Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Félag eldri borgara, FEB, hugðisthalda aðalfund sinn 12. mars en vegna kórónuveirufaraldursins var honum frestað. Nú stendur til að halda fundinn 16. júní og þá dúkkar Sósíalistaflokkurinn aftur upp með undirbúning sinn að framboðum til for- manns og stjórnar FEB.    Til marks um þettaer færsla á face- booksíðu flokksins í fyrradag. Þar bendir Sigrún Unnsteinsdóttir, sem situr í framkvæmda- stjórn Sósíalistaflokksins, fé- lagsmönnum á að aðalfundur FEB sé fram undan og spyr: „Hvað eru margir hér 60+ og eru í FEB sem myndu hafa áhuga á að kjósa nýja stjórn og formann?“    Þessi spurning er ekki út í loftiðþví að flokkurinn er ekki aðeins með Hauk Arnþórsson í framboði til formanns (og til stjórnar til vara) heldur líka fjóra aðra sem sitja í stjórnum og nefndum flokksins.    Þrátt fyrir þessa augljósu atlöguSósíalistaflokksins að Félagi eldri borgara, sem er auðvitað ekk- ert annað en framhald af atlögu hans að öðrum félögum þar sem hann getur valdið óróa og skaðað þjóðfélagið, hefur formanns- frambjóðandi flokksins, sem situr í framkvæmdastjórn hans, neitað flokkstengslunum. Hann fullyrðir að honum sé „illa við flokksframboð í þessu efni“ og hefur meira að segja haldið því fram að þessi fjöldi fram- boða frá sósíalistum sé tilviljun!    Fyrir félaga í FEB hlýtur þessiyfirtökutilraun Sósíalista- flokksins að vera mjög umhugs- unarverð, ekki síst þegar hún er gerð undir fölsku flaggi. Yfirtökutilraun Sósíalistaflokksins STAKSTEINAR Laufdalur 21a, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Mjög nýlegt 3ja herbergja raðhús á einni hæð með bílskúr Skipti á ódýrari eign kemur til greina Verð frá aðeins kr. 47.900.000.-123,5 m2 Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Guðmundur W. Vil- hjálmsson, lögfræð- ingur og fv. deildar- stjóri, lést á Vífils- stöðum 26. maí síðastliðinn, 92 ára að aldri. Guðmundur fæddist 24. maí 1928 í Edin- borg, sonur Guð- mundar Vilhjálms- sonar, forstjóra Eimskipafélagsins, og Kristínar Thors hús- freyju. Systkini Guð- mundar, sem öll eru látin, voru Thor rithöf- undur, Helga, fv. starfsmaður Myndlista- og handíðaskólans, Mar- grét Þorbjörg húsmóðir og Hall- grímur, sem dó ungur að árum. Guðmundur fluttist ungur heim með foreldrum sínum og ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík ár- ið 1948, stundaði nám í lögfræði og frönsku við HÍ, lauk embættisprófi í lögfræði 1953, öðlaðist hdl.-réttindi 1958 og stundaði áfram frönskunám á vegum Alliance Française. Guðmundur stundaði sjómennsku á sumrin á námsárunum, m.a. á Goðafossi og Gullfossi sumarið sem hann kom til landsins. Hann starfaði hjá skipaafgreiðslum í Kaupmannahöfn, Hamborg, Antwerpen og New York 1953-54, var innkaupastjóri hjá Eimskipafélagi Íslands 1954-62, innkaupa- stjóri hjá Loftleiðum hf. frá 1962 og síðan hjá Flugleiðum hf., eft- ir sameiningu flug- félaganna, 1974 til 1990. Hann var for- stöðumaður eldsneyt- isdeildar Flugleiða hf. frá 1990 til 1996. Guðmundur hafði mikinn áhuga á tónlist og myndlist, tók ljósmyndir, málaði töluvert og hélt nokkrar sýningar. Hann var einn af stofnendum Kammermús- íkklúbbsins árið 1957 og formaður hans um langt árabil. Guðmundur var sæmdur íslensku fálkaorðunni 17. júní 1998 fyrir störf í þágu tón- listar á Íslandi. Eiginkona Guðmundar var Guðbjörg Herbjörnsdóttir Vil- hjálmsson, sem lést árið 2018. Börn þeirra eru María Kristín, búsett í Danmörku, og Guðmundur Thor, búsettur í Reykjavík. Barnabörnin eru fjögur og barnabarnabörnin þrjú. Andlát Guðmundur W. Vilhjálmsson Jón Atli Benediktsson, rektor Há- skóla Íslands og prófessor í raf- magns- og tölvuverkfræði, er í hópi 500 fremstu vísindamanna heims á sviði tölvunarfræði og raftækni (e. electronics) samkvæmt mati Guide2Research, vefvettvangs um rannsóknir á þessu fræðasviði. Hann er eini íslenski vísindamaðurinn sem kemst á listann. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HÍ í gær. Guide2Research er helgað fram- úrskarandi rannsóknum í tölv- unarfræði og hefur að geyma upp- lýsingar yfir mikilvægustu ráðstefnur og vísindatímarit á þessu ört vaxandi fræðasviði. Vettvang- urinn vinnur að því að tengja saman vísindamenn á sviði tölvunarfræði og raftækni og jafnframt vekja at- hygli á þeim vísindamönnum sem standa fremst á fræðasviðinu. Guide2Resarch hefur undanfarin ár tekið saman lista yfir fremstu vís- indamenn heims á ofangreindu fræðasviði en við matið er horft til nokkurra þátta, m.a. birtinga vís- indagreina, fjölda tilvitnana í þær og þeirra viðurkenn- inga sem vísinda- mennirnir hafa fengið fyrir störf sín. Að þessu sinni rýndi vefurinn í frammistöðu 6.000 vísindamanna í tölvunarfræði um allan heim og birti í framhaldinu lista yfir þá 1.000 sem þykja standa fremst. Jón Atli er samkvæmt matinu í sæti 458 og sá eini á Íslandi sem kemst á listann. Jón Atli hefur um árabil verið í fremstu röð í heiminum í stafrænni myndgreiningu, vélrænu námi (e. machine learning) sem hann hefur beitt í fjarkönnun og greiningu heil- brigðisgagna. Í hópi hinna fremstu í tölvunarfræði  Guide2Research telur háskólarektor í hópi 500 fremstu vísindamanna Jón Atli Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.