Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn er mikið til genginn niður í fjölda Evrópuríkja. Hins vegar greinast enn þúsundir til- vika á dag í nokkrum ríkjum. Hér til hliðar má sjá fjölda tilfella á dag í sex af fjölmennustu ríkjum Evr- ópu. Tölurnar voru sóttar á vef Johns Hopkins-háskóla og miðast við mið- vikudaginn 6. júní. Tilvikin eru orðin hverfandi fá í Þýskalandi, á Spáni og á Ítalíu sé miðað við há- punktinn í vor. Kúrfan hefur ekki lækkað jafn mikið í Póllandi en tilvikin eru þó hlutfallslega fá mið- að við íbúafjölda. Þá greinast enn mörg smit í Bret- landi en þeim hefur þó fækkað mikið og dauðsföllum sömuleiðis. Athygli vekur að fjöldi nýrra smita tók kipp í Frakklandi á miðvikudaginn var en þá greindust 3.900 smit. Einnig fjölg- aði nýjum smitum mikið í Svíþjóð á miðvikudag. Þá mældust 2.200 smit sem er mesti fjöldi á einum degi frá upphafi. Slík frávik kunna að eiga sér skýringar og ber að túlka af var- færni. Hins vegar greinast orðið fá smit í Danmörku, Finnlandi og Noregi. Aukning í Portúgal Hér til hliðar má einnig sjá fjölda nýrra smita í 20 Evrópuríkjum á mið- vikudaginn var. Til dæmis er veiran á undanhaldi í Eystrasaltsríkjunum og Austurríki og Sviss. Við þetta má bæta að 366 smit greindust í Portúgal sama dag sem var mesti fjöldi síðan 8. maí. Færri smit hafa greinst í Slóvakíu en á Íslandi. Þrír Slóvakar greindust með veiruna á miðvikudag og höfðu þá 1.526 smit greinst í landinu. Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi, segir umræður hafnar milli ríkjanna um að heimila ferðalög á ný. Til umræðu sé að Ís- lendingar geti ferðast til Slóvakíu án þess að þurfa að fara í skimun fyrir veirunni og öfugt. Rætt sé um að heimildin verði gefin út á næstu dög- um. Slóvakar hafa fyrst og fremst farið til Íslands um alþjóðaflugvöllinn í Vínarborg. Runólfur segir þolinmæði Slóvaka fyrir samkomubanni hafa brostið. Þannig séu margir Slóvakar komnir á þá skoðun að jafnvel hafi of mikið verið gert úr faraldrinum. Ferðalög yfir landamærin til Austurríkis hafi verið heimiluð á ný en þar er farald- urinn í rénun. Þá voru landamærin að Tékklandi opnuð á fimmtudag. Sömu sögu má segja úr nágranna- ríkinu Slóveníu. Þar greindust aðeins tvö smit á miðvikudaginn og alls 1.477 frá upphafi faraldursins. Sjö flugfélög bjóða ferðir Icelandair greindi frá því í gær að félagið myndi hefja flug til Berlínar, München og Frankfurt 15. júní. Flog- ið verður þrisvar í viku. Félagið hafði áður greint frá því að það myndi hefja flug til Kaupmanna- hafnar frá 15. júní, níu ferðir á viku, og flug til Amsterdam frá 16. júní, fjórar ferðir á viku. Þá hafa Atlantic Airways (til Færeyja frá 15. júní, samkvæmt bókunarvef), Czech Air- lines (frá 17. júní), SAS (frá 15. júní), Transavia (frá 19. júní), Lufthansa (frá byrjun júlí) og Wizz Air (frá 3. júlí) boðað flug til Keflavíkur í sumar. Þá kemur fram á vef Isavia að nokkr- ar ferðir séu á áætlun hjá Wizz air í byrjun júlí til Búdapest, London- Luton og Vínarborgar. Hins vegar hafa bandarísku flugfélögin Americ- an Airlines, Delta og United tilkynnt að þau muni ekki fljúga hingað í sum- ar, líkt og flugfélagið Air Canada. Guðjón Helgason, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir Isavia í sam- skiptum við flugfélög, þar á meðal þau sem hafi flogið hingað áður. Isavia hafi fundið fyrir auknum áhuga flugfélaga eftir að íslensk stjórnvöld greindu frá áformum um skimun í Keflavík. Alls 23 flugfélög flugu frá Keflavíkurflugvelli í fyrra- sumar og voru áfangastaðirnir 67. Faraldurinn víða í rénun í Evrópu  Rætt um að heimila ferðir milli Íslands og Slóvakíu Fjöldi daglegra kórónuveirusmita í nokkrum löndum frá 1. mars til 3. júní Heimild: Johns Hopkins CSSE Frakkland 67 milljónir íbúa 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 M A R S A P R Í L M A Í 3.900 ný smit 3. júní Þýskaland 83 milljónir íbúa 7.500 6.000 4.500 3.000 1.500 0 M A R S A P R Í L M A Í 242 ný smit 3. júní Bretland 66 milljónir íbúa 9.000 7.200 5.400 3.600 1.800 0 M A R S A P R Í L M A Í 1.900 ný smit 3. júní Ítalía 60 milljónir íbúa 7.000 5.600 4.200 2.800 1.400 0 M A R S A P R Í L M A Í 321 nýtt smit 3. júní Spánn 47 milljónir íbúa 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 M A R S A P R Í L M A Í 394 ný smit 3. júní Pólland 38 milljónir íbúa 650 520 390 260 130 0 M A R S A P R Í L M A Í 292 ný smit 3. júní Noregur 5,4 milljónir íbúa 420 336 252 168 84 0 M A R S A P R Í L M A Í 22 ný smit 3. júní Danmörk 5,8 milljónir íbúa 420 336 252 168 84 0 M A R S A P R Í L M A Í 37 ný smit 3. júní Svíþjóð 10,3 milljónir íbúa 1.000 800 600 400 200 0 M A R S A P R Í L M A Í 2.200 ný smit 3. júní Fjöldi nýrra smita 3. júní í nokkrum löndum Albanía 20 Andorra 7 Austurríki 12 Belgía 70 Bosnía og H. 16 Búlgaría 22 Eistland 10 Finnland 24 Grikkland 0 Holland 87 Írland 45 Króatía 0 Lettland 8 Litháen 2 Lúxemborg 4 Portúgal 366 Rúmenía 152 Sviss 19 Tékkland 74 Ungverjaland 10 Heimild: Johns Hopkins CSSE Runólfur Oddsson AFP Kaupmannahöfn Skólabörn á leið í kennslustund á íþróttaleikvangi. Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.