþróttafólks eða þegar grunur leikur á RED-s. Taflan tekur saman einkenni sem geta bent til RED-s. Því fleiri einkenni sem einstaklingurinn sýnir þeim mun meiri líkur á RED-s. Áhættuflokkunum þremur (rauður, gulur, grænn) er ætlað að vera leiðbeinandi við inngrip og meðferð. Rauður flokkur: mikil áhætta Gulur flokkur: miðlungs áhætta Grænn flokkur: engin áhætta • Lystarstol og aðrir alvarlegir átröskunarsjúkdómar • Önnur klínísk einkenni (sálfræðileg og lífeðlisfræðileg) sem tengjast skorti á tiltækri orku • Notkun öfgakenndra þyngdartapsaðferða sem leiða til lífshættulegs ástands sökum vökvaskorts • Afbrigðileg starfsemi hjarta (til dæmis mjög hægur hjartsláttur) • Viðvarandi verulega lágt hlutfall líkamsfitu (%) skv. DXA-mælingu eða annarri viðurkenndri aðferð • Hratt þyngdartap (5-10% á einum mánuði) • Stöðnun á eðlilegum vexti og þroska ungmenna í íþróttum • Blæðingatruflanir: Undirstúku-tíðateppa (meira en 3 mánuðir) • Tíðabyrjun eftir 15 ára aldur • Óeðlileg hormónagildi hjá körlum • Minnkuð beinþéttni (milli mælinga eða Z-skor < -1 SD) • Saga um eitt eða fleiri álagsbrot sem tengjast hormóna- eða blæðingatruflunum og/eða skorti á tiltækri orku • Líkamleg eða sálfræðileg einkenni vegna skertrar tiltækrar orku og/eða átraskana • Langvarandi hlutfallslegur orkuskortur • Átröskunarhegðun sem hefur neikvæð áhrif á aðra liðsfélaga • Slök meðferðarheldni • Heilbrigð líkamsþyngd og vöxtur sem er viðhaldið án öfgakenndrar fæðu- og æfingahegðunar • Heilsusamlegar fæðuvenjur og næg tiltæk orka • Eðlileg hormóna- og efnaskiptastarfsemi • Eðlileg beinþéttni miðað við íþrótt, aldur og þjóðerni • Heilbrigt stoðkerfi DXA: tvíorku röntgengeislagleypnimæling (dual energy X-ray absorptimetry).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.