Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Saxi fróði skrifaði Danasögu á latínu um 1200. Þar rómar hannÍslendinga sem sagnamenn og segist hafa byggt mikinn hlutaverks síns á frásögn þeirra. Hann tekur fram að Íslendingarhafi ekki leiðst til sællífis enda landið afar hrjóstrugt. En landsmenn séu iðnir við hin fornu fræði og geri sér örbirgðina bæri- legri með því að segja frá dáðum annarra þjóða. Svo bætir hann því við að ótrúleg undur sé að finna á Íslandi, m.a. vatnssúlur sem þeytist í loft upp en hverfi síðan með öllu eins og jörðin hafi gleypt þær. Þegar kemur að hafísnum segir Saxi: „Á vissum tímum árs er þessi eyja umlukin gríð- armiklum hafís, og þegar hann þrengir sér að stór- grýttri ströndinni er eins og klettarnir svari honum með holum drunum radda og skerandi hrópum. Menn hafa því ímyndað sér að þarna væru sálir syndugra manna sem nú mættu gjalda síns illa lifnaðar og misgjörða.“ Stíll Saxa er skrautlegur og ýkjukenndur og mála- lengingar stundum úr hófi. Annar bragur er yfir frá- sögn Ara fróða (d. 1148) hér úti á Íslandi. Saxi nafngreinir aðeins einn Íslending, Arnald, mik- inn sagnamann, sem jafn- framt sá fyrir óorðna atburði; hann var í hernaði með Absalon erkibisk- upi um 1170, stofnanda Kaupmannahafnar. Í fornaldarsögum okkar birtast sömu persónur og hjá Saxa, og sam- bærilegum atvikum er þar lýst. Þar ber Hrólf kraka Danakonung hvað hæst en einnig má nefna Aðils Svíakonung. Þarna er líka jóski prinsinn Amled (Amlóði, Hamlet) sem Shakespeare gerði síðar frægan. Saxi beitir að því leyti sömu aðferð og höfundar Íslendingasagna að hann nýtir sér atvik úr eigin samtíð og kemur þeim fyrir í frásögn sinni um löngu liðna tíma. Þetta sjáum við hér heima með því að rýna í Sturl- ungu (sbr. Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar, d. 1283) og hugsa um leið til Laxdælu og Njálu. Nefna má í því sambandi lýsingu Sturlu á falli nafna síns og náfrænda, Sighvatssonar, á Örlygsstöðum 1238 og lýsingu höfundar Laxdælu á falli Kjartans Ólafssonar við Hafragil 1003. Ég gríp hvert tækifæri til að minna á fornaldarsögurnar. Hugsanlega voru hinar elstu þeirra (t.d. Örvar-Odds saga) skráðar á skinn mun fyrr en almennt er talið. Þessu hélt Hermann Pálsson fram í sinni stór- merku bók, Sagnaskemmtun Íslendinga. Þórir S. Gröndal skrifar bráðskemmtilega pistla í Morgunblaðið. Hann býr í Flórída og á það til að vekja furðu innfæddra með því að þýða beint af íslensku og segja til dæmis ef hann verður yfir sig hissa: „I am over myself surpriced.“ Þórir bjó til orðið skyndibiti. Og nú hefur hann myndað orðið glaum- stund um happy hour. Ekki má heldur gleyma nýyrðinu morhád fyrir brunch (og nú bið ég ykkur, kæru lesendur, að ígrunda þetta orð og dást að snilld Þóris). Að lokum dæmi um hina nýju íslensku: Ekkert ropar svangt. „Má ekki bjóða ykkur í morhád?“ Saxi Tungutak Baldur Hafstað hafstad.baldur@gmail.com Bandaríkin réðu úrslitum um að framsókn AdolfsHitlers og nasista var stöðvuð í heimsstyrjöld-inni síðari, annars vegar með beinni íhlutun ístyrjöldina bæði á meginlandi Evrópu og ann- ars staðar en hins vegar með vopnasendingum til Sovét- ríkjanna, sem gerðu Rauða hernum kleift að snúa taflinu við í sókn Þjóðverja að Moskvu. Bandaríkin voru kjölfestan í baráttu frjálsra þjóða heims gegn alræðisstjórn kommúnismans í kalda stríðinu, sem stóð í fjóra áratugi og lauk með falli Sovétríkjanna og þar með frelsun leppríkja þeirra í Austur-Evrópu. Bandaríkin voru á þeim árum hin mikla fyrirmynd lýð- ræðisríkjanna, sem ungar kynslóðir þeirra tíma horfðu til í baráttu fyrir betri samfélögum. Kannski risu þau hæst sem slík með hinni miklu ræðu Johns F. Kennedys, þáver- andi forseta Bandaríkjanna, á torginu við Rathaus Schöneberg í Berlín, þar sem þessi orð hljómuðu: Ich bin ein Berliner. Sú ræða varð æskufólki þeirra tíma stórkostlegur inn- blástur. Bandaríkin urðu fyrsta ríkið í heiminum til að við- urkenna Lýðveldið Ísland en með þeirri viðurkenningu var brautin rudd til endanlegs sjálf- stæðis íslensku þjóðarinnar eftir að Ísland hafði verið dönsk nýlenda öld- um saman. Bandaríkin urðu sá bakhjarl hins unga lýðveldis, sem gerði okkur kleift að láta rödd okkar heyrast á vettvangi alþjóðlegra samskipta. Með aðild að Atlantshafsbandalaginu 1949 og varn- arsamningi við Bandaríkin 1951 var öryggi okkar tryggt á viðsjárverðum tímum, þegar sovéskar herflugvélar og kaf- bátar, ásamt sovéskum herskipum, voru á stöðugri ferð í námunda við Ísland og lofthelgi okkar. Það sem minna hefur verið um talað er að Bandaríkin höfðu úrslitaáhrif á það að hið gamla nýlenduveldi, Bret- land, sem hafði farið ránshendi um auðlindir hafsins í kringum Ísland öldum saman, lét að lokum undan eftir skýrar ábendingar frá Washington um að nú væri nóg komið. Í dag er það svo, að norðurslóðir eru að verða nýtt átakasvæði og öryggi Íslands þar með ógnað á ný vegna samkeppni stórvelda í næsta nágrenni við okkur. Þar eru ekki síst á ferð Rússland og Kína. Eina ríkið sem hefur afl til að setja þeim ríkjum stólinn fyrir dyrnar eru Bandaríkin. Evrópuríkin búa ekki yfir því afli. Þau gátu ekki einu sinni stillt til friðar á Balkanskag- anum á tíunda áratug síðustu aldar. Þar varð að kalla Bandaríkin til. Þeir sem fylgdust með þessari sögu allri horfa nú agn- dofa á það sem er að gerast í Bandaríkjunum sjálfum þessa dagana. Þjóðin er augljóslega klofin í herðar niður og forseti landsins óhæfur til að gegna því veigamikla hlut- verki, sem forseti Bandaríkjanna á að gegna. Sá maður sem gegnir því hlutverki nú vinnur markvisst að því að ýta undir sundrungu og deilur, veifandi Biblíunni á sama tíma og táragas er notað til að ryðja honum braut. Afleiðingin er sú, að þau ríki, sem töldust til hinna frjálsu þjóða heims á tímum kalda stríðsins, eru nú for- ystulaus. Alræðisríkin, hvort sem þau eru undir forystu kommúnista, eins og Kína, eða KGB, eins og Rússland, eða nútímalærisveina Hitlers, hafa þar með frjálsari hend- ur en ella. Það er alvörumál. Inn í þessa mynd blandast önnur mál. Réttindabarátta blökkumanna í Bandaríkjunum náði hámarki á sjöunda áratug síðustu aldar. Morðið á John F. Kennedy skapaði víðtæka samstöðu um tímamótalöggjöf á Bandaríkjaþingi í þeim efnum en kynþáttamisrétti stendur eftir sem áður djúpum rótum þar í landi. Nokkrum árum síðar var hinn mikli leiðtogi blökku- manna, Martin Luther King, myrtur, fimm árum eftir að hann flutti ræðu í Washington, sem enn lifir: Ég á mér draum. En þrátt fyrir allt þetta virðist sú skoðun hafa fest rætur meðal hvítra lögreglumanna vestan hafs, að þeim leyfist hvað sem er í samskiptum við svart fólk. Síðustu atburðir í þeim efnum benda til þess að ítrekuð dæmi um það sama síðustu áratugi hafi ekki kennt þeim neitt. Þess vegna upplifum við úr fjarlægð óeirðir í bandarísk- um stórborgum og að því er virðist upplausn á hinum póli- tíska vettvangi. Loks bætist það við, að stöðu Bandaríkjanna sem mesta efnahagsveldi heims er nú ógnað úr austri. Á næstu ára- tugum er nánast óhjákvæmilegt að Kína taki við þeirri stöðu og að það muni leiða til þess að miðpunktur valda- kerfa heimsins flytjist til Asíu. Að 21. öldin verði öld Asíu. Þessi þróun mála hefur í för með sér öryggisleysi fyrir örríki á borð við Ísland. Við getum leitað eftir nánara sam- starfi við önnur ríki í Norður-Atlantshafi, svo sem Noreg, Skotland, Færeyjar, Grænland og Kanada, en jafnvel slíkt ríkjabandalag hefur ekkert bolmagn til að standa á sínu án stuðnings Bandaríkjanna. Þess vegna er það mikið hagsmunamál fyrir okkur og fleiri ríki að Bandaríkin nái áttum á ný, að bandarískir kjósendur beri gæfu til að kjósa sér forystu í nóvember, sem stendur undir nafni og hefur burði til þess að sameina þessa miklu þjóð um það hlutverk að standa í fararbroddi lýðræðisríkja heims. Þótt það sem að framan er rakið bendi til hnignunar Bandaríkjanna sem heimsveldis er það samt sem áður veruleiki að engin önnur þjóð í heimi er fær um að gegna því forystuhlutverki, sem Bandaríkin hafa gegnt meðal lýðræðisríkja. En það gera þau ekki sem sundrað þjóðríki, eins og Jan- an Ganesh, dálkahöfundur Financial Times, bendir rétti- lega á fyrir nokkrum dögum. Bandaríska þjóðin verður að ganga sameinuð fram. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Erum við að upplifa hnignun Bandaríkjanna? Þegar Skúli Magnússon varbúðardrengur hjá einokunar- kaupmanninum danska og mældi út vöru, kallaði kaupmaður jafnan: Mældu rétt, strákur! Hann átti við hið öfuga, að Skúli skyldi halla á viðskiptavinina, ekki mæla rétt. Þeir, sem nota vildarorð í um- ræðum, fara að ráði danska kaup- mannsins. Þeir útvega sér forgjöf. Þeir neita að mæla rétt. Þeir reyna að halla á viðmælendur sína. Eitt vildarorðið er „gjafakvóti“, sem þeir auðlindaskattsmenn hafa um aflaheimildir á Íslandsmiðum. Orðið er ranglega hugsað. Gjöf er verðmætur hlutur, sem skiptir um hendur. Slík gjöf fer frá einum til annars. Kvótinn er hins vegar réttur til að veiða, og þegar sýnt varð um 1980 að takmarka þyrfti tölu þeirra, sem nýtt gátu tak- mörkuð gæði hafsins, var eðlileg- ast að fá þeim, sem þegar voru að veiðum, þennan rétt. Þeim var ekki fengið annað en þeir höfðu þegar notið. Sú regla var hins vegar tekin upp um aðra, að þeir yrðu að kaupa sér kvóta til að geta stundað veiðar. Annað vildarorð er „ójöfnuður“ um ójafna tekjudreifingu. Orðið „ójöfnuður“ hefur verið til í ís- lenskri tungu frá öndverðu og merkt rangsleitni og yfirgang. Menn voru ójafnaðarmenn, ef þeir neyttu aflsmunar. Orðið hefur því neikvæða merkingu. Þegar Stefán Ólafsson, Sigrún Ólafsdóttir og aðrir spekingar uppi í háskóla nota þetta vildarorð, eru þau að útvega sér forgjöf, lauma kröfunni um tekjujöfnun inn í umræður. Menn sætta sig illa við ójöfnuð, en þeir viðurkenna margir, að ójöfn tekjudreifing sé eðlileg afleiðing af frjálsum markaðsviðskiptum. Við þá auðlindaskattsmenn og þau Stefán og Sigrúnu ætti því að segja: „Mæltu rétt!“ Því er við að bæta, að þriðja orðið er stundum notað sem vildarorð, til að stimpla menn, „nýfrjálshyggja.“ En í raun og veru er enginn neikvæður blær á orðinu sjálfu, og því ættu frjáls- hyggjumenn að taka það upp. Í frjálshyggju Hayeks og Fried- mans er vissulega margt nýtt og ferskt, jafnvel brakandi ferskt. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Mældu rétt! Mæltu rétt! ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 10 Verð 339.000,- L 198 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.