Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - sept 2020, Qupperneq 25

Læknablaðið - sept 2020, Qupperneq 25
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 411 Y F I R L I T getnaðarvarnarpilla til að koma blæðingum af stað og/eða auka beinþéttni enda leiðrétta þær ekki hina undirliggjandi orsök. Þá kemur fram í klínískum leiðbeiningum fyrir undirstúku-tíða- teppu, sem alþjóðasamtök innkirtlasérfræðinga (The Endocrine Society)85 gefa út, að verndandi áhrif getnaðarvarnarpilla á bein séu mjög takmörkuð. Án aukningar á tiltækri orku er beinheilsu því ógnað áfram. Þá er mikilvægt að íþróttakonur sem nota slík- ar pillur sem getnaðarvörn séu meðvitaðar um að blæðingar sem getnaðarvarnarpillur framkalla eru frábrugðnar náttúrulegum blæðingum og eru einar og sér ekki til marks um eðlilegan tíða- hring. Í reynd getur undirstúku-tíðateppa verið falið vandamál þar til notkun slíkra lausna er hætt og náttúrulegar blæðingar hefjast ekki aftur innan fárra mánaða. Takist ekki að koma blæð- ingum í eðlilegt horf með markvissum breytingum á mataræði og/ eða æfingum mæla alþjóðasamtök innkirtlasérfræðinga með notk- un estradiols um húð (transdermal E2 therapy) samhliða notkun prógestíns til skamms tíma.85 Ólíkt getnaðarvarnarpillum bælir E2 um húð ekki losun og virkni IGF-1 en IGF-1 er eitt þeirra hormóna sem skiptir máli fyrir styrk og viðhald beina. Rannsóknir benda til að E2 um húð geti gagnast til aukningar á beinþéttni í tilfellum átraskana86 og blæðingatruflana87 en er þó ekki áreiðanleg getn- Availability Questionnaire and Interview, SEAQ-I). Þó er brýn þörf á þróun og sannprófun lista sem er sambærilegur LEAF-Q fyrir karla en sú vinna er komin af stað erlendis og má samkvæmt heimildum vænta LEAM-Q (Low Energy Availability in Males Questionnaire) í náinni framtíð.8,12 Meðferð við RED-s Meðferð íþróttafólks með RED-s byggist á að leiðrétta undirliggj- andi orsök, það er þann skort sem er á tiltækri orku. Til að ná því markmiði þarf iðulega að koma til aukning á orku- og næringar- efnainntöku úr fæðu og/eða minnkað æfingaálag. Í sumum tilfell- um getur þurft að gera hlé á æfingum og keppni þar til telst öruggt að hefja æfingar að nýju án þess að það komi niður á heilsu. Sé um að ræða alvarleg tilvik, svo sem undirliggjandi átröskun, er að- koma þverfaglegs teymis lækna, sálfræðinga og næringarfræðinga oft nauðsynleg.12,84 Verði truflun eða stöðvun á blæðingum íþróttakvenna sökum RED-S ætti að leitast við að leiðrétta það ástand með áðurnefndum breytingum á æfingum og/eða mataræði. Í greinum IOC um RED-s7,12 segir að ekki sé mælt með notkun Tafla II. Hlutfallslegur orkuskortur í íþróttum (RED-s) – áhættumat vegna þátttöku í íþróttum (RED-s CAT), þýtt og staðfært frá Mountjoy og fleirum.83 Erlendis er RED-s CAT ætlað sem skimunartæki fyrir fagfólk samhliða almennri heilsufarsskoðun íþróttafólks eða þegar grunur leikur á RED-s. Taflan tekur saman einkenni sem geta bent til RED-s. Því fleiri einkenni sem einstaklingurinn sýnir þeim mun meiri líkur á RED-s. Áhættuflokkunum þremur (rauður, gulur, grænn) er ætlað að vera leiðbeinandi við inngrip og meðferð. Rauður flokkur: mikil áhætta Gulur flokkur: miðlungs áhætta Grænn flokkur: engin áhætta • Lystarstol og aðrir alvarlegir átröskunarsjúkdómar • Önnur klínísk einkenni (sálfræðileg og lífeðlisfræðileg) sem tengjast skorti á tiltækri orku • Notkun öfgakenndra þyngdartapsaðferða sem leiða til lífshættulegs ástands sökum vökvaskorts • Afbrigðileg starfsemi hjarta (til dæmis mjög hægur hjartsláttur) • Viðvarandi verulega lágt hlutfall líkamsfitu (%) skv. DXA-mælingu eða annarri viðurkenndri aðferð • Hratt þyngdartap (5-10% á einum mánuði) • Stöðnun á eðlilegum vexti og þroska ungmenna í íþróttum • Blæðingatruflanir: Undirstúku-tíðateppa (meira en 3 mánuðir) • Tíðabyrjun eftir 15 ára aldur • Óeðlileg hormónagildi hjá körlum • Minnkuð beinþéttni (milli mælinga eða Z-skor < -1 SD) • Saga um eitt eða fleiri álagsbrot sem tengjast hormóna- eða blæðingatruflunum og/eða skorti á tiltækri orku • Líkamleg eða sálfræðileg einkenni vegna skertrar tiltækrar orku og/eða átraskana • Langvarandi hlutfallslegur orkuskortur • Átröskunarhegðun sem hefur neikvæð áhrif á aðra liðsfélaga • Slök meðferðarheldni • Heilbrigð líkamsþyngd og vöxtur sem er viðhaldið án öfgakenndrar fæðu- og æfingahegðunar • Heilsusamlegar fæðuvenjur og næg tiltæk orka • Eðlileg hormóna- og efnaskiptastarfsemi • Eðlileg beinþéttni miðað við íþrótt, aldur og þjóðerni • Heilbrigt stoðkerfi DXA: tvíorku röntgengeislagleypnimæling (dual energy X-ray absorptimetry).

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.