Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 39

Læknablaðið - sep. 2020, Blaðsíða 39
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 425 þýði. Það á ekki við í öllum sérgreinum.“ Hún gantast þó með að í ljósi þess að allir læri hlutina eins í faginu þá skorti kannski fag- legan ágreining, rifrildi og rökræður, um hvernig eigi að gera þá. Atvinnuöryggi en þó ekki Steinþór bendir á að þótt atvinnuöryggi lækna sé mikið sé ekki tryggt að hann fái ráðningu sem sérnámslæknir á Selfossi þegar náminu ljúki. „Námið er engin trygging fyrir starfi. Ég er fluttur í Rangárþing. Það getur enginn lofað því að ég fái vinnu í hér- aðinu eftir námið. Ef það verður ekki þarf ég að keyra hingað til Reykjavíkur og sækja vinnu.“ Elínborg lítur á hann. „Ég held þú fáir vinnu.“ Þau hlæja. „En það er rétt. Þú ert að taka áhættu.“ Elínborg segir að þegar hún hafi komið úr námi árið 1997 hafi ekki verið lausar stöður heimilislækna í Reykjavík. „Einu sinni vantaði heimilislækna en samt fengu þeir ekki vinnu. Við verðum að treysta því að sú staða komi ekki upp aftur að heilsugæslan verði svelt. Ég neita að trúa því.“ Hún bendir á að stór hópur lækna sem hafi útskrifast í kring- um 1990 nálgist eftirlaun. „Á næstu 10 árum eru næstum 100 heimilislæknar að verða 67 ára og eldri, þar á meðal ég. En sem betur fer hefur prógrammið stækkað það mikið að við sjáum fram á að útskrifa 12-14 heimilislækna á ári eftir einhver ár. Núna undanfarið hafa þeir verið 8-9 á ári.“ Ásóknin sé það mikil í námið. „Ég hef því mun minni áhyggjur af þessu en ég hafði fyr- ir tveimur til þremur árum.“ Eftirspurn reynir á kerfið Elínborg segir fjöldann sem læri heimilislækningar sérstaklega góðar fréttir fyrir landsbyggðina. „Við erum með 25 sérnáms- lækna úti á landi núna. Þeir voru 23 í fyrra.“ Hún segir þó enn vanta heimilislækna úti á landi. Landsbyggðin þurfi um 100 lækna en hafi um 60 menntaða heimilislækna. „Það er skortur úti á landi en mér finnst jákvætt að fleiri og fleiri hafa verið tilbúnir að starfa á landsbyggðinni. Þar er heil- mikið vinnuálag, en á móti kemur líka að þar er vinnan fjölbreytt og lærdómskúrfan brött,“ segir hún. Elínborg vill þó gjarnan koma á tengslum við Svíþjóð til að anna aukinni eftirspurn í námið. „Um áramót verða nærri 70 í sérnáminu og ég veit ekki hvort við getum tekið fleiri,“ segir hún. Bæði skorti húsnæði og handleiðara, fjölgi nemendum. Þá lýsir hún áhyggjum sínum yfir að eftir nokkur ár geti að óbreyttu myndast skortur á stöðugildum fyrir heimilislækna. „Hvað gerist eftir þrjú til fjögur ár þegar 17-18 manns koma út úr prógramminu og ætla að fá vinnu?“ Námsstöðurnar séu kost- aðar af sjúkrastofnununum sem hafi vart efni á að ráða fólk og fjölga sérnámslæknum. Huga þurfi að þessu. Læknar til framtíðar En hvar sjá þau Áslaug og Steinþór sig eftir 20 ár. „Bara í sveitinni,“ segir Steinþór ákveðinn. Hann sé með „blandaðan dýragarð“ við heimili sitt. Hesta, kindur, ketti, hunda og hænur. Áslaug hugsar sig um. „Já, kannski í Grafarvoginum. Ég sé í það minnsta fyrir mér að ég verði hér á heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Kannski heima á Akureyri. Það er möguleiki að fara aftur heim. Það kem- ur til greina,“ segir hún og brosir. „Já, ég spyr fólk alltaf þegar það skráir sig í námið hvaðan það sé,“ segir Vestmannaeyingurinn Elínborg. Það sé kostur að vera utan af landi.“ Áslaug grípur boltann. „Auðvitað blundar alltaf í manni að fara aftur heim.“ Elínborg er stolt af náminu og vexti þess en saknar þess að starfa ekki meira með sjúklingum. „Nú er ég einn dag í viku á stofu og ég sakna fólksins. Það er svo gaman að vera í viðtölum. Þetta starf er einstakt.“ Áslaug Baldvinsdóttir læknir á Heilsugæslunni í Grafarvogi, Elínborg Bárðardóttir kennslustjóri og Steinþór Runólfsson læknir á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suður- lands á Selfossi, ræða framtíð og áskoranir í sérnámi í heimilislækningum. Mynd/gag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.