Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 47
BREIÐABLIK Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er af miklum knattspyrnuættum en hún byrjaði að æfa fótbolta fjögurra ára og er í dag í stóru hlutverki í liði Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildinni. Þessi efnilega knattspyrnukona, sem er uppalin hjá FH í Hafnarfirði og er 18 ára gömul, æfði ballett og fótbolta á sínum yngri árum en ákvað að velja knattspyrnuna að lok- um þar sem hún var talsvert efni- legri á því sviði. Breiðablik ætlar sér stóra hluti í sumar en eftir að hafa unnið tvöfalt, tímabilið 2018, endaði liðið í öðru sæti úrvalsdeildarinnar síðasta sum- ar og féll úr leik í sextán liða úrslit- um bikarkeppninnar eftir 1:0-tap gegn Fylki í Árbænum. „Það er gríðarleg spenna fyrir tímabilinu í Kópavogi,“ sagði Karól- ína Lea í samtali við Morgunblaðið. „Við erum búnar að vera að æfa eins og brjálæðingar síðan samkomu- bannið var sett á og við getum í raun ekki beðið eftir því að sýna hvað við virkilega getum í sumar. Þjálfarateymið á eftir að taka lokafund fyrir tímabilið þar sem við munum fara yfir markmið sumars- ins. Ég reikna með því að planið verði að gera betur en síðasta sumar og þá er lítið annað í stöðunni en að enda í efsta sæti deildarinnar. Það má alveg segja að tímabilið 2019 hafi verið ákveðin vonbrigði en að sama skapi vorum við taplausar í deildinni, sem er ekki slæmur árang- ur. Okkur tókst hins vegar ekki að vinna neinn titil og að því leytinu til er klárlega hægt að tala um ákveðin vonbrigði.“ Óvænt ánægja Blikar hafa fengið til sín öfluga leikmenn á borð við Rakel Hönnu- dóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur en þá hefur Kópavogsliðið einnig þurft að horfa á eftir landsliðs- bakverðinum Ástu Eiri Árnadóttur og Fjollu Shölu sem eru báðar barnshafandi. „Við höfum bætt við okkur sterk- um leikmönnum og erum með frá- bæran hóp myndi ég segja. Það vita allir hvað Sveindís og Rakel geta en svo eru Hafrún Rakel [Halldórs- dóttir] og Vigdís Edda [Friðriks- dóttir) báðar komnar til okkar. Þær líta báðar mjög vel út og hafa komið mjög sterkar inn í klefanum, sem var óvænt ánægja. Ég á því von á því að þær muni báðar spila spila stórt hlutverk í liðinu í sumar. Að sama skapi erum við búnar að missa bæði Ástu Eiri, Fjollu og svo verður Selma Sól auðvitað ekki með vegna meiðsla. Þær hafa allar verið mjög stórir póstar í okkar liði og eins mikilvægar í klefanum. Þær eru líka duglegar að vera í kringum liðið og það er aldrei langt í þær. Annars reikna ég með því að það muni aðrir leikmenn stíga upp í þeirra fjarveru og vonandi tekst okkur að sýna okk- ar rétta andlit í sumar.“ Styrktist í mótlæti Karólína Lea spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með FH sumarið 2016, þá fjórtán ára gömul, en hún lék með liðinu í tvö tímabil í efstu deild, áður en hún skrifaði undir samning í Kópavoginum árið 2017. Þrátt fyrir að verða ekki nítján ára fyrr en síðsumars hefur hún þegar spilað 63 leiki í efstu deild og lék sinn fyrsta A-landsleik á síðasta ári. „Ég er búin að bæta mig gríðar- lega mikið á þessum sex árum sem leikmaður. Að sama skapi tel ég að það myndu nánast allir bæta sig í þeirri æfingaaðstöðu sem Breiðablik hefur upp á að bjóða. Tími minn hjá FH var algjörlega frábær og þar fékk ég mitt fótboltauppeldi ef svo má segja. Þeir gáfu mér tækifæri í meistaraflokki og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Stökkið úr FH í Breiðablik var ekki beint stærra en ég átti von á en það sem var kannski erfiðast í þessu var að vera lítill fiskur í stórri tjörn eftir að hafa verið stór fiskur í lítilli tjörn. Það reyndi því aðeins á and- legu hliðina að vera ekki endilega í aðalhlutverki en maður lærir mest í mótlæti og eftir á að hyggja styrkti það mig gríðarlega að vera ekki að byrja alla leiki með liðinu sumarið 2018. Ég er á því að mér hafi ekki tekist að sýna hvað raunverulega býr í mér hjá Breiðabliki og mér finnt ég eiga nóg inni. Markmiðið sumarsins er því að bæta sig með hverjum leikn- um sem líður og hjálpa liðinu að ná sínum markmiðum. Svo hef ég líka sett stefnuna á að gera mig gildandi í A-landsliðshópnum.“ Mikil fótboltafjölskylda Fótboltinn er Karólínu Leu í blóð borinn en Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands og leik- maður Everton á Englandi, er ná- skyldur henni og þá er Dóra María Lárusdóttir, sjöfaldur Íslandsmeist- ari með Val, einnig í fjölskyldunni. Faðir Karólínu er svo Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Augna- bliks í 1. deild kvenna, sem sjálfur lék með Breiðabliki á síðasta áratug 20. aldarinnar. „Pabbi minn er duglegur að láta mig vita þegar ég er ekki að gera réttu hlutina en hann á í raun allan heiðurinn af mínu fótboltauppeldi, sem og fjölskyldan mín. Það er mikil fótboltahefð í fjölskyldunni og smá pressa sem fylgir því en þau hafa alla tíð haft gríðarlega trú á mér. Þau eru mín stoð og stytta og á þau get ég alltaf treyst. Ég hef alltaf litið upp til Gylfa, al- veg frá því ég var lítil stelpa, og eins til Dóru Maríu. Að sama skapi er það helst ég sjálf sem er að setja auka pressu á mig að standa mig vel en mér finnst ég líka þurfa að gera það miðað við fótboltahefðina í minni fjölskyldu. Ég geri ákveðnar kröfur til sjálfrar mín og ef ég stend mig ekki verð ég oft á tíðum svekkt út í sjálfa mig.“ Blómstrað með U19 Karólína Lea hefur verið fyrirliði U19 ára landsliðs Íslands í knatt- spyrnu og á samtals 45 leiki að baki með yngri landsliðum Íslands. Hún hefur sýnt það á undanförnum ár- um að hún er afar fjölhæf og getur leyst margar stöður á vellinum. „Markmiðið er að sjálfsögðu að komast út í atvinnumennsku á ein- hverjum tímapunkti og það heillar mig mjög mikið. Eins og staðan er í dag er ég fyrst og fremst að hugsa um Breiðablik en ef það kemur eitt- hvert gott og spennandi tilboð í framtíðinni myndi maður skoða það vel. Mér finnst ég hafa blómstrað vel í þessu leiðtogahlutverki innan U19 ára landsliðsins og vonandi er það eitthvað sem ég get byggt ofan á. Maður er með sín markmið en eins og þetta horfir við mér verð ég bara tilbúin þegar kallið kemur. Ég hef oft verið spurð hvaða leik- stöðu ég spila og ég á oft erfitt með að svara því. Ég vil titla mig sókn- armann en um daginn spilaði ég sem djúpur miðjumaður þannig að það er erfitt að segja. Uppáhalds- staðan mín á vellinum er samt sem áður að spila í tíunni,“ bætti Karól- ína Lea við í samtali við Morgun- blaðið. Fyrirmyndirnar eru til staðar í fjölskyldunni  Frænka Gylfa Þórs og Dóru Maríu er í stóru hlutverki í Breiðabliksliðinu Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Efnileg Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á fullri ferð í leik gegn Þór/KA síðasta sumar. Hún byrjar Íslandsmótið á leik gegn uppeldisfélaginu sínu, FH, en Blikar mæta Hafnarfjarðarliðinu á Kópavogsvelli laugardaginn 13. júní. ÍÞRÓTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Þetta verður á margan hátt einkennilegt sumar. „Fordæma- laust“ myndu einhverjir segja. Í gær var gefin út leikjadagskráin í enska fótboltanum og nú mun hann í fyrsta skipti skarast við þann íslenska um hásumarið. Við þekkjum vissulega slíkt frá því á vorin og haustin en það er eitthvað súrrealískt við að sjá að á dagskrá fimmtudagskvölds- ins 2. júlí sé viðureign Manchest- er City og Liverpool þar sem úr- slitin um enska meistaratitilinn gætu mögulega ráðist. Með enga áhorfendur í stúkunni. Forráðamenn íslensku félag- anna fá um leið að glíma í fyrsta skipti við þann hausverk að geta ekki komið öllum áhorfendum inn á vellina sem það vilja, alla- vega ekki í fyrstu umferðum Ís- landsmótsins. Áhugafólk um fótbolta mun hafa mætt vel á æfingaleiki lið- anna að undanförnu, enda hefur marga þyrst í að sjá liðin sín spila. Ég var austur í Neskaupstað um síðustu helgi og sá þá að það var nokkuð fjölmennt í brekkunni við fótboltavöllinn þegar Fjarða- byggð og Einherji mættust þar í æfingaleik. Á Englandi snýst umræðan aðallega um það á hvaða velli Liverpool verði enskur meistari og hvernig eigi að sjá til þess að stuðningsfólk félagsins fagni ekki of óhóflega með tilliti til þess að kórónuveiran er enn mjög virk í landinu. Þótt veiran sé lítt mælanleg hér á Íslandi um þessar mundir er aldrei of varlega farið og eins gott að farið sé eftir öllum reglum. Í meistarakeppni kvenna og karla í dag og annað kvöld fá Valur og KR góða æfingu í að framkvæma heimaleiki sam- kvæmt öllum kúnstarinnar kór- ónureglum. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Mögulegt er að Albert Guðmunds- son, landsliðsmaður í knattspyrnu, leiki á Íslandi í sumar, allavega fyrri hluta tímabilsins, en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa félög í úrvalsdeild karla sýnt áhuga á að fá hann lánaðan frá AZ Alkmaar í Hollandi. Breiðablik og KR hafa þar verið nefnd til sög- unnar. Keppni í Hollandi var aflýst í mars um það leyti sem Albert hafði jafnað sig af slæmum meiðslum sem hann varð fyrir í lok september en hann hefur nær ekk- ert spilað frá þeim tíma. Áhugi á að fá Albert lánaðan Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Holland Albert Guðmundsson er leikmaður með AZ Alkmaar. Handknattleikskonan Karólína Bæhrenz hefur skrifað undir tveggja ára samning við deildar- og bikarmeistara Fram. Karólína er 32 ára gömul og spilaði síðast með ÍBV á næstsíðustu leiktíð. Áður lék hún með Boden í sænsku B-deild- inni og þar áður vann hún titla með bæði Gróttu og Val. Auk þess hefur hún leikið 21 A-landsleik. Hún er annar leikmaðurinn sem Fram sem- ur við á stuttum tíma en áður til- kynnti félagið að leikstjórnandinn Guðrún Erla Bjarnadóttir hefði samið um að spila í Safamýrinni. Karólína tekur fram skóna á ný Morgunblaðið/Árni Sæberg Safamýri Karólína Bæhrenz kemur til liðs við Framara. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í forystu eftir fyrsta hringinn á Golfbúðarmótinu í golfi sem hófst á Hólmsvelli í Leiru í gær. Um er að ræða annað mótið á mótaröð Golfsambands Ís- lands á árinu 2020 en Ólafía sjálf vann fyrsta mót- ið á Akranesi í síðasta mánuði og stefnir því á annan sigurinn í röð um helgina. Nær allir sterkustu kylf- ingar landsins eru á meðal þátttak- enda, enda ekki leikið víða erlendis vegna kórónuveirunnar. Ólafía lék fyrsta hringinn á 74 höggum í gær, tveimur yfir pari, og er einu höggi á undan Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur. Í karlaflokki er Aron Snær Júlíus- son óvænt á toppnum eftir að hafa leikið fyrsta hring á 68 höggum eða fjórum undir pari. Kristófer Karl Karlsson er annar en hann lék hringinn á tveimur höggum undir. Því næst koma sjö kylfingar sem all- ir eru á pari en þeirra á meðal eru Haraldur Franklín Magnús, Andri Þór Björnsson og Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ólafía stefnir á annan sig- urinn í röð Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.