Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 ✝ IngimarSveinsson fæddist á Hálsi í Hamarsfirði 19. júní 1927. Hann lést 29. maí 2020. Foreldrar hans voru Sveinn Stef- ánsson bóndi á Hálsi og Kristín Sigríður Stef- ánsdóttir. Systir hans var Aðalborg Sveinsdóttir og lést hún árið 1978. Eiginkona Ingimars er Erla Ingimundardóttir og eiga þau tvo syni, Sigurð Inga og Svein Kristján. Ingimar og Erla eiga átta barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Ingimar stundaði nám við Kennaraskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1952. Hann kenndi í þrjá vet- ur á Ólafsfirði og gerðist svo skóla- stjóri við Grunn- skóla Djúpavogs. Hann starfaði sem skólastjóri í 30 ár og kenndi síðan í 10 ár við skólann, með eins árs starfsleyfi þar sem hann var við nám í Kennaraháskóla Kaupmannahafnar árið 1969- 70. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir hin ýmsu félagasamtök. Ingimar dvaldi síðustu fjögur ár ævi sinnar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði. Útför Ingimars fer fram frá Djúpavogskirkju í dag, 6. júní 2020, klukkan 14. Með Ingimar Sveinssyni er fallinn frá einn helsti máttarstólpi samfélagsins á Djúpavogi og ná- grenni á seinnihluta síðustu aldar. Sem skólastjóri þar í þrjátíu ár hafði hann mótandi áhrif á æsku- fólk staðarins og tók þá og fram á efri ár virkan þátt í félags- og menningarlífi í stækkandi sam- félagi. Við áttum mikið og gott samstarf hátt í hálfa öld sem varð- aði mörg málasvið, einkum um- hverfi, náttúru og sögu þessa fornfræga kaupstaðar á Búlands- nesi og aðliggjandi fjarða. Ég hitti Ingimar þar sumarið 1966 að ég fyrst skoðaði mig að ráði um á þessum slóðum. Hann hafði þá stýrt skóla staðarins af myndar- skap í áratug og vakti góð um- hirða og snyrtimennska þar strax athygli. Þegar kom að stofnun Náttúruverndarsamtaka Austur- lands (NAUST) 1970 var Ingimar einn af áhugasömum liðsmönnum og ætíð síðan. Við áttum samleið í fyrstu ferð minni út í Papey sum- arið 1972 og þangað hélt síðan stór hópur áhugafólks á fimm bát- um í tengslum við aðalfund NAUST um haustið. Nokkur svæði á þessum slóðum voru þá þegar tekin inn á náttúruminja- skrá. Ingimar var prýðilega ritfær, skrifaði oft greinar í Múlaþing og um Búlandshrepp í Búkollu 1976. Í kjölfarið fylgdu stærri og viða- meiri verk frá hans hendi: Djúpi- vogur – 400 ár við voginn, útgefin 1989, og árið 2003 bókin Djúpi- vogur – siglt og róið um firði og eyjasund. Í þeim er samankominn ómetanlegur fróðleikur um þess- ar slóðir. Við ritun árbókar Ferðafélagsins um sunnanverða Austfirði 2002 sótti ég margan fróðleik til Ingimars. Sama á við þegar ég ásamt Guðnýju Zoëga beitti mér fyrir fornleifaskrán- ingu í Hálsþorpi og inni á Bú- landsdal. Þá aðstoðaði Ingimar okkur, bæði við söfnun heimilda og vettvangsvinnuna. Margoft kom ég á heimili þeirra Erlu og Ingimars á þeirri nær hálfu öld sem samvinna okkar varaði. Af þeim samfundum öllum á ég ljúf- ar minningar sem hér er þakkað fyrir að leiðarlokum. Hjörleifur Guttormsson. Það er dýrmætt fyrir lítil sam- félög, þar sem sagan liggur við hvert fótmál, að hafa á að skipa fólki sem hefur færni til að miðla fróðleik um liðna tíma svo að þeir sem erfa munu landið verði betur meðvitaðir um nærumhverfi sitt. Nú er fallinn frá maður sem hafði allt þetta til að bera, fróð- leiksbrunnur og einstakur per- sónuleiki sem skildi mikilvægi þess að deila dýrmætri sögu áfram til komandi kynslóða. Ingimar Sveinsson var sá sem ég leitaði til þegar vantaði heim- ildir um hvaðeina sem hafði með sögu svæðisins að gera og alltaf kvaddi maður einhvers vísari. Oft lá leið okkar um gamla Hálsþorpið, áð við Hálskirkju- garð og þá gjarnan horft upp á túnið þar sem bernskustöðvar hans að Hálsi höfðu staðið og glaðlegt blik í augum bættist við frásögnina. Þarna voru rætur hans og æska og þarna voru minningarnar við hvert fótmál. Staðhætti og mannlíf í Hálsþorpi bar því oft á góma og líkast til var honum enginn staður kærari. Ingimar var vel lesinn um Djúpavog og nágrenni allt aftur til landnáms. Hann var líka vel ritfær og þá hæfileika nýtti hann m.a. til að gefa út tvær bækur „400 ár við voginn“ og „Siglt og róið“. Ég tel mig geta staðhæft að engir hafi lagt jafn mikið af mörk- um til að viðhalda menningararfi Djúpavogs og Ingimar Sveinsson. Ingimar hefur efalaust að ein- hverju marki notið þess sem fyrr- verandi kennari og skólastjóri að eiga auðvelt með að miðla efni. En hann hafði líka þá náðargáfu sem er ekki öllum gefin og felst í lif- andi frásagnarstíl. Og alltaf var stutt í glettnina þegar við átti. Ingimar tók oft að sér leiðsögn. „Talið bara við Ingimar, hann er með þetta á hreinu“ var oftar en ekki viðkvæðið. Þá gilti einu hvort farið var með ferjunni út í Papey eða um Djúpavog og nágrenni. Áhugasvið hans lá víðar, Ingi- mar sá m.a. um vetrarfuglataln- ingar fyrir Náttúrufræðistofnun um árabil í Hamarsfirði og þegar hann tók að reskjast gengum við í lið með honum, undirritaður og Kristján sonur hans. Þessar ferð- ir voru í raun ómissandi þáttur í tilveru okkar um árabil. Spurn- ingar vöknuðu í upphafi ferða: Myndum við sjá eitthvað af him- brima, fjöruspóa og kannski hvin- andarparið, eða þá stelkinn sem hélt sig alltaf við kaldavermsllæk- inn í Henglavíkinni? Þessar fugla- talningarferðir þykir mér óskap- lega vænt um að hafa átt með þeim feðgum. Það var mikil gestrisni og ein- staklega gott að koma á heimili þeirra góðu hjóna Ingimars og Erlu á Borgarhóli. Síðustu árin þegar heilsunni hrakaði og Ingi- mar þurfti að dveljast fjarri heim- ili sínu heyrðumst við nokkuð reglulega í síma. Þá bar ferðir fuglanna ætíð á góma og svo var eins um síðasta símtalið sem við áttum fyrir ekki svo löngu. Nú hefur Ingimar Sveinsson, minn góði félagi og vinur sem hafði svo mikið að gefa, kvatt heimaslóðirnar sínar kæru. Hann verður um ókomna tíð órjúfanleg- ur hluti af þeim bestu minningum sem ég mun geyma með mér frá Djúpavogi. Við Gréta vottum Erlu, Sigurði og Kristjáni og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Andrés Skúlason. Meira: mbl.is/andlat Ingimar Sveinssoner. Þegar sál Péturs yfirgaf lík-amann og hélt sína leið skein sól á Eyjafjörð og himinn var heiður nema hvað lítið ský birtist um stund, gat verið loftfar miðað við lögun, og sveif í austurátt. Ekki kæmi á óvart þótt Pétur Einars- son hafi farið sína eigin leið og sest í austri – hafi hann þá sest. Arngrímur B. Jóhannsson. „Það þýðir ekkert annað en að taka þessu með æðruleysi, en mikið helvíti er þessi blessaður líkhamur minn að valda mér mikl- um erfiðleikum. Bráðum verð ég án hans. Hann hverfur til moldar og verður efni í aðra lífveru, en ég flýg á vængjum morgunroðans til minna heimkynna.“ Þessi karlmannlega yfirlýsing var ein sú síðasta sem Pétur Ein- arsson sendi frá sér úr Rannsókn- arstofnun Hugans á Selá við Eyjafjörð. Svo tók hann flugið á vit morgunroðans í sumarlönd ei- lífðarinnar. Mikill fjöldi frænd- fólks og vina fékk að fylgjast með banalegu Péturs, sem sagði: „Dauðinn á að vera okkur jafn eðlilegur og fæðingin.“ Margir gerðu sér ferð til að kveðja hann, og Pétur svaraði fólki daglega í dagbók krabbameinssjúklings meðan afl og andi leyfði. En óbærilegar voru kvalirnar meðan sálin var að brjótast út úr lík- hamnum, eins og hann orðaði það. Pétur Einarsson batt bagga sína ekki sömu hnútum og margir samferðamenn hans. Sumpart stafaði það af því að maðurinn var stór í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, öðruvísi og margbrotinn. Sumpart vegna þess að sá ill- gjarni konungur sem Bakkus er gekk þvert í götu hans um tíma á æviskeiðinu. Þar urðu tröllsleg átök eins og hjá Einari skáldi Benediktssyni því þessi armi kon- ungur spyr ekki um stétt eða stöðu, enda sagði skáldið: „Hvað vita þessir menn um sælu og sorg, er supu aldrei lífsins veig í dreggjar.“ Segja má að Svanfríð- ur ástkona og síðar eiginkona Péturs eins og hann orðaði það sjálfur hafi komist upp á milli hans og Bakkusar og velt þeim arma þrjóti úr sessi. Pétur var hraustmenni og ögr- aði oft félagsskap, með afli og áræði eins og því að synda yfir Skaftá í hausthraglanda eftir einni flösku, Grettir sjálfur hefði hikað. Í æskuhópi okkar ungra framsóknarmanna var hann vík- ingurinn ljóshærði sem aldrei hik- aði ef í odda sló. Pétur kom fyrir sem djarfur kjarkmikill maður, málrómurinn var djúpur og rann sem ránarfall, en í honum var hlýja og ástúð. Hann kunni að orða hlutina svo menn skildu. Frægustu ár hans voru þegar hann gegndi störfum flugmála- stjóra. Oft gekk mikið á, en flestir eru sammála um að Pétur lét verkin tala. Bestur var hann þeg- ar einhverjir ætluðu að taka hann á fundum eða í viðtölum, þá stóð ekki á gullaldartilsvörum og oft klóklegri mýkt. Enn lifir orð- heppni hans eins og að betra væri að senda íslenska borðfánann ein- an á marga ráðstefnuna heldur en pokaprestana sem fylgdu. Pétur var góður trésmiður og menntun sína nýtti hann. Hótel Tindastóll var fúinn timburhjallur á Sauðárkróki, sem hvorki Kaup- félagið né Skagfirðingar hirtu um, þegar Pétur mætti með hönn- un og hugmyndir Svanfríðar sinn- ar, hamar og sög og þau endur- byggðu húsið með herbergjum skagfirskra dánumanna. Og kjall- arinn var Jarlsstofa með arinloga og guðdómlegum veigum. Nafnið dregið af frænda hans Jóni Drangeyjarjarli. Þegar Pétur sat í Rauðastól viskunnar í hlöðunni á Selá var hann að kryfja indverska speki, sem varð líf hans og ljós síðustu árin. Pétur var rammur Íslend- ingur, lögfræðingur, líknari, bóndi og prédikari en fyrst og fremst heimsborgari sem hugsaði í víddum. Nú grætur Selárfossinn og skuggar fylgja sólu. Pétur er kominn heim og lokakveðjan í ljóði og söng verður flutt við foss- inn í dag, Davíð Stefánsson við lag Jóhanns Ó. Haraldssonar, afa Svanfríðar. „Loks eftir langan dag lít ég þig, helga jörð. Seiddur um sólarlag sigli ég inn Eyja- fjörð.“ Dagur rís úr sortanum, Ill- uga hinum hugprúða var Pétur einum líkur: „Lokið var starfinu, stríðinu, raununum! Stóð hann þar feimulaus, beið eftir launun- um.“ Kæra Svanfríður og fjölskylda, við Margrét sendum þakkir til ykkar og samúðarkveðjur. Guðni Ágústsson. Það er komið að því að standa við loforð sem við félagarnir gáf- um hvor öðrum á rjúpnaveiðum norður í Bárðardal 1985. Kom- umst við báðir, nær dauða en lífi, upp á fjallið, snjó kyngdi niður en hvergi var rjúpu að sjá. Þá sagði félagi minn við mig að hvor sem lifði hinn yrði að skrifa minning- argrein. Ég lofaði þessu, verandi viss um að ég færi á undan. Við töluðum saman viku áður en hann yfirgaf þetta líf, þá sagði félaginn: „Þú manst eftir loforðinu, félagi.“ Margar ferðir voru farnar á gæs eða rjúpu í gegnum tíðina, þótt við værum ekki fengsælir. Við félagar erum báðir fæddir 1947. Við kynntumst í Gagn- fræðaskóla Kópavogs, en ekki var mikið samband fyrr en félaginn kom inn í Stefni, björgunarsveit Slysavarnafélags Íslands í Kópa- vogi. Ég var formaður á þessum tíma, og hann byrjaði þegar við fórum saman á fyrstu stóru sam- æfinguna árið 1966, sem haldin var á Kili, við Seiðisá. Ég var á leiðinni á æfinguna og bauð hon- um að koma með. Hann svaraði: „Ekkert mál, ég þarf að koma við heima og taka með mér föt.“ Þannig hófst okkar vinátta og starfaði hann síðan með Stefni til fjölda ára. Hann var góður smiður og vann við það með skóla. Ég var með honum í nokkrum verkum um helgar og á kvöldin. Eitt sinn sagði félaginn að hann ætlaði í Menntaskólann. Síðan sagði hann að hann hefði skráð sig í lögfræði í Háskóla Íslands. Ekki minnir mig að lærdómur hafi tekið hann mik- ið frá vinnu. Upp úr 1970 var félaginn kom- inn í pólitík. Hann varð formaður tómstundaráðs, sem fór með öll íþrótta- og tómstundamál í bæn- um. Þarna komu skipulagshæfi- leikar félaga míns vel í ljós. Um það leyti sem félagi minn lauk lögfræðináminu fékk hann þá hugmynd að fara út í fast- eignasölu. Hann nefnir þetta við mig, og áður en ég veit af erum við komnir af stað með Fasteigna- söluna Eignaborg í Hamraborg. Á svipuðum tíma var félaginn kominn með mikinn flugáhuga og var meðeigandi í vél sem bar nafnið TF-Mey. Ekki leið á löngu áður en ég var farinn að sitja í við æfingar á völlum hér í kring. Stundum var þoka eða vont veð- ur, en alltaf kom félagi minn okk- ur heilum niður. Ég öðlaðist mikla reynslu við að lýsa flugi við ýmsar aðstæður, sem félaginn hló oft að. Við vorum búnir að reka fast- eignasölu í tvö ár þegar auglýst var eftir afleysingalögmanni hjá Flugmálastofnun. Ekki grunaði mig að félaginn fengi vinnu, rétt nýbúinn að opna fasteignasölu. Félaginn var kominn með fjöl- skyldu og vildi færa björg í bú. Fljótlega eftir að hann byrjaði hjá Flugmálastofnun hætti flugmála- stjóri og félaginn sótti um starfið, og fékk það. Eftir að félaginn hætti sem flugmálastjóri tók hann sér ým- islegt fyrir hendur, gerði út bát, reif og endurreisti hótel. Hann settist svo að í Eyjafirði, á stað sem heitir Selá, og var nánast bú- inn að byggja allt upp frá grunni með konu sinni, þegar hann yf- irgaf þetta jarðlíf. Hann heilsaði mér alltaf og kvaddi, ekki með nafni, heldur ávallt með ávarpinu félagi. Vilhjálmur Einarsson. Öðlingur er fall- inn frá, Höskuldur Jónsson. Hann lauk kandidatsprófi frá Viðskiptadeild Há- skóla Íslands 1963. Þar eins og víðar skildi hann eftir sig spor. Hann átti ríkan þátt í því að við- skiptafræðinemar eignuðust sinn verndargrip. Þjóðlegri gat hann vart verið, því að refurinn varð fyrir valinu. Honum var gefið nafnið Mágus. Afhjúpun gripsins átti sér stað í hófi, sem var haldið í tilefni 20 ára afmælis viðskipta- deildarinnar, og hafa viðskipta- fræðinemar tignað hann síðan. Á þessum árum áttu nemendur oft í erfiðleikum með að afla sér námsbóka. Höskuldur var hvata- maður að því að Bóksala stúdenta var stofnuð. Það átti sér stað þó nokkrum árum áður áður en Fé- lagsstofnun stúdenta varð til árið 1968. Félagsstofnun stúdenta tók síðan yfir rekstur bóksölunnar en hóf síðan að koma baráttumálum stúdenta í framkvæmd. Fyrst var reist Félagsheimili stúdenta við Hringbraut og síðan Hjónagarð- ar við Suðurgötu. Verðbólga á Ís- landi hafði að jafnaði verið um 10% frá stofnun lýðveldisins en í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar fór hún á flug. Allar áætl- anir um fjármögnun hjónagarð- anna brustu. Engar leiðir til öfl- unar fjár til byggingarinnar virtust færar. Neyðarúrræði var á borðum stjórnar Félagsstofn- unar stúdenta. Það var að selja bygginguna. Höskuldur var þá ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu. Það var fyrir velvild Höskuldur Jónsson ✝ HöskuldurJónsson fædd- ist 9. ágúst 1937. Hann lést 19. mars 2020. Kveðjuathöfn fór fram 5. júní 2020. hans í garð stúdenta og hugkvæmni að það tókst að útvega Félagsstofnun stúd- enta lán til að halda framkvæmdum áfram og ljúka byggingunni. Stjórn Félagsstofn- unar stúdenta ákvað við lok fram- kvæmda að gefa ákveðnu svæði í húsinu nafnið Höskuldarbúð. Það var örlítill þakklætisvottur fyrir aðstoðina. Eitt af mörgum hlutverkum ráðuneytisstjóra er að hafa taum- hald á ráðherrum. Ráðherrar vilja gjarnan leysa hvers manns vanda. Þeim eru samt settar skorður með lögum. Með réttsýni sinni og góðvild var Höskuldur mjög góður landamæravörður laga. Sú gæsla takmarkaði þó ekki víðsýni hans til að brydda upp á nýjungum. Hann átti þátt í að stofna Söfnunarsjóð lífeyris- réttinda fyrir starfsmenn hjá rík- inu, sem voru ekki fastráðnir. Þá gekkst hann fyrir því að íbúðar- hús í Ögri við Djúp var endur- bætt. Það var ætlað sem orlofs- hús fyrir ríkisstarfsmenn, sem greiddu í orlofsheimilasjóð, en tilheyrðu ekki stéttarfélögum. Síðustu starfsárin var Höskuldur forstjóri Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins. Á hans tíma voru gerðar stórtækar breytingar á sölumálum stofnunarinnar og kom hann þeim málum í það horf, sem við þekkjum í dag. Sumir menn hafa þann eigin- leika, að þeir leggja ætíð gjörva hönd á það sem þeir koma ná- lægt. Slíkur maður var Höskuld- ur Jónsson. Blessuð sé minning hans. Öllum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Brynjólfur Sigurðsson. Minningarstund um ELÍNU SÆMUNDSDÓTTUR, Löngulínu 12, Garðabæ, sem lést 3. apríl, fer fram í Dómkirkjunni fimmtudaginn 11. júní klukkan 15. Ástbjörn Egilsson Sædís Pálsdóttir Arnar F. Sigurþórsson Gerður Pálsdóttir Hafþór Júlíusson Agla Ástbjörnsdóttir Haraldur Örn Jónsson Marta María Ástbjörnsdóttir Þórður Þórarinsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG S. KARLSDÓTTIR, lést sunnudaginn 22. mars á Hrafnistu, Reykjavík. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskirkju 11. júní klukkan 15. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á stuðning við Fríðuhús og Alzheimer-samtökin. Karl Jónsson Guðrún H. Aðalsteinsdóttir Þóra Kristín Jónsdóttir Grétar Viðar Grétarsson Kristján Jónsson Diljá Þórhallsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, amma og langamma, VILBORG EINARSDÓTTIR ljósmóðir, Víkurbraut 30, Hornafirði, lést mánudaginn 1. júní. Hún verður jarðsungin frá Hafnarkirkju mánudaginn 8. júní klukkan 11. Vegna fjöldatakmarkana verður jarðarförinni streymt í Nýheima. Laufey Sigurbjörn Guðný Hákon Þorbjörg Vignir barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.