Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 32
418 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106
Á heimsmælikvarða
í heimsfaraldri
Martröð og sigrar, segir Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir, um stöðu
sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í baráttunni gegn heimsfaraldri. Deildin fer
í þessum faraldri frá því að vera illa tækjum búin og í slæmu húsnæði í að komast á
heimsmælikvarða. Hún fær brátt alþjóðlega faggildingu
„Ég vildi að maður gæti sagt starfsfólkinu
að álagið væri að minnka en það virðist
bara bætast í verkefnin,“ segir Karl G.
Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á
sýkla- og veirufræðideild Landspítala.
Hann segir að nú eftir sumarið verði bún-
aður deildarinnar á heimsmælikvarða.
Margt hafi breyst til batnaðar í þessum
heimsfaraldri.
„Í upphafi skorti tæki, svo sýna-
tökusett og hvarfaefni, tæki biluðu,
afkastagetan var of lítil. Þá fengum við
landamæraskimunina á okkar borð ofan
á greiningar á öðrum sjúkdómum,“ segir
Karl sem viðurkennir að síðustu mánuðir
hafi verið þeir annasömustu á ferlinum,
sem spannar orðið rúma fjóra áratugi.
„Oft hefur verið unnið undir miklu
álagi en þetta er það mesta sem ég hef lent
í á starfsferlinum,“ segir hann. „Við höf-
um staðið í mikilli krísustjórnun og alltaf
vonað að hlutirnir færu að róast, jafnvel
vonast eftir einum eða tveimur frídögum.
En alltaf hefur eitthvað komið upp á,“ seg-
ir hann. En hvenær býst hann svo við að
álagið minnki?
Samstarf við Kára
„Við getum ekki keyrt mikið lengur eins
og við gerum núna. Þess vegna erum við
að fara í samstarf við Íslenska erfðagrein-
ingu. Við fáum að nýta tækjabúnað þeirra
í samvinnu við þá,“ segir Karl þar sem við
hittum hann á rannsóknarstofunni í Ár-
múla þriðjudaginn 11. ágúst. Átján starfs-
menn sýkla- og veirufræðideildarinnar
flytjast í hús Íslenskrar erfðagreiningar
um miðjan mánuðinn. Afköstin aukast
verulega, eða um 5000 sýni, og deildarinn-
ar sjálfrar í 4000 sýni á dag með nýju tæki
sem kemur í nóvember.
„Samstarfið eykur afkastagetuna, en
vinnuna líka, því eftir því sem við grein-
um meira, eykst vinnan. En það er vissu-
lega gott að geta aukið afkastagetuna og
þannig orðið við óskum stjórnvalda um að
skima svona mikið meðfram því sem við
greinum sjúklingasýnin frá heilbrigðis-
stofnunum.“
Vanbúin til áratuga
Sýkla- og veirufræðideildin hefur verið
áberandi í fréttum nú í heimsfaraldrinum.
Greint var frá því í fréttum RÚV í lok maí
að tvær efstu hæðir húss deildarinnar
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Hlustið á viðtalið
á hlaðvarpi
Læknablaðsins
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspít-
ala, er stoltur af deildinni sem hefur færst frá því að vera vanbúin
yfir í að vera á heimsmælikvarða í heimsfaraldri. Mynd/gag