Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - sept 2020, Qupperneq 41

Læknablaðið - sept 2020, Qupperneq 41
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 427 aðgerðir þarf til að taka stærri æxli,“ segir hún og hvetur konur til að mæta í skimanir. Hún vonar að breytingarnar framundan á skimunarferlinu verði til bóta, en stefnt er að því að Landspítali taki við þeim. Svanheiður segir erfitt að vera krabbameinssjúklingur í heims- faraldri. „Það hefur verið áskorun að endurskipuleggja greiningar, meðferðir og eftirlitsferla sjúklingahóps okkar með það í huga að verja bæði starfsfólk og sjúklinga gegn smiti,“ segir hún, og að þau fylgist náið með þróuninni erlendis. Krabbamein í skugganum „Við höfum setið fjarfundi til að fylgjast með breytingum á al- þjóðlegum klínískum leiðbeiningum nú þegar meðferðarröðun brjóstakrabbameins hefur raskast vegna COVID-19,“ segir hún. Tímarnir taka á sjúklingana. „Mér finnst hafa gleymst að tala um það hvernig er að vera krabbameinssjúklingur á COVID-19 tím- um,“ segir hún og fer yfir stöðuna. „Einangrunin er sjúklingunum erfið og einnig að takmarkað sé hve margir aðstandendur mega vera með þeim í ferlinu.“ Þá hafi aðgangur að göngudeildinni verið takmarkaður sem og stuðnings- net við sjúklinga. „Loka þurfti tímabundið fyrir sálfræðiaðstoð, sjúkraþjálfun og flestalla aðra stuðningsmeðferð,“ segir hún. „Þetta hefur verið áskorun en gengið vel.“ Svanheiður segir að þurft hafi að forgangsraða á deildinni. Engar valaðgerðir eða flóknari uppbyggingaraðgerðir, sem krefjast lengri aðgerðartíma og sjúkrahúslegu, hafi verið gerðar. „Síðbúnar Svanheiður hvetur konur hér á landi til að mæta í brjóstaskimun. Hjá íslenskum konum finnast stærri æxli en í Svíþjóð því þau uppgötvast seinna en ef þær kæmu reglulegar í skimun. Hér er Svanheiður með dóttur sína Önnu Júlíönu. Mynd/gag brjóstauppbyggingar voru settar á ís. Einnig áhættuminnkandi aðgerðir,“ segir hún og vísar þar til aðgerða vegna BRCA- gensins og þess sem hún nefnir önnur áhættustökkbreytinga- brjóstakrabbamein. „Öll starfsemin er þó sem betur fer orðin nokkuð eðlileg. Við höfum náð að vinna upp aðgerðarbiðlista og gerum í dag allar gerðir af brjóstaaðgerðum,“ segir hún. Málþing á Læknadögun Svanheiður segir framþróunina í meðhöndlun brjóstakrabba- meins hafa verið mikla síðustu ár. Lögð sé áhersla á þverfaglega nálgun og heildstæð meðferðarúrræði. Umfang brjóstaskurð- lækninga hafi verið í stöðugri þróun. „Allt frá ofurróttæku brjóst- og eitlanámi til hlutabrottnáms og uppbyggingaraðgerða.“ Áhersla sé einnig lögð á að halda lífsgæðum sem mestum eftir krabbameinsskurðaðgerðir en 60% kvenna gangist undir hlutabrottnám brjósts með eða án hlutauppbyggingar en 40% upplifi brjóstnám. „Hjá brjóstnámshópnum er unnið samhliða að uppbyggingu brjóstsins í krabbameinsaðgerðinni hjá 60% þeirra eða samhæfingu á hinu brjóstinu,“ segir hún og stefnir á að stýra málþingi um brjóstakrabbamein á Læknadögum í janúar. Svanheiður fer aftur að vinna þegar hún fær pláss á leik- skóla fyrir litlu dótturina. „Ég ætla ekki að drífa mig heldur njóta þess að vera með henni. Verð þó að segja að það togar í mig að fara aftur að vinna,“ segir hún hressilega að lokum.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.