Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 43
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 429
Dr. Ian Jackson lést 2. ágúst 2020 á heimili sínu í Bandaríkjunum,
85 ára gamall. Síðustu 10 ár ævinnar herjaði Alzheimer-sjúk-
dómurinn á hann.
Ian var sannur Skoti, glaðvær og harðduglegur. Hann var
menntaður í Skot landi og starfaði við Canniesburn-spítalann í
Glasgow uns hann fór til Bandaríkjanna 1979 þar sem honum
bauðst staða yfirlæknis við Mayo Clinic í Minnesota. Árið 1989
fluttist hann til Michigan og setti á stofn The Craniofacial Institu-
te við Providence-spítalann í Southfield.
Ian kom fyrst til Íslands 1978 í boði Skurðlæknafélags Íslands
og hélt fyrirlestra um þann þátt lýtalækninga sem hann fékkst
við, einkum óvenjuleg vandamál á andlitsbeinum, sem voru
tilkomin ýmist vegna slysa, afleiðinga krabbameinsaðgerða eða
voru meðfædd. Ian var þá þegar í fremstu röð skurðlækna sem
voru að þróa sérgrein þá sem á ensku er kölluð Craniofacial sur-
gery. Hann átti eftir að koma oft til Íslands og flytja fyrirlestra á
þingum Skurðlækna félagsins og þegar íslenskir læknar sáu um
þing Norrænna lýtalækna.
Einnig kom Ian oft hingað til að leysa erfið læknisfræðileg
vandamál með íslenskum kollegum sínum sem áttu þar vísan
stuðning.
Ian og konu hans Marjorie leið vel á Íslandi og eignuðust hér
marga vini. Þessi skosku hjón sögðu oft að hér væru þau eins og
heima hjá sér og áttu þá við bæði land og þjóð. Við söknum góðs
kollega og sanns vinar.
Sigurður E. Þorvaldsson
M I N N I N G A R O R Ð
Minningarorð
Vísinda- og þróunarstyrkir
Haustúthlutun 2020
Vísindasjóður Félags íslenskra heimilislækna (FÍH) úthlutar styrkjum til vísinda- og
þróunarverkefna á sviði heilsugæslu tvisvar á ári. Lögð er áhersla á að styrkja rannsóknir í
heimilislækningum, um heimilislækningar og á forsendum heimilislækninganna sjálfra.
Sjóðurinn veitir einnig sérstaka starfsstyrki til slíkrar vinnu.
Umsóknir um haustúthlutun fyrir styrkárið 2020 þurfa að berast sjóðnum fyrir 20. október næstkomandi.
Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.
Umsóknum ber að skila rafrænt til Margrétar Aðalsteinsdóttur (margret@lis.is ), hjá Læknafélagi Íslands, Hlíðasmára 8, 201
Kópavogi, ásamt rannsóknar- og fjárhagsáætlunum eða framgangsskýrslu ef um endurumsókn sama verkefnis er að ræða.
Umsóknareyðublað er að finna á innra neti heimasíðu Læknafélagsins, www.lis.is, á heimasvæði FÍH.
Starfsstyrkir geta verið allt frá 1 til 12 mánaða í senn. Upphæð starfsstyrks miðast við fasta upphæð sem svarar til dagvinnulauna styrkþega
og er þá tekið mið af menntun og starfsaldri, þó aldrei hærri en sem svarar dagvinnulaunum yfirlæknis í heilsugæslu. Sé styrkþegi starfandi á
heilbrigðisstofnun innan heilsugæslunnar leggur stjórn Vísindasjóðsins til að styrkurinn verði greiddur beint til þeirrar stofnunar. Á móti komi að
forsvarsmenn stofnunarinnar sjái til þess að styrkþegi haldi áfram starfi sínu, óbreyttum launum og réttindum, en fái jafnframt tíma til að sinna
rannsóknarstörfum á dagtíma. Sjóðurinn veitir að jafnaði starfsstyrki til verkefna sem krefjast minnst tveggja mánaða vinnu eða meir.
Við mat á umsóknum er lögð áhersla á að rannsóknarverkefnið sé á forsendum heilsugæslunnar. Sé um vísindaverkefni að ræða er einnig lögð
áhersla á tengsl rannsakenda við heimilislæknisfræði Háskóla Íslands eða aðra akademíska háskólastofnun í heimilislækningum.
Nánari upplýsingar veitir Emil L. Sigurðsson (emilsig@hi.is)
Stjórn Vísindasjóðs FÍH
Ian og Marjorie Jackson ásamt Sigurði E. Þorvaldssyni lýtalækni og eiginkonu hans,
Jónu Þorleifsdóttur, á þingi Norrænna lýtalækna í Reykjavík árið 2010.