Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 13
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 399
R A N N S Ó K N
aldrinum 40-69 ára höfðu samkvæmt niðurstöðunum greinst við
skimun á Íslandi (46%) miðað við Svíþjóð (60%) (tafla I). Þar sem
efri mörk skimunaraldurs eru 74 ár í Svíþjóð en 69 ár á Íslandi var
konum sem greindust við skimun eftir 69 ára aldur í Svíþjóð sleppt
úr samanburðinum til að spanna sama aldursbil.
Meðferðarákvörðun var tekin á samráðsfundum í allflestum
tilvikum bæði á Íslandi og í Svþjóð en í töflu II má sjá hlutfall sjúk-
linga sem teknir voru fyrir á samráðsfundum fyrir fyrstu meðferð
og eftir aðgerð á Íslandi og í Svíþjóð. Marktækt færri tilfelli voru
tekin fyrir á samráðsfundum fyrir fyrstu meðferð og eftir aðgerð
á Ísland miðað við Svíþjóð árið 2016. Hins vegar var hvorki mun-
ur á tíðni samráðsfunda fyrir fyrstu meðferð né eftir aðgerð árið
2017, en yfir 98% tilfella voru tekin fyrir á samráðsfundum bæði á
Íslandi og í Svíþjóð.
Mynd II sýnir samanburð á varðeitlatöku, tegund aðgerða og
geislameðferð ífarandi brjóstakrabbameina milli Íslands og Sví-
þjóðar. Í Svíþjóð var gerð varðeitlataka í 94% aðgerða á árunum
2016-2017 en á Íslandi í 69% aðgerða (p<0,01). Í Svíþjóð var fleyg-
skurður gerður á æxlum ≤30 mm í 80% tilvika 2016-2017 en á Ís-
Mynd 1. Forspárþættir ífarandi brjóstakrabbameina á
Íslandi og í Svíþjóð árin 2016-2017.
Luminal: Æxli sem tjá estrógen- og/eða prógesterón-viðtaka; HER-2: Æxli sem tjá HER-2-viðtakann en
ekki estrógen- eða prógesterón-viðtaka; Þríneikvætt: Æxli sem tjá ekki estrógen-, prógesterón- eða
HER-2-viðtaka; M1: Æxli sem hafa fjarmeinvörp við greiningu.
Mynd II. Samanburður aðgerðar- og meðferðarþátta
brjóstakrabbameina milli Íslands og Svíþjóðar 2016-2017.
*Æxli sem einnig höfðu eitt eða fleiri eitlameinvörp (N1-3).
Tafla II. Notkun samráðsfunda við ákvörðun meðferðar hjá konum með
brjóstakrabbamein á Íslandi og í Svíþjóð. Fjöldi (%)
Ísland Svíþjóð p-gildi
2016
Samráðsfundur fyrir aðgerð
Já 207 (92) 7363 (98) <0,05
Nei 19 (8) 117 (2)
Samráðsfundur eftir aðgerð
Já 216 (96) 6766 (99) <0,05
Nei 10 (4) 50 (1)
2017
Samráðsfundur fyrir aðgerð
Já 231 (98) 7700 (98) 0,2
Nei 5 (2) 118 (2)
Samráðsfundur eftir aðgerð
Já 210 (99) 7060 (99) 0,1
Nei 3 (1) 41 (1)