Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 21
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 407
Y F I R L I T
ingar á áhrifum RED-s á heilsu og árangur íþróttafólks, mikilvægi
skimunar og snemmbærs inngrips.
Þróun skilgreiningar – frá þrennu íþróttakonunnar til RED-s
Þrenna íþróttakonunnar var fyrst sett fram á tíunda áratugnum
og lýsti sambandi átraskana, tíðateppu og beinþynningar.13,14 Þá
var talið að þessi neikvæðu merki þyrftu öll að koma fram sam-
tímis svo um þrennu íþróttakonunnar væri að ræða en samkvæmt
endurskilgreiningu The American College of Sports Medicine
(ACSM)6 frá árinu 2007 lýsir þrennan innbyrðis tengslum milli
tiltækrar orku, tíðahrings og beinþéttni sem setja má fram á rófi.
Hver þessara þriggja þátta getur því spannað allt frá eðlilegu
ástandi til einkenna á borð við of litla tiltæka orku með eða án
átraskana, undirstúku-tíðateppu ( functional hypothalamic amenorr-
hea) og beinþynningu (mynd 1). Á öðrum enda rófsins styður góð
næring og hæfilegt þjálfunarálag við heilsu og líðan íþróttakon-
unnar þannig að tiltæk orka er nægileg, reglulegum tíðahring er
viðhaldið og beinabúskapur er eðlilegur. Á hinum endanum ber á
klínískum einkennum of lítillar tiltækrar orku þar sem beinþéttni
minnkar og röskun tíðahrings kemur fram.6,15
Í ljósi þess að skortur á tiltækri orku getur haft víðtækari
áhrif en þrennan nær yfir, setti IOC fram RED-s-hugtakið árið
2014.7 Ólíkt þrennunni nær RED-s ekki eingöngu til áhættuþátta
hjá konum þar sem ljóst er að neikvæðra áhrifa gætir einnig hjá
körlum.10,16 Áhrif RED-s geta meðal annars falið í sér skerðingu
á efnaskiptahraða, hormónastarfsemi og tíðahring kvenna,
beinheilsu, ónæmisvörnum, nýmyndun próteina og starfsemi
hjarta- og æðakerfis.7,12 Slík skerðing á líkamsstarfsemi getur haft
langvarandi neikvæð áhrif á heilsu og íþróttaárangur (mynd 2).
Til árangurstengdra þátta má telja minnkaða afkastagetu, slakari
endurheimt, skerta samhæfingu, slævða dómgreind og auknar
líkur á meiðslum. RED-s kemur ekki að fullu í stað þrennunnar
heldur mætti líta á RED-s sem útvíkkun hennar. Á mynd 2A hef-
ur þrennan verið felld inn í RED-s líkanið sem lýsir áhrifum á
heilsu.12,17 Rétt er að geta þess að þó fræðasamfélagið vísi í dag í
auknum mæli til RED-s fremur en þrennunnar ríkir ekki fullkom-
in eining um þessa nýju hugtakanotkun og vilja sumir frekar tala
um þrennu íþróttafólks með tilliti til kyns.16,18,19
Helstu orsakir RED-s
RED-s getur stafað af ýmsum orsökum. Má þar fyrst nefna að anna-
samur lífsstíll og mikið æfingaálag hjá íþróttafólki getur valdið
orkuþörf langt umfram meðalorkuþörf. Í sumum tilfellum gerir
íþróttafólk sér ekki grein fyrir þessari auknu þörf eða á í erfiðleik-
um með að neyta nægilegs magns matar.4 Til að mynda er þekkt að
íþróttakonur sem neyta fyrst og fremst fæðis með lága orkuþéttni
geta átt erfitt með að uppfylla orkuþörf sína.20 Með orkuþéttni er
átt við fjölda hitaeininga á hvert gramm af fæðutegund eða í mál-
tíð. Fæðutegundir sem hafa lága orkuþéttni eru almennt ríkar af
vökva og trefjum en fitusnauðar, svo sem grænmeti, ávextir og
önnur jurtafæða.21,22 Hátt hlutfall trefja og mikið vökvarúmmál
eykur seddutilfinningu sem hefur áhrif á hversu mikla orku við-
komandi ræður við að borða. Því getur hlutfallslega mikil neysla
matvæla með lága orkuþéttni orsakað skerta tiltæka orku og haft
áðurnefndar afleiðingar á tíðahring og almenna heilsu iðkand-
ans.20 Þá eru vísbendingar um að heildarorkuinntakan ein og sér
skipti ekki bara máli heldur einnig dreifing máltíða og þar með
jafnvægi í orkuinntöku yfir daginn.23 Hjá úthaldsíþróttafólki hefur
aukinn fjöldi klukkustunda sem varið er í orkuskorti (within day
energy deficiency) verið tengdur minnkuðum hvíldarefnaskipta-
hraða, neikvæðum áhrifum á blóðgildi og truflunum á blæðing-
um og hormónastarfsemi.24,25
RED-s getur einnig stafað af notkun þyngdarstjórnunaraðferða
sem mætti í sumum tilfellum líta á sem áhættuhegðun.4 Mögu-
leg birtingarmynd þess er að einstaklingur hafi væntingar um
Tafla 1. Lykilatriði í umfjöllun um RED-s.
➟ Hlutfallslegur orkuskortur í íþróttum (RED-s) vísar til viðvarandi skorts á
tiltækri orku. Tiltæk orka er sú orka sem stendur eftir fyrir grunnstarfsemi
líkamans þegar búið er að draga þá orku sem varið er við líkamlega þjálfun
frá orkunni sem fæst úr fæðunni sem neytt er dag hvern.
➟ RED-s er algengt vandamál meðal íþróttafólks og getur komið fram hjá
iðkendum í öllum íþróttagreinum, óháð kyni og getustigi.
➟ RED-s getur haft neikvæð áhrif á heilsu og árangur til lengri og skemmri
tíma. Snemmbær greining og inngrip skiptir sköpum til að koma í veg fyrir
langvarandi og óafturkræfar afleiðingar.
➟ Meðferð byggist á að leiðrétta undirliggjandi orsök með breytingum á
æfingaálagi og/eða orkuinntöku og krefst gjarnan þverfaglegrar nálgunar.
➟ Tíðateppa og aðrar blæðingatruflanir eru hvorki æskilegar né eðlilegar
afleiðingar íþróttaiðkunar hjá konum.
➟ Þörf er á rannsóknum á algengi og birtingarmyndum RED-s meðal íslensks
íþróttafólks.
Mynd 1. Þrenna íþróttakonunnar, íslenskun á líkani frá Nattiv og fleirum.6